Er líður að prófum sækja að konu ýmsar hugsanir. Þær eru sjaldnast um námsefnið og er hugurinn oftar en ekki víðsfjarri lærdómnum. Upp koma hugmyndir um hvað mætti betur fara hér og þar og hvað mætti gera skemmtilegt, annað en að lesa um að börn séu líka fólk með gerendahæfni.
Sem dæmi er þetta:
Flugfélög innanlands sem utan ættu að vera með ástvinaafslátt. Því yrði svo háttað að þeir farþegar sem væru að fara að heimsækja ástvini sína í Langtiburtistan (eða Ekkisvonálægtenekkisvolangtiburtistan) fengju afslátt af fargjaldi. Mætti afslátturinn vera mestur fyrir ástvini eins og maka, börn foreldra og systkini, en minni eftir því sem fjær dregur.
Því ætti bissniss-fólk ekki að fá neinn afslátt, öfugt við það sem nú gerist, þar sem þeir sem eiga mest þurfa að borga minnst.
Því hvað eru flugfélög að gera annað en að níðast á ástinni og nýta sér söknuð mannanna sem aðskildir eru? Þetta er auðvitað ekki hægt. Brýnt mál sem leysa þarf á næstu misserum. Helst strax.
Það er ólíðandi að ástin sé höfð að féþúfu. Svei.
//eög
12 Comments:
Ekki það að mér finnist óskýrt hvor skrifaði þessa grein, þá væri sniðugt að það kæmi fram hvor ykkar skrifar, en ekki VBG/EÖG. Bara hugmynd.
Annars er ég alveg sammála, mér finnst þetta mjög óréttlátt kerfi. Svo mætti líka bara drífa í því að finna upp "beem-me-up" mekanisma svo maður gæti bímað sig í kaffi til ástvina um allan heim á örskotsstundu. Þá myndu atvinnumöguleikar líka aukast þar sem maður gæti átt heima í New York, en unnið í London og skroppið svo í mat til mömmu í Mosfellsbæ og heim aftur um kvöldið.
en hversu slæmt yrði það ef maður væri að bíma sig um allan bæ blindfullur á laugardagsmorgni
Oj oj oj einhver saknar Pétursins síns :C
Á þetta bara við á flugleiðinni Reykjavík-Kaupmannahöfn, Kaupmannahöfn-Reykjavík eða á öllum flugleiðum allstaðar alltaf?
Ég fæ alltaf marbletti þegar ég er að bíma. Nei, var það bumpa?
Ég held að þetta bím sístem kæmi sér mjög vel ef maður myndi vakna upp við hliðina á einhverjum sem maður ætti ekki eða vill ekki vakna upp við hliðina á. Ekkert vesen með að læðast út neitt og mæta kannski einhverjum sem maður þekkir. Bara bíma sig heim í sitt eigið rúm og halda áfram að sofa.
Hm já þaðer rétt. Nei, þetta átti nú ekki aðv era neitt væmin færsla og auðvitað á þetta við um allar flugleiðir, nema hvað?!!! Bím væri enn betra en það þyrfti einmitt að setja lása á hvert væri hægt aðfara og svoleiðis...
over and out
bíddu, er þessu samtali þá bara lokið? :(
Nei, mér finnst asnalegt að elín ösp geti bara sagt over and out og lokað samtalinu. ELÍN HVÍ ÞARFT ÞÚ ALLTAF AÐ HAFA LOKAORÐIÐ?????!?!?!???
Ég ætla að halda áfram að tala.
Það gæti samt orðið vandræðalegt ef maður vaknaði við hliðina á "rangri" manneskju eftir djamm að bíma sig heim og lenda nakinn í rúminu sínu en gleyma öllum fötunum. Þyrfti maður ekki að finna öll fötin og a.m.k. halda á þeim áður en maður léti bíma sig?
Jú örugglega, þetta er góður punktur hjá þér Jónas. Þetta hafði ég ekki hugsað útí. En ef maður bímar "röngu" manneskjuna óvart með sér og var kannski að halda framhjá og þá er komin auka manneskja nakin í rúmið manns heima.
maybe this beeming system wasn´t such a good idea.....?
ég þekkti einu sinni mann sem átti svona tæki og eina nóttina vaknaði hann nakinn við hlið bestu vinkonu móður sinnar og ætlaði að bíma sig, af augljósum ástæðum, nema hvað tækið hikkstaði eitthvað og hann bímaðist ekki allur í einu (sagan segir að vinurinn hafi orðið eftir við hlið gömlu konunnar) og svo þremur dögum seinna....hvarf hann....og þessi maður..er....ég!!
valdís
Hahahahahah Valdís er Agnes!!!
Já það væri líka hvimleitt ef maður lægi vandræðalegur undir sæng, óskandi þess að hin ranga manneskja vaknaði ekki og ætlaði að bíma sig heim að maður tæki óvart sængina með sér. úbbs þá er maður allt í einu kominn með auka sæng í rúmið sitt. Þannig gæti maður alltaf séð hvaða fólk væri lauslátt, þ.e. hvað það væri með margar sængur og margar tegundir af sængurfötum.
Vá ég og helga kommentuðum á sömu mínútu!
Hí á Agnesi!
Skrifa ummæli
<< Home