Spælingar: After winter must come spring

miðvikudagur, desember 06, 2006

After winter must come spring

...ég er í eithvað svo blúsuðu skapi þessa dagana...

hér eru tveir snillingar að taka snilldarlag





ég held ég hafi átt að verða hippi...


Helga


Vona að þetta sé ekki of mikið fyrir síðuna (veit að þetta er langt!)
og hver elskar ekki dansandi manninn í stuttu gullbuxuum?

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð nú að segja að Ms. Joplin hefur vinningin. Hef ekki enn heyrt í þeirri manneskju sem nær að skemma ekki lögin hennar... satt að segja...

Skrýtið. Ef kallinn í gullbuxunum væri kona værum við líklega ekki sáttar við að hún væri að dansa... nema kannski ef hún væri tsjöbbí og að gera grín....? Eða hvað?

Æ, nenni varla að spá í það.

8:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég hef komist að því á minni stuttu ævi að það er nánast ógjörlegt að vera alveg samkvæmur sjálfum sér. Alltaf þurfa að koma upp vafamál og ágreiningsmál.

Að þessari pælingu minni lokinni vil ég taka það fram að ég er nánast ósofin og kannski þegar ég vakna og les þetta fer ég hjá mér og eyði kommentinu. Því hugsun mín fer í hringi eins og stendur...
Leskveðjur til ykkar snúllurnar mínar.

8:54 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

alveg sammála þér Sigga! ...og ég er ekki ósofin eða annað til afsökunar :)ég held samt að það sé mjög mikilvægt að vera hreinskilinn við sjálfan sig og reyna þannig að vera samkvæm sjálfum okkar því eins og Janis sagði: "Don't compromise yourself, your all you've got" -Janis

en nei skil ekki afhverju það ætti að vera vandamál ef dansarinn væri kona þetta er bara einstaklega sýrð snilld að minni hálfu, elska líka eplaátið hvað sem það á nú svo að merkja...

En þetta var nú ekki upphaflega lag Janis en hún á það eiginlega eftir þessa snilldarútgáfu sína að mínu mati...

10:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Lagið er eftir George Gershwin en ég veit ekki hver flutti það fyrst Louis Armstrong eða Billie Holliday? ... hmmm líklega hún...

12:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

seinna lagið sem Janis tekur er að mínu mati líka nokkuð gott en held það sé heldur ekki eftir hana. Þetta er nú nokkuð slapt hjá mér þar sem hún sjálf hefur nú samið slatta af góðum lögum smabanber:kozmic blues, down on me, move over fleiri góð. Karllægni í lagavali hjá mér hér... sorry með það alveg ómeðvitað

12:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

No worries :)

Vissi ekki að þeta væri eftir annan en hana. Hún tekur það svo æðislega.

3:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já Helga þetta er rétt hjá þér. Ef maður er ekki hreinskilinn við sjálfan sig þá getur maður ekki tekist á við eigin fordóma og veikleika.

Og takk kærlega fyrir þessa fróðleiksmola já og að hlaða niður tónlistinni!

8:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home