Spælingar: Smá spæling um fréttablaðið í dag...

fimmtudagur, desember 28, 2006

Smá spæling um fréttablaðið í dag...

Ég vaknaði seint í morgun (vön jólaluxus) með áfast bros eftir ofur yndæl jól. Kveikti á kaffivélinni, skellti Janis á og settist svo með cappuccino, sænskan snúð og fréttablaðið inní stofu. Eftir að hafa flett blaðinu gat ég ekki hætt að hugsa um ofuráberandi kynjaslagsíðu í því. Til að sanna það að ég væri ekki paranoid og geðveik prófaði ég að gera könnun.
Í blaðinu birtast 203 karlar á mynd en aðeins 70 konur!!!
Þetta er af öllum myndum blaðsins utan auglýsinga.
Stór skýring á þessum rosalega mun er rosalega flott og veglegt blað innan blaðsins sem heitir Markaðurinn. Þar eru 24 portraitmyndir af merkum mönnum þar með aðeins tveir kvenmenn. Þetta útskýrir samt sem áður alls ekki allt.

Nú koma niðurstöður könnunar morgunsins:
Vendipunktar (innlendir og erlendir) : 19 karlmenn og 4 konur
Markaðurinn: 43 karlar og 4 konur (þar af aðeins 2 sem aðalatriði á mynd)
Íþróttir: 21 karla og 3 konur (Af 10 tilnefndum íþróttamönnum ársins eru þessar 3 konur (semsagt pínulitlar myndir) )
Menning: 16 karlar og 5 konur (enda kvennaenning hálfgerð ómenning samanber kellingabækur og konumúsík)
Fólk: 19 karlar og 5 konur (konur eru einmitt ekkert fólk frekar en menn)
Venjulegt blað: 58 karlar og 41 kona (þar af td. 14 frægar og kjólarnir þeirra)
Dagskrá + seinustu síður: 28 karlar og 6 konur (enda lítið um konur á dagskrá)
Áltisgjafar á geilsadiskumársins eru 20 karlar og 1 kona (Andrea)!!


Um myndirnar fáu af konunum:

Á forsíðunni er mynd af tveim konum að sauma fána og einni stelpu sem talar um fata stíl sinn inní blaðinu. Svo kemur mynd af konu með frægum eigimanni sínum, íbúa einuim í Hafnarfyrði, írönskum konum að mótmæla (2), Umhverfisráðherra, Söngkonur, hvað er að frétta? dálkur, Blaðakona, kona með húsráð, um stíl, 2 myndir af kvenmansfótum, áramótapartymynd, um pilates (2 konur), kona að fagna stöðuhækkun mannis síns, 14 fallegar stjörnur og kjólarnir þeirra og enn ein um stíl (á íbúð reyndar hér). Í markaðsblaðnu slysast 2 konur inná fjöldamynd en tvær eru í blaðinu vegna greinar sem tengist þeim beint (húrra fyrir þeim!)
Mynd af 2 skólastelpum og við hana: minnkum brottfall, grein um breytingarskeiðið, afmæli, söngkonur nokkrar, Þara af mynd af 2 sem gáfu út diskinn söngur af konum sem fær 1 stjörnu, 1 kona að gera gjörning, Unnur Birna með mömmslu sinni, færg kona og um það þegar hún beraði óvart brjóst sitt í viðtali og Jessica Simpson: Þorir ekki útúr húsi.
í "ekki missa af" liðnum um sjónvarpsdagskrána eru myndir af 15 körlum og 3 konum (vísbending um kynjahlutföll í sjónvarpi?) og 2 konur sjást í fréttum af fólki.

Niðurstaða: ég er ekki geðveik.
Fjúkk!
þá get ég skellt brosinu aftur á mig og haldið áfram að syngja með Janis.

Góðar stundir

Helga

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

maður er einmitt ekki geðveikur en mjög margir myndu horfa á mann eins og maður væri geðveikur ef maður myndi byrja að tala um þetta....maður?!..

1:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahahahaha!

2:43 e.h.  
Blogger Katla said...

This is a man's world. Fremjum bara fjöldasjálfsmorð, þá fá þeir eitthvað að tala um í blöðunum sínum.

1:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home