Do I Look Like a Terrorist?
Hvernig á hryðjuverkamaður að líta út?
Ég hef verið að velta þessu fyrir mér í sambandi við síðuna indefence.is. Þegar hryðjuverkalögin voru sett á í Bretlandi var bent á það að þau myndu mjög líklega vera notuð í röngum tilgangi og að slík lög myndu skerða brogaraleg réttindi þegna landsins. Þó ég haldi ekki að það sé ætlunin þá koma myndirnar á indefence.is af hvítum Íslendingum með skilti sem á stendur ,,Do I look like a terrorist?" út eins og það sé alveg fáránlegt að setja hryðjuverkastimpilinn á vestrænt, norrænt, kristið og umfram allt hvítt fólk. Er það virkilega okkar besta vörn að benda á það að við séum ekki múslimar eða með "arabaútlit"? Ég held að það væri sterkara af okkar hálfu að skoða hryðjuverkalögin sjálf og gagnrýna þau almennt og nota okkar dæmi til þess að benda á að umdeilt er hvort þau eigi rétt á sér. Þetta er smá vangavelta. Ég held að þeir sem myndað hafa sig með skilti sem á stendur "Do I look like a terrorist?" eða "Do you really think I am a terrorist?" hafi ekki leitt hugan að merkingu útlits síns og upruna.
5 Comments:
Góður punktur.
Glæpamenn líta nú oftast bara út eins og fólk er flest. Sem sagt, sem Kínverjar.
DJÓÓÓÓÓÓÓK!
En í alvöru, þetta er mjög áhugavert sjónarhorn. Getur hvítt fólk uppi í sveit ekki verið glæpafólk.....? Hmmm
//eög
Ég hef einmitt aðeins verið að pæla í þessu.
Að mörgu leyti finnst mér þessi myndasería ágæt, fólk er bara að leggja áherslu á það að við erum venjulegt fólk en ekki hryðjuverkamenn. Hinsvegar er líklega enn meiri þörf á svona ímyndarherferð í löndum sem eru að kljást við þessar djöfulsins staðalímyndir. Það gæti verið sniðugt að taka myndaseríu af írökum og írönum við dagleg störf og með fjölskyldum sínum undir svipuðu slagorði. Bara pæling samt.
Alveg sammála en þetta var bara eitt af mörgum ,,slagorðum" það var líka fólk með spjöld sem á stóð: I´m not a terrorist...
Mér finnst þetta ágætisframtak og mun betra en að gera ekki neitt..
valdís björt
já einmitt, flestir voru nú með þetta i´m not a terrorist sem var hið fínasta slagorð. Tek líka undir með valdísi að það er betra að gera eitthvað en ekkert.
Mér finnst reyndar góð regla að gera ekkert nema rétt... Svo oft er mun betra að gera ekkert heldur en bara eithvað
Skrifa ummæli
<< Home