Spælingar: Hvað er svona scary við píkur?

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Hvað er svona scary við píkur?

sæl,

rakst hérna á afar áhugaverða grein um lýtaaðgerðir á píkum sem mig langar að deila með áhugasömum

http://www.thefword.org.uk/reviews/2008/09/the_perfect_vag

Það er alveg hreint ótrúlegt hvað fólki dettur í hug, sérstaklega þegar kemur að kvenlíkamanum. Það er eins og hann megi alls ekki bara vera....nei, nei eitthvað verður að gera við hann, ráðskast með hann, breyta honum. Til að gera hverjum til geðs?

Mjög góður punktur í greininni snýr að því hvernig margar af þessum kröfum reyna að þröngva kvenlíkamanum í barnslíkama!! Það finnst mér óhugnarlegt svo vægt sé til orða tekið!!

Hvaðan kemur þessi gífurlega hræðsla við fullorðnar konur sem er svo mikil að gera verður fullorðnar konur með fullorðnar langanir að litlum (og þá væntanlega saklausari og meðfærilegri) stúlkum? Konur sem gangast upp i þessa ímynd (og ég er EKKI að fordæma þær hér) verða í rauninni (í lokaútgáfu) ekkert langt frá þessum blessuðu sílikon dúkkum...

Hvað kemur næst? Mig langar næstum því ekki til að vita það....

kveðja,
Valdís Björt

6 Comments:

Blogger sveimhugi said...

Það er mjögg óð grien sem birtist nýlega á sömu síðu um aðgerðir sem gerðar eru á konum þar sem móðurlífið er tekið úr. Það virðist ekki vera áhugi til staðar hjá læknum að leifa konum að halda móðurlífinu séu þær búnar að gegna hlutverki sínu, eignast börn... Svo hún spyr hvort kynfæri kvenna séu bara óþörf. Mjög áhugaverð grein...

1:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ok, ég tjékka á henni!!
svo sá ég þessa síðu auglýsta á strætó:

www.stjornustelpur.is

veit ekki alveg hvað mér finnst um hana....

kv,
valdís björt

10:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sama tuggan kemur alltaf fram. Sú áhersla að konur geti nær eingöngu öðlast sjálfsöryggi í gegnum útlit sitt. Hvort sem það snýr að lafandi kynfærum, of loðnum augabrúnum, feitum rassi eða fötum.

Útlitið virðist vera sá þáttur sem skapar sjálfsmynd og sjálstraust kvenna. Ekki hæfileikar þeirra.

Einhvern veginn finnst mér eins og þessu sé öfugt farið hjá körlum. Leiðréttið ef ég fer með rangt mál.

//eög

8:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi stjörnusíða er örugglega ágæt. En eins og áður held ég að hugsanlega sé of mikil áhersla lögð á "sætindi", það að vera sæt. Það er gott og blessað að vera sæt og hafa sig til, ekki misskilja, en þegar það verður að grunninum fyrir þínu sjálfstrausti þá veit ég ekki hversu gott það er.

//eög

8:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

einmitt hvað er það nákvæmlega sem er svona flott við að vera prinsessur? vita börn almennt hvað prinsessur gera eða gerðu hér áður fyrr...?

ég er að spá í að gera "rannsókn" á þessu með einhverjum hætti í leikskólanum: hugmyndir stúlkna um prinsessur? hvað er svona gott við að vera prinsessa?

kv,
valdís björt

9:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég spurði einu sinni tvær stelpur á leikskólanum, fjögurra ára, hvað þær væru þann daginn.
Þær voru prinsessur.
Já og hvað gera prinsessur, spurði ég.
Þær göptu bara og horfðu á mig eins og ég væri gagagúgú.
Prinsessur? Þær eru prinsessur!, var svarið.
Þegar ég innti þær nánar eftir því var nefnt að þær greiddu á sér hárið og færu í fína kjóla.
Þegar leiðinlega konan spurði svo um áhugamál og hvað prinsessur gerðu á daginn var fátt annað um svör...... þær urðu enn gáttaðri þegar ég nefndi að prinsessur ynnu kannski sem bakarar á daginn og þætti gaman að hjóla og væru mikið fyrir slökkviliðsbíla.

Mæli með svona rannsóknum, mörgum mörgum. Það er svo gaman að heyra svörin. Svona oftast.

//eög


p.s. kúkum á kerfið.

1:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home