Spælingar

þriðjudagur, desember 05, 2006




Með því að hlusta á jólalög og éta piparkökur í massavís er hægt að komast nær jólaskapi.
Ekki skemmir fyrir að kveikja á kerti eða tveimur, fá sér kakóbolla uppi í rúmi og lesa góða bók.
Svo væri gott að nálgast mandarínur og negulnagla....

Já, ég er að komast í jólaskap :) þrátt fyrir allt saman.
//eög

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gengur það illa? Ég er alveg að passa mig að tapa mér ekki í jólaskapinu núna, er alveg komin í jólafrí í huganum og meira að segja keypti ég voða fallegt jólakerti í Habitat í dag og setti það á borðið mitt, og skreytti það. Búin að baka smákökurnar hjá mömmu og allt! Ég verð komin með ógeð áður en jólin byrja ;)

7:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

UÚÚ ég er í rosalegu jólaskapi. Búin að hengja upp jólaseríur og kaupa aðventukrans í föndurbúðinni IKEA. Reyndar er hann rammskakkur og hallar skuggalega mikið á vinstri hlið. En við heimilsmenn erum stolt og ánægð með aðventukransinn okkar og huggum okkur við að slagsíðan sé til vinstri en ekki hægri. Lítill maður á ekki til orð yfir dýrðinni.

Ég segi nú bara: gleðilega aðventu!!
kveðja Sigga

7:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, vonandi dugar jólaskapið fram yfir jólin hjá þér Guðrún :) Hér vantar bara snjó!!! Plús allt jóladóteríið sem ég er vön að hafa fyrir augunum heima, hér er lítið til. Er samt að pota jóladóti hingað og þangað... :)

En munið jólamáltækið sem hljóðar svo: betra er að hallast til vinstri heldur en hægri ;)

8:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með gott gengi í munnlega tímanum Ellusinn minn!!! J´ai fier de toi comme toujour!!

ps. ég mun ganga að eiga Peter Kraus síðdegis, ef þið hittið hann á förnum vegi látið hann vita!!

10:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Peter Kraus? Was...? Welcher Mann ist das eigentlich?

Aber Danke... :)

1:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Meinst du Peter Siegfried Krausenecker? Ja?

1:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nein, ich meine Peter Kraus eines skuespiller im das series Six Feet Under!!

1:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home