Spælingar: Vangaveltur

föstudagur, febrúar 16, 2007

Vangaveltur

- hvers vegna var enginn af spámönnunum kona? Samanber Jesú og lærissveinana, og svo Múhameð? Abraham og Móses og svo framvegis? Jú, það eru einhverjar konur nefndar hér og þar, auðvitað María mey, svo Khadija ein af konum Múhameðs og dóttir Múhameðs Aisha. En enginn af þeim hefur fengið spámanns/boðbera statusinn. Hví?

- er það tilviljun að orð sem tákna ómanneskjulega hluti í fleirtölu í arabísku, taka með sér lýsingarorð í eintölu kvenkyni? Nei, bara svona pæling...

- af hverju hafði Múhameð ekki vit á því að skipa eftirmann sinn áður en hann dó? Hann hefði getað komið í veg fyrir þessar fyrirsjáanlegu deilur hjá fylgjendum sínum um hver átti að taka við af honum. Umræður/deilur sem hafa staðið frá 7. öld og fram til dagsins í dag. Varð meira að segja vitni að þeim í tíma í gær (sunni vs. shii, friðsamlegt þó, engar meidsjör Íraksdeilur...).

- hví tókst mér ekki að baka súkkulaðiköku á mánudaginn þrátt fyrir að hafa fylgt uppskritinni í hvívetna? Kenni kökuforminu um, hefði átt að nota ofnskúffu.

-Heyr heyr og hrós til Jóhönnu Sigurðardóttur þingkonu sem lætur í sér heyra og mótmælti helvítis okurgræðgi bankanna á Íslandi og þeirra vaxtafáránleikum. Bendi á www.meinhorn.blogspot.com og þeirri útrás sem þar er tjáð vegna þessa (ath, ekki misskilja orðið útrás, einu sinni var það notað til að lýsa tjáningu tilfinninga: útrás. Þetta er eitt af því sem bankarnir hafa eyðilagt).

- finnst fólki það skrýtið að gerðar séu athuganir við klámráðstefnu sem halda á á Hótel Sögu í mars? Er það undarlegt að mótmæla iðnaði sem gengur að mestu leiti út á að niðurlægja konur og sýna ofbeldi gegn þeim sem sjálfsagðan hlut? Ég bara spyr.

- hvað finnst ykkur um þetta: "Pornography exist because men despise women. Men despise women beacause pornography exists." Hm...

Bið ykkur vel að lifa og koma fram við hvort annað af virðingu. Sengjú.
//eög





Mynd eftir Alberich Mathews.
Tekið af http://www.flickr.com/photos/alberich/361358991/

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Afhverju er nidurgangur til?
Hver fann uppa ogedssamlokum?
En vonandi verdum vid komnar heim til ad motmaela klamradstefnunni. Flott setning, adalega seinnihlutinn!

10:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Okei, ekki kommenta á þessa færslu! Er það af því ég setti væmna mynd með? Ha? Þoriði þá ekki að bendala ykkur við þetta? Svei.

1:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hei og hola. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki kommentað fyrr er sú að það var skrifað ofan í þig af einhverjum kúbverskum konum. Þannig fór færslan framhjá mér.

Sammála hverju orði nema kannski um kökuformið. ég veit ekki alveg heldur af hverju þetta klúðraðist nema það hafi bara ekkert klúðrast? Hmmm?? Með spákonurnar, ég held að þetta séu samantekin ráð karla sem sátu karlaráðstefnu þegar ritin voru í smíðum og þeir tóku allar konur út. nema önnu í biblíunni sem var stórgáfuð og lofsöng Jesúsbarnið.

mig langar í súkkulaðiköku(r). kannski maður baki?

Blez í bili...Siggaligg

12:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þökk. Ég á þig alla vega enn sem vinkonu ;) Svo tel ég líklegat að þú hafir mikið fyrir þér í þvíað haldin hafi verið ritskoðunarráðstefna hér í denn.

Er að byrja að baka bolludagsbollur svo þú ert velkomin hingað ef þig vantar sætindi. Þið hin líka.

2:44 e.h.  
Blogger Guðrún Vald. said...

Fyrirgefðu elskan mín að ég hafi ekki kommentað á þessa færslu.
Þetta eru magnaðar spurningar sem þú setur fram og mætti ræða lengi hverja þeirra. Þú yrðir góður lögfræðingur (eða ekki, ég veit það ekki), því þær eru mjög leiðandi ;)
Heilinn minn er ofsteiktur af verkefnavinnu svo ég læt vera að rembast við að leggja gáfuleg orð í púkk.

8:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home