hrokamál
Um daginn horfði ég á tiltölulega lélega mynd sem ber heitið ´Salton Sea´. Hún er um eiturlyf og hvernig morð á eiginkonum getur fengið góða menn til að ánetjast þeim. Eitt atriði hefur þó ásótt mig, síðustu daga. Þar fer fram samtal tveggja manna (Val Kilmer og Peter Saarsgard) um heimsókn þeirra til dópsala sem hafði misst nefið. Heimsóknin hefst með því að dópsalinn og vinir hans setja upp morðið á Kennedy, með fjarstýrðum bíl, byssum og dúfum. Jimmy the finn (persóna Saarsgards) spyr Kilmer að því hvað þeir hafi verið að endurgera og svo hver Kennedy hafi verið. Kilmer svarar honum á mjög svo eðlilegan hátt og svo keyra þeir barasta áfram í eyðimörkinni í smá stund. Þá snýr Jimmy sér að Kilmer og þakkar honum fyrir að hafa ekki gert grín að sér.
Þetta var langbesta atriði myndarinnar og gott að geyma einhvers staðar bara svo maður verði ekki blár af hroka.
VBG
6 Comments:
Heyr heyr. Það er hundleiðinlegt að spyrja að einhverju og fá svo fyrirlitningarsvip og hrokafullt svar til baka.
Ég ætla að reyna að taka þetta mér til fyrirmyndar. Það er að segja, að vera ekki hrokafull ;)
ég er sármóðguð yfir almennu kommentaleysi (takk ellusinn minn) og ég sem er alltaf svo dugleg að kommenta hjá öðrum.
Þið getið öll farið í rússgat!!!!
Ég ætla mér sko ekki að kommenta hjá ykkur í framtíðinni!!!
eitt stykki bálreið valdís
siggan mín, þú ert vitanlega undanskylin. Þeir sem ég á við vita hver þau eru....ef ekki þá er ég ver stödd en ég hélt...vinalega séð...og fjárhagslega líka!!!
ein fátæk
Afsakið seint komment á þetta, er búin að vera með kindur upp fyrir haus ásamt heyi og hænueggjum...netlaus þar að auki og var að komast í siðmenninguna. Fyrirgefðu mér Valdís mín, þetta mun ekki endurtaka sig!
ok, guðrún er opinberlega komin af svarta listanum.....
Valdís valdís! ekki örvænta þetta snerti mig litla hrokagykkinn bara svo djúft að ég varð að hugleiðaþetta í þögn um stund :)
Skrifa ummæli
<< Home