Spælingar: Sem tilbiður Alcan og deyr

sunnudagur, mars 25, 2007

Sem tilbiður Alcan og deyr

Ó stuð vors lands
ó land vors stuð.

Vér lofum að virkja og verja þitt nafn.
Úr rafkerfum háspennan hnýtir þér krans
er hún knýr allt þitt álverasafn.

Fyrir þér er hver lækur sem teravattstund
og teravatt dugar ei meir.

Við erum eitt smáblóm með titrandi tár
sem tilbiður Alcan og deyr.

Íslands jökulár
Íslands jökulár.

Við erum eitt smáblóm með titrandi tár
sem tilbiður Alcan og deyr.






Úr Spaugstofunni 24. mars 2007.
Kv,
//eög

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hrein snilld!!! Hahahahahahaha!!!!

12:06 e.h.  
Blogger sveimhugi said...

já þeir eiga enn gullkorn til!


vona að þetta hafi einhver áhrif á Hafnfirðinga...

1:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þeir eiga þetta til ennþá ... og enn og aftur er verið að tala um að kæra þá ...

3:52 e.h.  
Blogger Jónas said...

Kaera Spaugstofuna! Eg hef aldrei skilid hvada tilgangi tad a ad tjona fyrir utan ad festa atridin i hugum landsmanna ad eilifu.

9:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home