Spælingar: Pirringur dagsins

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Pirringur dagsins

Ég er orðin meira en hundleið á því að vera endalaust að lesa texta eeftir kallpunga um einhverja kallpunga sem voru pirraðir út í kallpunga og fóru þess vegna í stríð við þá. Þá urðu einhverjir aðrir kallpungar hundfúlir og töluðu við aðra kallpunga sem þekktu enn aðra kallpungana og þeir fóru í stríð við fyrstu kallpungana. Svo þegar kallpungarnir eru búinir að eyðileggja allt sem er hægt að eyðileggja þá fara þeir að rabba saman og fá kannski til liðs við sig aðra kallpunga sem gefa stríðandi kallpungum ráð um hvernig eigi að haga sér gagnvart þessum kallpungum. Þá nást kannski sættir við kallpunga, þeir gefa sonum fúlra kallpunga konungsdæmi og enn öðrum sonum ríkidæmi. Svo skiptast þeir á vopnum og gefa hvor öðrum vindla. Enn áður en langt um líður kemur fram enn annar kallpungur sem er fúll af því að synir hans fengu ekkert land, eða vindla eða vopn og fer í fýlu við þá kallpunga. Þá hefst hringavitleysan enn á ný og kallpungar eru drepnir (ásamt nokkrum fleirum sem aldrei er minnst á) og þá þarfa að drepa enn aðra kallpunga og aðstandenur þeirra kallpunga drepa aðstandendur hinna kallpunganna og svo framvegis og framvegis þar til flestir kallpungarnir eru líklega búinir að gleyma af hverju þeir voru að rífast, fyrir það fyrsta. Þetta minnir mig að miklu leiti á samskipti barna á leikskólum...
You get my point?



Af hverju í ósköpunum er ekki minnst á það sem konur voru að gera? Er það barasta ekkert mikilvægt vegna þess að þær voru kannski ekki þekktastar fyrir það að rífa í hárið hver á annarri og stinga fólk til bana? á ekkert að minnast á þær af því að þær hafa hingað til ekki verið áberandi í stjórnmálum? Er það það eina sem gildir? Djöfull er ég orðin hreint andskoti leið á því að lesa um dyntótta og freka einræðisherra sem giftust skrilljón konum og eignuðust olíu og semja svo sín á milli um vopnakaup. Jiminn eini og jedúdda! Það er eins og saga heimsins byggist einvörðungu á kallpungum og að helmingur mannnkyns hafi ekki verið til fyrr en jú, kannski seinustu tuttugu árin. Kannski. Maður gæti efast um það miðað við hvernig áherslan í "mannkynssögunni" er. Kannski var fyrsta konan ekki sköpuð fyrr en fyrir 30 árum. Ef mamma mín væri ekki eldri en það gæti ég alveg fallist á þá skýringu.

Eeeeeen svo er annað sem pirrar mig óendanlega mikið, og þá líka í fari sjálfrar mín, og það er að þrátt fyrir að konur séu fleiri meðal sagnfræðínga, mannfræðinga og svo framvegis og framvegis, þá er lítið sem ekkert vitnað í þær. Jú þær fá kannski að vera með í neðanmálsgreinum og svo búið. Af hverju af hverju af hverju? Eru þær lélegri eða er erfiðara að finna greinar eftir þær eða eru þær bara taldar púkó og þess vegna hallærislegt að vitna í þær? Tja, maður spyr sig.

Ætla hér með að benda á nokkrar konur sem hafa skrifað um málefni Mið-Austurlanda:
Fatima Mernissi. 1992. Islam and Democracy: Fear of The Modern World.
Nikki Keddie
Elizabeth W. Fernea (grein eftir hana er í bókinni sem við vorum með í Vinnulagi)
Geraldine Brooks
Leila Ahmed. Women and Gender in Islam.

plús

The Association for Middle East Women´s Studies: www.amews.org

Takk fyrir og lifið heil.
//eög

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er alvöru færsla!
oh sakna þín Elín Ösp við gætuum rætt aþetta svo mikið þarna í ganginum eða hvar sem er...

6:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já gæti trúað því að undirlag gólfsins þarna rétt fyrir framan herbergin sé jafnvel aðeins lélegra allavega notaðra;)

en söguritun er fáránleg, hvernig getur kúrs til dæmis heitið kenningar í félagsvísindum og fjallað um 4 kalla og enga konu!? það er mér hulið!!! og er jafnvel pínu sár því einn kennarinn vinnur fyrir jafnréttisstofu!!

7:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er bara andskotans helvítis djöfulsins kjaftæði og ég er búin að fá mig fullsadda af þessu! Samt heldur maður áfram að lesa allt um og eftir "þessa helstu" kalla.... ARG! Mér er skapi næst að gefa skít í þessa sögutíma og segja mig úr þeim. En það er kannski bara skoðun dagsins í dag því efnið er engu að síður áhugavert. Það er bara svo fokking leiðinlegt að hlusta ENDALAUST á sögu um kallpunga.

Já, ég væri vel til í að vera stödd á ganginum góða núna.

7:37 e.h.  
Blogger Katla said...

Yeah! Eg er lika brjalud, alveg endalaust er eg brjalud yfir ollu og thad er fokkings otholandi. Var i gaer ad hafa thad notalegt yfir heimildarmynd um tonlistarstefnu nokkra, 90 minutna langa, rakin var saga hennar, helstu ahrif og hvad vaeri i gangi i dag. Ekki ein einasta kona virdist hafa komid nalaegt thessu. 30 ar og engin kvenmadur... Ju ein, sem hafdi verid fengin af kallpungunum til ad syngja. Fokkings helvitis ogedslegi vidbjodur. Ja, og svo gengur vidurstyggd a svid med hljodfaeri sin og allir hugsa barasta nei skog, kellingar barasta eitthvad ad tja sig... Geta thaer thad lika? Eg vil vera frumkvodull. Eg vil skapa tonlistarstefnu sem meirihlutinn i er konur, en ad hun odlist somu virdingu og athygli og adrar tonlistarstefnur og fjalli ekki um thad hvad thad er fokkings otholandi ad vera feministi i thessum heimi.

2:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HEYR HEYR!
Takk fyrir að vera jafn ógeðslega fokking pirruð!

Það er af svo endalust mörgu að taka til að pirra sig að ég gæti barasta....nei, ég ætla ekki að segja það... Ætla bara að nefna eitt sem ég held að laaaaaaangflestar stelpur og konur sem ég þekki hafi lent í, og það er að ef þær eru að segja skoðun sína á einhverjum málum eða eru pirraðar vegna einhvers og hundfúlar (rétt eins og ég er núna), þá er spurt: ertu á túr eða hvað?

NEI! Ég get haft skoðanir og verið pissfúl án þess að komi að nokkru leiti til vegna þess að blóð vætlar út um klof mitt.

Góðar stundir.

p.s. helvítis eðlishyggja.

3:12 e.h.  
Blogger Katla said...

Einnig er hugsanlegt að langt sé síðan limur hvíldi í leggöngum manns.

1:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

emphasis berlin certify tank emerging events chantilly throbbing derivatives rick muslims
lolikneri havaqatsu

4:27 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home