Aftöppun pirrings og pælinga
Nú er af mörgum talið vera einstaklingsfrelsi á Íslandi. Hver og einn einstaklingur sé metinn af eigin verðleikum og komi þar ekkert annað til. Alls ekki kyn. Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér seinustu mánuði. Þar sem að ég er kona eigi einsömul hefur það runnið í gegnum hugann hvort stelpa eða strákur muni koma í heiminn eftir nokkra mánuði. Að sjálfsögðu er vöngum velt yfir því eins og öðru.
Þegar fólk hefur frétt af óléttunni er ég af langflestum spurð hvort ég viti hvort kynið það sé. Og af hverju ég vilji ekki vita hvort kynið það sé. Ef ég á að vera hreinskilin þá fer það svolítið í taugarnar á mér. Ekki vegna þess að forvitnin sé óvenjuleg heldur vegna þess að þetta er það fyrsta sem kemur upp í hugann.
Af hverju ættu konur að vilja að fá að vita hvort kynið þær ganga með? Bara af því að það er hægt? Eða af því að þá er hægt að kaupa meira bleikt eða meira blátt? Eða af því að það nær þá öðrum tengslum við barnið? Út frá mínu sjónarhorni séð þá virðist það eingöngu vera til þess að umhverfið geti farið að undirbúa komu þess, sem er vel, en út frá hverju?
Stöðluðum hugmyndum um kynin? Að stelpa þurfi meira krúttlegt og sætt í kringum sig en strákurinn töffaraumhverfi? Spyr sú sem ekki veit. En mér finnst þetta benda ansi mikið til þess að hugmyndir um eðishyggju kynjanna sé enn mjög sterk.
Ekki misskilja. Meiningin er ekki að úthúða þeim sem vilja fá að vita hvers kyns barnið er, heldur tilganginn með því.
Svo finnst mér eitt ansi skondið. Það er þegar barn í móðurkviði sparkar kröftuglega og því er strax gefið að vera strákur. Eða þegar barnshafandi kona heldur mittinu og barnið er strax talið vera stelpa. Ókei, þetta geta verið skemmtilegar ágiskanir en eigi að síður stundum þreytandi því þær gefa til kynna ansi mikla einfeldni á eiginleikum manneskja. Það getur verið áhugavert að skoða úrval barnafata í verslunum út frá þessu, en er svo sem önnur umræða.
Að segja að kyn skipti ekki máli þegar allir eru ólmir að vita hvort kynið þú sért og gefa þér eiginleika út frá því, meira að segja áður en þú ert komin í heiminn, finnst mér vera fráleitt.
Takk fyrir og lifið heil.
Hvort sem þið eruð strákar eða stelpur ;)
//eög
Þegar fólk hefur frétt af óléttunni er ég af langflestum spurð hvort ég viti hvort kynið það sé. Og af hverju ég vilji ekki vita hvort kynið það sé. Ef ég á að vera hreinskilin þá fer það svolítið í taugarnar á mér. Ekki vegna þess að forvitnin sé óvenjuleg heldur vegna þess að þetta er það fyrsta sem kemur upp í hugann.
Af hverju ættu konur að vilja að fá að vita hvort kynið þær ganga með? Bara af því að það er hægt? Eða af því að þá er hægt að kaupa meira bleikt eða meira blátt? Eða af því að það nær þá öðrum tengslum við barnið? Út frá mínu sjónarhorni séð þá virðist það eingöngu vera til þess að umhverfið geti farið að undirbúa komu þess, sem er vel, en út frá hverju?
Stöðluðum hugmyndum um kynin? Að stelpa þurfi meira krúttlegt og sætt í kringum sig en strákurinn töffaraumhverfi? Spyr sú sem ekki veit. En mér finnst þetta benda ansi mikið til þess að hugmyndir um eðishyggju kynjanna sé enn mjög sterk.
Ekki misskilja. Meiningin er ekki að úthúða þeim sem vilja fá að vita hvers kyns barnið er, heldur tilganginn með því.
Svo finnst mér eitt ansi skondið. Það er þegar barn í móðurkviði sparkar kröftuglega og því er strax gefið að vera strákur. Eða þegar barnshafandi kona heldur mittinu og barnið er strax talið vera stelpa. Ókei, þetta geta verið skemmtilegar ágiskanir en eigi að síður stundum þreytandi því þær gefa til kynna ansi mikla einfeldni á eiginleikum manneskja. Það getur verið áhugavert að skoða úrval barnafata í verslunum út frá þessu, en er svo sem önnur umræða.
Að segja að kyn skipti ekki máli þegar allir eru ólmir að vita hvort kynið þú sért og gefa þér eiginleika út frá því, meira að segja áður en þú ert komin í heiminn, finnst mér vera fráleitt.
Takk fyrir og lifið heil.
Hvort sem þið eruð strákar eða stelpur ;)
//eög
13 Comments:
Þarna er ég alveg sammála þér! (geri ráð fyrir að ElínÖsp hafi skrifað þennan pistil;) Konur voru alltaf að segja mér þegar ég var ólétt að þær hafi tengst barninu sínu miklu meira af því að þær vissu kynið. Ég hef svo sem ekki samanburð en mér fannst ég tengjast mínu barni alveg heilmikið en ekki sem kyni, heldur persónu. Ég átti líka alveg dæmigerða "stelpumeðgöngu"; hélt mittinu, kúlan stóð beint útí loftið, barnið sparkaði frekar létt og yfirvegað. Svo kom nú bara strákur út!
Ég er núna oft að hugsa hvað ég segi mikið við Torfa hvað hann sé flottur STRÁKUR, sætur STRÁKUR, yndislegur STRÁKUR og svo kalla ég hann mjög oft Torfa-strákinn minn. Ætli maður sé að koma inn of mikilli vitund um kyn hjá þessum börnum? Ætli þetta orðalag ýti undir að þau leita í hin dæmigerðu kynjahlutverk, stelpur vilja bleikar dúkkur og strákar bláa bíla?
Afsakið þetta langloku-komment, ég er heima allan daginn og get því velt mér uppúr eigin hugsunum.
Þökk. Því fleiri og lengri komment því betra :)
Af hverjum á maður aldrei gera neitt í friði, á sínum forsendum án þess að um leið fari aðrir að gera manni upp skoðanir, tilgang og meiningar?
Mér fannst ég ná öðrum tengslum við börnin mín í móðurkviði með því að vita kyn þeirra. Nákvæmlega sama tilfinning helltist yfir mig þegar ég fékk að vita kynið á stelpunni minni eins og þegar ég vissi að Geir væri strákur. Punktur. Ef öðrum finnst óþægilegt eða engu máli skipta hvort hann viti kynið eða ekki þá er það bara fínt og óþarft af mér að byrja að lesa eitthvað í það val viðkomandi. Það þarf ekki að verða pirraður bara af því að aðrir velja ekki það sama og maður sjálfur.
PLÍS sýnið sömu virðingu. Vinsamlegast.
Eins og ég sagði þá er ekki meiningin að úthúða fólki. Þetta er bara pæling um það þegar talað er um að kyn skipti ekki máli. Almennt. Í samfélaginu. Það finnst mér undarlegt þegar við erum hvort eð er alltaf að skipta fólki í kassa. Þá skiptir það víst máli.
Afsakið ef þér finnst að þér vegið :) Þetta átti ekki að vera neinn óvirðingarpistill.
Mér finnst sjálfsagt mál að fólk fái að vita kynið á ófæddu barninu sínu, ég vildi gera það en ekki Oddur, ég hefði ekki getað þagað svo hvorugt okkar fékk að vita. ;) Mér fannst bara algengt að konur segðu mér að ég tengdist barninu minna af því að ég vissi ekki kynið. Kannski er það alveg rétt, en ófrísku-hormónarnir mínir móðguðust oft voðalega. :)
Ég hef ekki hugmynd um hvort fólk tengist börnum betur ef þau vita kyn eða ekki. Og mér er alveg sama satt best að segja, held að það fari frekar eftir einstaklingum en að einhver regla sé í þessu. Mig langaði bara að fá að vita kynin á börnunum mínum og langar lítið að lesa á bloggsíðum að tilganginum með því sé úthúðað.
Ég er mjög viðkvæm fyrir því þegar manni eru gerðar upp skoðanir eða þegar fólk heldur sig vita betur hvað er á bak við gerðir manns en maður sjálfur.
æ sorrí, ég veit alveg að þú ætlaðir ekkert að vera að gera fólki upp skoðanir.
Er eitthvað æst þessa dagana og í vörn yfir öllu sköpuðu. Ætli það sé ekki hin reykvíska rigning sem valdi þessu ;-) allavega ekki hormón. Var að lesa grein eftir þekktan lífeðlissálfræðing sem hafnar því að hormón geti komið af stað þunglyndi eins og fyrirtíðarspennu og fæðingarþunglyndi. Segir það enn eitt dæmið um karlrembuafgreiðslu á þörfum og tilfinningum kvenna! hehehe
kossar og knús.
Áhugaverðar spælingar :)
Held við getum allar verið sammála um hræsnina í staðhæfingum sem segja kyn ekki skipta máli. Það skiptir hellings máli á trilljón vegu og má sjá það birtast allstaðar (td. í misrétti..).
Þar sem kyn skiptir enn miklu máli í þessu samfélagi er áhuginn á því alls ekkert skrítinn held ég...
(ekki að kyn muni nokkurtíman hætta að skipta máli að öllu leiti auðvitað)
Vá málið er sem sagt að skrifa um börn til að fá komment...þetta hljóta að vera með bestu rökræðum sem hér hafa komið fram í langan tíma!!! Samt hefur verið farið um ansi víðann völl..;)
Já merkilegt. Tvær pælingar um þetta:
1. Mamma mín vildi vita kynið á okkur báðum, einfaldlega vegna þess að það var hægt, og henni fannst eðlilegt að hún vissi allt sem læknirinn/hjúkrunarfræðingurinn vissi. Pælingin sumsé að þú sért í sónar með barnið þitt á skjánum og einhver manneskja út í bæ veit eitthvað sem þú veist ekki um barnið þitt.
2.Þegar mér var sagt að kona nokkur ætti von á stelpu varð ég alveg "JIBBÍ, JEI! EN GAMAN!", og var þá spurð: "Nú? Væri sumsé ekki jafngaman ef þetta væri strákur." Ég kom eins og álfur út úr hól: "Ha...? Jú! Hvað meinaru? Bara ótrúlega gaman og spennandi að vita eitthvað um þessa nýju manneskju sem er að fara að koma í heiminn!" (ætla rétt að vona að ég hefði orðið jafnrífandi spennt ef það hefði verið strákur).
Hahah Skemmtilegar vangaveltur.
Núna með seinna barn þá fékk ég að vita kynið en Óskar pabbinn vidi það ekki. Þannig að alla þessa meðgöngu þá vissi ég að það var typpalingur á leiðinni meðan hann hafði ekki hugmynd, það var svoltið cool og ég er sérstaklega stolt yfir því að hafa getað haldið því lengur þangað til í fæðingunni. "Fer hann ekki að koma" ??
Hlakka til að sjá þig sæta xxx
Dóttir mín sparkaði langtum meira en bróðir hennar. Það var hún sem vakti mig upp með látum um miðjar nætur meðan ég fann varla fyrir honum. Þetta hef ég nú heyrt frá fleiri konum sem eiga bæði kynin.
Er hitt ekki bara af því stelpur EIGA að vera rólegri ... þær eru það ekki ef þær frá að vera villingar í friði ... bestar þannig ;-)
BTW til hamingju með tilvonandi fjölgun ...
Jeremías...! Held við sláum kommentamet með þessu, sem er ekki verra. Gaman að fá að heyra mismunandi skoðanir, er ekki leikurinn til þess gerður? Svona sprengjur verða bara að fá að falla svo fólk tjái sig...ekki satt? ;)
p.s. Takk Júlía :)
Skrifa ummæli
<< Home