Spælingar

miðvikudagur, nóvember 08, 2006


Hvar skal byrja?
Fór á upplýsandi fyrirlestur í dag þar sem blaðamaðurinn Dahr Jamail sagði frá dvöl sinni í Írak þar sem hann skoðaði fréttaflutning mismunandi fjölmiðla. Hann gagnrýndi harkalega þá deyfð sem ríkir hjá bandarískum fjölmiðlum og sagði þá hafa brugðist skyldu sinni sem blaðamenn. Þar talaði hann um hvernig fjölmiðlar eru í síauknum mæli að vinna fyrir ríkisstjórnina og hagsmunaaðila sem segja þeim hvað þeir eiga að skrifa, í stað þess að fara út í samfélagið, skoða hvað er að gerast og finna þannig fréttir eins og áður var gert. Jamail telur að hlutverk fjölmiðla eigi að snúast um að veita valdhöfum aðhald við vinnu sína og upplýsa fólkið í samfélaginu um það sem er að gerast til svo "raunverulegt lýðræði" ríki.

Í þessu sambandi segir hann að til þess að lýðræði ríki þurfi þegnar að fá nægar upplýsingar svo hægt sé að reka þá sem eru við völd, því ríkisstjórnin á þrátt fyrir allt að vinna fyrir fólkið í samfélaginu. Til gamans má geta þess að íslenska orðið embætti er dregið af orðinu ambátt. Hmm, því má sjá að stöður embættismanna landsins voru í það minnsta upphaflega hugsuð sem þjónustustörf. Ég leyfi mér að efast um að þingmenn hafi það dagsdaglega í huga við vinnu sína.

En höldum okkur við efnið. Stríðið í Írak. Bandaríkjastjórn og bandamenn.

Mig langar til að nefna nokkur atriði sem komu fram á fyrirlestrinum.

-þegar mannfall bandarískra hermanna er nefnt gleymist margt. Þegar samanburður á Víetnam og Írak berst í tal segja margir að þessi tvö stríð séu ekki samanburðarhæf þar sem að svo mikilu fleiri dóu í Víetnam. Hm... eitthvað um 40 þús, ef ég man rétt, í Víetnam á móti um 2800 bandarískum hermönnum hingað til í Írak. Þetta segir samt ekki allt. Til dæmis hafa BNA hermenn miklu betri aðgang að sjúkrahúsum í dag en þá. Flestir sem dóu í V dóu af sárum sínum vegna þess að ekki tókst að koma þeim undir læknishendur. Einn af hverjum þremur slösuðum í Víetnam dó en í dag deyr "einungis" einn af hverjum tíu sem særast. Í dag er hægt að flytja BNA hermenn beinustu leið á bestu sjúkrahús í heiminum á örskotsstundu. Margir enda "bara" slasaðir, aflimaðir, eða heiladauðir og eru því ekki taldir með í tölu látinna (þrátt fyrir að mínu mati þeir væru betur settir dauðir). Hér má að auki geta þess til gamans að við syðri landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó eeru útsendarar Bandaríkjahers á höttunum eftir hermönnum. Það er að segja, Útsendararnir finna fólk sem er áfjáð í að fá græna kortið/landvistarleyfi í BNA, og segja við þau: "hey, ekkert mál, ef þú bara skráir þig í herinn og lýkur herskyldu þinni þá færðu græna kortið eftir á." Green Card Soldiers svokallaðir. Svo fer þetta fólk til Írak og drepst. Það er ekki talið með því það eru ekki bandarískir ríkisborgarar. Í öðru lagi þá er mannfall leiguliða (sem vinna á vegum einkafyrirtækja sem semja við BNA) ekki tekið með í mannfall BNA hermanna en leiguliðar eru á bilinu 25-75 þúsund í Írak.

-Já þetta er fallegt. En þetta hafa fjölmiðlar að mestu látið framhjá sér fara. einnig sú staðreynd að um 1,6 milljónir Íraka eru flóttamenn í öðrum löndum og 1.5 milljónir eru flóttamenn í eigin landi, hafa þurft að flýja heimili sín og flytja annað (Internally Displaced Persons sem fá ekki stöðu flóttamanna því þau eru innan landamæra ríkisins). Fjölmiðlar hafa líka látið það ógert að segja frá hversu mikið ungbarnadauði og barnadauði hefur aukist seinustu þrjú árin (frá innrásinni 2003).

-Enn annað. Uppbygging í Írak já... hvar er hún? Þessi blessaða umræða um uppbyggingu lýðræðislegs samfélags í Írak er bara rugl. Í Írak er lítið gert til þess að bæta aðstæður íbúanna. Langflestir íbúar landsins hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og ef þeir eru heppnir hafa þeir aðgang að rafmagni í tvær klukkustundir á dag. Ímyndið ykkur, ekkert rafmagn. Eins og einn viðmælandi Jamail lýsti þessu: "It´s like we are camping in our houses." Enginn ísskápur til að geyma mat, engin loftkæling á sumrin í 50 stiga hita og svo framvegis. Það eina sem eer byggt upp í Írak er hið svokallaða Green Zone svæði. Svæði í Baghdad þar sem höfuðstöðvar valdaklíkunnar í Írak er, BNA hers og CIA. Þar er bókstaflega fimm metra hár múr í kringum svæði sem er 10x10 kílómetrar á stærð. Þar fyrir innan er fullkomið hótel, líkamsræktarstöðvar, tískuvöruverslanir, veitingastaðir og meira að segja skóli. Það þarf varla að nefna það en enginn Íraki hefur aðgang að þessu svæði. Vinnumennirnir sem byggja þarna háhýsi og fínerí eru fluttir inn frá fjarlægari löndum, flest Asíuríki, bæði vegna þess að þannnig er gróðinn meiri vegna lægri launakostnaðar og vegna óttans um að ef Írakar yrðu ráðnir þá væru þeir njósnarar fyrir andstæðinga hernámsins.
Svo uppbygging á sér stað í búðum hernámsaðila. Olíuleiðslur eru tryggðar en vatnsleiðslur til borgara látnar afskiptalausar.

-Ég gæti haldið endalaust áfram... ef markmiðið með hernáminu væri að byggja upp lýðræðislegt samfélag og styðja Íraka í því þá ættu hermennirnir að drulla sér til þess að gæta landamæranna og leyfa Írökum að sjá um restina. Ef staðsetning herstöðva BNA í Írak eru skoðaðar sést að þær eru langflestar í kringum olíusvæði. Engin landamæravarsla er til staðar.

-Braindrain er mjöööög mikið. Jamail talaði um sjúkrahúsin í Baghdad. Þeirra ástand er vægast sagt slæmt. Eftir áratuga viðskiptabann og nokkur stríð að auki er ekki eftir miklu að slægjast þar. Strax árið 2003 talaði Jamail við lækni á sjúkrahúsi sem sagði að hann hefði notað sprautunálar oftar en einu sinni. Hann vissi vel að það væri algerlega bannað vegna hættu á sýkingu, en sagði að þegar velja þurfi á milli hættu á sýkingu og hættu á dauða þá væri augljóst hvert valið væri. Ábending: árið 2003 voru 34 þúsund skráðir læknar í Írak, árið 2006 voru þeir 18 þúsund.

Aðalatriðið í þessu öllu saman er að fréttamennska í Bandaríkjunum er svo gegnsýrð af gróðahugmyndum þar sem eigendur fjölmiðlla eru spillt stórfyrirtæki sem hafa gífurleg tök á því sem sagt er. General Electric er einn stærsti vopnaframaleiðandi í heimi og það er ekkert agalega góð auglýsing fyrir þau að það sé dag eftir dag verið að sýna sundurtætt og skorin lík í fréttatímanum. Hvað þá að verið sé að fjalla um hlut félagsins í þessum drápum.
Skoða þurfi fréttir með gagnrýnu hugarfari og leita frekar í stöðvar eins og Al-Jazeera sem hafa áreiðanlegri upplýsingar um aðstæður og gera betur grein fyrir því sem er raunverulega að gerast. Fjölmiðlar á Íslandi tel ég að taki allt of mikið af fréttum beint frá bandarískum fjölmiðlum. Svo þeir eru vart skárri. Alla vega hef ég ekki orðið vör við mikla umfjöllun í fjölmiðlum á Íslandi um stríðið í Írak seinustu misseri, hvað þá gagnrýna eða upplýsandi umfjöllun. Því miður.

PLÍÍÍÍS!!! Við megum ekki öll verða eins og þorri Bandaríkjamanna sem með orðum Jamail er:
"the best entertained public but the least informed."

Fyrir meiri upplýsingar um þennan mann og linka á hinar og þessar síður, þar á meðal verkefni sem kallast Mosaic og flytur um hálftíma langa fréttatíma á dag frá Al-Jazeera með enskum texta, sjá:

www.dahrjamailiraq.com

Valdís var líka búin að setja inn helling af linkum hér á síðuna þar sem sjá má mismunandi fréttaflutning á málefnum Ísrael og Palestínu. Sjá hér til hliðar undir Veftímarit og fréttir.

Lifið heil - en ekki í pörtum...

//eög
-hin brjálaða!!!

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ansi hrikalega lesning en frábært að fá að vita þetta ..

Love xxx

3:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þá þetta er ömurlegt. En eins og ástandið er þarna í dag þá gæti það ekki verið verra. Svo BNA her og þeirra félagar ættu að koma sér í burtu til að leyfa Írökum að komast í gegnum þessa krísu. Það mun taka mörg mörg ár en því fyrr sem það byrjar og hernámið endar því betra. Ef BNA-her vill endilega vera áfram ætti hann einna helst að drulla sér til að gæta landamæranna og styðja þannig Íraka við að laga samfélagið ÁN utanaðkomandi afskipta.

p.s. hlakka til að sjá þig um jólin Íris!! :)

4:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mjög nauðsynleg lesning því það er alveg rétt það er afar lítið ef eitthvað fjallað um þessa atburði í fréttum hér. Í gær var um 15 mín löng umfjöllun um flugslysið á Sri lanka árið 1978...allt gott og blessað en mér finnst sjálfri ástandið í írak mun meira aðkallandi!!! Eins og maggi slam sagði þá skiptir það engu máli nema ef fjöldi látinna yfir daginn er 100 eða yfir!!!

ps. í dag hefst þriggja daga þjóðarsorg í palestínu sökum árasa ísraelsstjórnar þar sem meðal annarra létust 8 börn!!!! ISRAEL IS EVIL!! Hvenær endar sú helför eiginlega?!!!

6:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þegar jörðinni verður eytt með kjarnorkuárásum.

7:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

fyrirgefðu sagði ég 8 börn, ég meinti 10....já ég grét yfir fréttunum í dag!!!!
Stundum er bara eitthvað svo auðvelt að verða svartsýnn...

11:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Úff maður fórnar bara höndum, þetta eru svo hrikalegar staðreyndir.

En við gefumst ekki upp og dettum í svartsýnispitt og látum mata okkur! Svo hjartanlega sammála þér Elín, með að við þurfum að vera á tánum og vera duglegar að afla okkur vandaðra upplýsinga. Þannig að áfram, áfram með frábært og þarft blogg!

P.s Plús að skemmtanagildi þess er óumdeilanlegt ;)

9:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

takk áa og ég verð bara að viðurkenna að þessi pistill þinn Elínabösinn minn er með þeim bestu sem hingað hafa ratað!!!

1:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jeminn, þökk fyrir! En svona er þetta þegar mar hlustar á fólk sem gefur manni innblástur og þegar viðbjóðurinn og kaldhæðnin í þessu öllu saman nær tökum á manni.

6:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er svo góð færsla að það þorir enginn að blogga á eftir henni...
hver ætlar að brjóta ísinn?

6:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Setjum bara eitthvað hresst inn ;)

9:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Setjum bara eitthvað hresst inn ;)

9:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home