Bryster
Ein spurning:
Hver fann upp brjóstahaldarann? Og hvenær? Ég meina, voru neandertalskonur reyrðar um bringuna til að forðast óþægilegan hristing júgra sinna eða kom kannski ekki til þess vegna þess að þær voru heima við og ekki mikið að hoppa? Eða var það karl sem fann hann upp? Annað eins hefur nú gerst, kallpungar að koma fram með einhverja vitleysu handa konum. Ekki það svo sem að brjóstahaldarar séu vitleysa. En hvurnig kom þetta til?
Sé þetta fyrir mér: "Olga (formóðir hollenskra fræðikvenna) varð í fyrsta sinn vör við ógeðslega könguló, fyrir langa langa löngu, og brá svo mikið að hún stökk upp úr steinstólnum sínum og hljóp í burtu. Fann hún þá fyrir eymslum í spenum sínum á bringunni því þeir voru gildnir mjög. Til að geta hlaupið frjáls um í haganum þegar kóngulær létu á sér kræla ákvað hún að reyra brjóst sín haganlega niður."
Nei í alvöru, hafiði hugmynd um sögu brysteholdere? Hvenær kom þörf til þess að halda þeim niðri? Þegar konur fóru að stunda ríðingar? Ég átti við á hestum dónarnir ykkar!!!
//eög
17 Comments:
Rétti upp hönd allir þeir sem lásu næst seinustu setninguna tvisvar áður en þeir lásu þá seinustu ...
:-D
He, he, he ...
ég held að rasskinnar hafi fundið upp brjóstahaldara.
Hönd!
En ég er ekki sammála með að brystehallerer eigi að halda brjóstum niðri. nema þá kannski íþróttabrjóstahaldarar sem virka alltaf eins og þeir séu aðeins of litlir. En eru margir brjóstahaldarar einmitt til þess að ýta brjóstunum upp? Koma þeim á framfæri og auðvelda þeim að sjá frammá veginn? Jah, það held ég. Svo eru sumir sem færa þau nær hvort öðru, til að koma í veg fyrir einmannaleika og líka til að halda betur hita á plássinu sem er á milli þeirra. In the 80' voru þeir líka einkar nytsamlegir í að halda axlarpúðunum á sínum stað því þá var hægt að stinga þeim undir hlýrann. Gott er að geyma kveikjara eða annað smávægilegt í milliskálarstykkinu og svona má lengi telja. Notagildi þessara litlu greyja er ótrúlegt. allavega þakka ég þeim að nú er mér hlýtt á geirvörtunum. takk fyrir.
Margir góðir punktar þar :) Hm, kannski upphafið hafi þá verið það að konur fengu ekki næga athygli, skal engan undra, þannig hafa þær í það minnsta oft verið skildar aaaaleinar eftir og útundan í rannsóknum á mannkyni, ættum kannski að fara að tala um kvennnnnkynið í heiminum...?, hm, já, og að brysteholdere hafi fyrst gengt því hlutverki fyrir karla með brjósta-athyglisbrest?
ég geng aldrei í þessu helvíti og hef komist að því að það ríkja miklir fordómar gegn stinnum geirvörtum, svona "matter out of place" dæmi!!!! Og stelpur án brjóstahaldara fá mikla athygli, samanber stúlku nokkuð stórbrjósta er var með mér í leikfimi, hún fékk strákana til þess að horfa á selpurnar spila...þannig að athygli já, jákvæð nei!!!
valdís
Hm, nei þetta passar, purity and danger, public/private, svo kona gerist nú hátíðleg. En hvernig byrjaði þetta þá allt saman? Skiliggi. Verð að fara að gúggla sögu brjóstahaldara... bless á meðan.
Alveg pottþétt sem þægindarauki, áttu konur ekki oft heilan glás af börnum hér í denn og þá hefur nú verið þægilegra að hafa smá poka svo þau héngu ekki niður í götu. En svo sér maður í svona átjándu-aldar myndum að kvennsur voru í rosa kjólum og þá voru þær reyrðar um mittið og brjóstunum ýtt upp svo þau bolluðu næstum uppúr, kannski var það upphafið...?
Brjóstrahaldralaus? Ái ... vildi að ég gæti gengið þannig.
Ef maður er með X stór brjóst þá er VONT að vera brjóstrahaldralaus. Ekki hef ég áhuga á því að vera með glóðurauga á báðum...
Hahaha glóðurauga á báðum hahahaha!
Ég held það sé mjög líklegt að brjóstarhaldarar hafi fundist upp sem hagnýtt tæki til þess að auka þægindi kvenna. Einnig finnst mér líklegt að kona hafi fundið hann upp, þar sem konur klæða sig oftast sjálfar eða? Ég hef mikla unun á þessari græju en hef hinsvegar aldrei skilið kvöðina a ALLIR verði að nota hana ALLTAF, hvað er það? Konur eru jú eins misjafnar og þær eru margar. Ég finn alls ekki alltaf þörf fyrir brjóstararahaldaranum (á næstum bara einn). Fór td út að skokka áðan (já varð að monta mig fór út að skokka!) án brjóstahaldara (bh er samt uppáhalds orðið mitt yfir hann) og það var hið besta mál, en hefði ekki gengið hefði ég ekki verið í þröngum hlírabol sem heldur og of lítilli hettupeysu sem heldur líka. Ætli brjóstahaldarar hafi ekki byrjað sem toppar og svo hafi spöngin komið til þegar allt fór að síga undan toppinum hmmm
Já ég get skrifað endalaust um þetta en ég get ekki skrifað ritgerð!
óþolandi! Hver fann upp ritgerðir? maðru spyr sig!
Hafið það gott annars
ef það voru karlmenn sem fundu upp brjóstahaldarann, mikið hljóta þeir þá að sjá eftir þeirri uppfinningu. Mér hefur sýnst að þeir sé til í að leggja ansi mikið á sig til að fá konur úr honum!
Þessi var nokkuð góður ... það hljóta því að vera konur sem fundu hann upp.
Já, ég hugsa að maður verði að veita konum svolitla gerendahæfni, líklega var það einhver Marie Curie brjóstavísindanna sem fann upp brjóstahaldið en svo hafa nú hinir ýmsu hommar bætt við og skorið af honum og nú getur maður vafið brjóst sín demöntum!!!! Ætli það fáist glitrandi pungbindi eða eru þeir ekki metnir eins að verðleikum...? Efni í nýjan pistil?
valdís
Ég nota aldrei brjóstahaldara, miklu betra að leyfa bara að flaksa um :)
Ef ég blogga um pungbindi, ætli það myndi blossa upp svipuð umræða?
Já, ég er viss um það, prófaðu! Alltaf gaman að lesa um hjartans mál... :)
hey, þessi fjöldi kommenta hlýtur að teljast vallarmet....guði sé lof fyrir klámvæðinguna!!
valdís
Jónas, prófaðu það og sjáðu hvað gerist. Fylgist spennt með :-)
Skrifa ummæli
<< Home