Hver er kallinn?
Þetta er svona nýr leikur í tilefni dagsins.
Ég mun og gefa ykkur vísbendingar og þið getið svo komið með tillögur um hvaða kall sé um að ræða í kommentum....ok? ok.
Ég mun og gefa ykkur vísbendingar og þið getið svo komið með tillögur um hvaða kall sé um að ræða í kommentum....ok? ok.
- Kallinn eyddi þremur árum sem starfsmaður The National Security Council og starfaði meðal annars sem Deputy National Security ráðgjafi fyrir George H. W. Bush á meðan á Operation Desert Storm stóð.
- Kallinn var meðal þeirra sem leiddu baráttu Ameríku í þágu "freedom fighters" í Afganistan gegn Sovíetmönnum (og einni konu..en hún dó...úr túrverkjum) eftir innrás þeirra.
- Kallinn vann hjá BNA leyniþjónustunni og hafði á tímabilinu eftir kalda stríðið yfirumsjón með leyniþjónustu BNA manna utanlands. Ýmsir aðilar vilja meina að hann hafi ekki bruðgist sem skyldi við breyttum aðstæðum eftir fall Sovíetríkjanna og jafnvel málað skrattann á vegginn og ýkt svo um getur neikvæða ímynd Sovíetríkjanna.
- Kallinn hefur verið sakaður um að hafa með aðgerðum sínum og ráðabruggi, breytt Leyniþjónustu BNA manna í hagsmunabatterí (policy driven analysis) í stað þess að samanstanda af hlutlausri gagnasöfnun og stefnumótum.
- Kallinn er 63 ára.
- Kallinn er talinn hafa verið lykilmaður í hinu svokalla Iran-contra máli, sem var skandall er skók ríkisstjórn Ronald Reagans. Málið inniheldur ásakanir á hendur yfirvalda þess efnis að írönskum yfirvöldum hafi verið seld vopn og ágóðinn hafi verið notaður til að borga undir hermenn í stríðinu gegn "górilluhernaði" í Níkaraqua. Reagan neitaði öllu opinberlega en játaði svo allt nokkrum dögum seinna .....hmmm minnir mig á margan annan stjórnmálamanninn. Kallinn var milligöngumaður í þessari sölu til öxulveldis djöfulsins í skiptum fyrir BNA gísla og tók þátt í að hylma yfir alls konar andskota (allegedly).
- Kallinn situr/sat í The Baker-Hamilton Iraq Study Group
- Kallinn starfar nú sem formaður í einum af stærstu háskólum BNA og hefur doktorsgráðu í Aljþóðasamskiptum. Hefur þó fengið ágætisatvinnutilboð.....
Jæja kæru vinir, hver er kallinn?
kv,
valdístilfólksins
8 Comments:
Heyrðu, getur verið að þetta sé mister kyssulegi Henry Kissinger....?
Þetta Iran-contra og gíslamálið var að mig minnir í sambandi við borgarastríðið í Líbanon 1975. Var að lesa þetta um daginn og skildi ekki bofs í því af hverju Nicaragua blandaðist allt í einu inn í mál Miðausturlanda...
Mig minnir að herra Kyssi hafi ferið með puttana í því....
you are very close my friend, en Henry og kallinn voru/eru vinir.....ég vil undirstrika síðasta punktinn..;)
Bíddu....ekki er þetta Wolfowitz?...neeee, hann er ekki orðin 63 er það? Eða heldur hann sér bar sovna unglegum með því að fara í fegrunaraðgerðir í útlöndum?
nein....nichts Wolfowitz....
vísbending:
nafn hans tengist hliðum...
hmmma Gates? oh ég er ekki nógu klár í svona leik...
og helga is the winner, kallinn er Robert, eða Bob eins og ég kalla kallinn, Gates er tók nýlega við starfi varnarmálaráðherra af skrímslinu Donald Rumsfield..
Sigurvegarinn á leik...
hahahah vá ég vann án þess að vita nokkuð um málið! En núna man ég eftir þessum Robert Gates. Hmmm já ég þarf aðeins að hugsa málið kem með þetta um leið og mér dettur ienhver góður í hug
Skrifa ummæli
<< Home