Spælingar: Þverskurður?

mánudagur, nóvember 13, 2006

Þverskurður?



Já, það kemur skemmtilega á óvart að þegar leitað er eftir myndum af "icelandic people" á myndasíðu gúggl kemur fremst í fararbroddi mynd af Íslendingum að mótmæla meðferð lögreglunnar og íslenska ríkisins á Falung Gong meðlimum sumarið 2002. Það sem á eftir kemur er ekki eins undravert. Bláa lónið og Björk.

Segir þetta þrennt eitthvað um fólk sem býr á Íslandi eða íslenskt samfélag? Hm... ég veit ekki, mótmæli hafa ekki verið sterkasta hliðin í samfélaginu, finnst mér. En ykkur?

Bara svona rétt að spá.
//eög

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jú, ég veit ekki hversu oft ég hef mótmælt í bláa lóninu með björk....óteljandi sinnum að minnsta kosti...;)

en mjög fyndin pæling

ps. ég dýrka six feet under

11:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Talandi um mótmæli, þá eru mótmæli fyrir framan utanríkisráðuneytið á rauðarárstíg vegna fundar valgerðar sverris og sendifulltrúa Ísraels. Mæting 10:45, látið þetta berast!

12:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

í fyrramálið?!!

1:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvaðan koma seinni myndirnar tvær? ...ég ekki skylja...
En jújú viljum við ekki vera þekkt fyrir samstöðu, náttúrufegurð og arttítónlistarmenn?

10:34 f.h.  
Blogger Jónas said...

Það kemur bara mynd af einhverjum sænskum gleraugnaglám og svo önnur af dreka þegar ég googla sjálfan mig. Frekar vildi ég fá Björk.

10:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

kannast við þetta jónas minn..valdis með i-i er rússneskt karlmannsnafn svo ég er ekki mikið að googla mig!!

2:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Allar myndirnar eru af gúggl, þetta eru þær sem koma upp þegar leitað er eftir myndum af æslandikk pípol.
Hm, já...þegar ég gúgglaði Elín Ösp komu upp myndir af unglingsstrákum á djamminu.........:?

4:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ æ Ella mín ertu komin með svona mikla heimþrá að þú ert farin að googla íslenskt fólk :)

Annars held ég að ég hafi aldrei farið í mótmælagöngu né mótmælt nema kannski þarna konur blaa dótið...

En ég mótmæli á blogginu mínu eins og sést að það veldur stundum miklu fjaðrafoki eða eins og í dag..

4:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, já ég vil fá að sjá eitthvað sem ég þekki!!!! ;) Já, hvaða endemis rugl og vitleysa er þetta með hann Árna? Mér finnst að það eigi jafnt yfir alla að ganga, ekki vera með einhverja klíkugreiða hingað og þangað. Hm...

p.s. konur bláa hvað???

5:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehehehe, það er nú meira hvað það er gert mikið grín af manni!!! Ókei, tek þessa mynd út....

9:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home