Minn maður líka
Mig langar að vitna hér í þessum pistli í mann sem heitir Arnar Eggert Thoroddsen. Ég er ekki alltaf sammála því sem hann hefur fram að færa en í þetta skiptið get ég ekki annað en þakkað honum fyrir að orða hugsanir mínar svona vel. Umfjöllunarefni hans er Sex and the City:
(þetta er pínu langt, en bear with me, peoples)
Sex and the City eru með betri þáttaröðum sem fram hafa komið í sjónvarpi hin síðustu ár. Fullkomnir "feel good" þættir; vel skrifaðir þar sem gríni og drama er listavel fléttað saman. Þættirnir eru ekki það sem kalla mætti "djúpir" (ekki alveg sammála), og stundum eru þeir nánast teiknimyndalega ýktir en líkt og með friends er einhver galdur í gangi sem skilaði sér í gríðarlegum vinsældum
Ég er hins vegar ósáttur við tök handritshöfunda á karlamálum Carrie og það að hún hafi verið látin enda með Big var ekkert annað en pólitík; meiður af fruntalegri utanríkisstefnu Bandaríkjanna og sjálfumglaðri þjóðarrembu. Handritshöfundar voru með allt niðrum sig, svo tekið sé vel þekkt minni úr þáttunum, í þessum efnum. Í ljós kemur að Rússinn er vondur (hvenær hættir kalda stríðið í alvörunni?) og hver kemur til að bjarga Carrie? Jú, auðvitað kjálkastóri "all american" guttinn, sterkefnaður fálki og þótt það detti hvorki af honum né drjúpi þá er að finna hjá honum "öryggi".
En skítt með Rússann, hver fór verst út úr þessu? Jú, auðvitað "okkar" maður, Aiden, frábærlega leikinn af John Corbett. Glæpur Aiden er að hann er of "góður". Hann er nánast búddískur í ró sinni, vammlaus, ástkær, hugsandi, blíður. Carrie kastar honum frá sér, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Það er ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi en tortímingarhvöt hjá henni. Það er óskiljanlegt að Carrie hafi ekki endað með Aiden, og þó, þið munið þetta strákar (og stelpur). Hverjir voru það sem náðu sér í kærustur í grunn- og menntaskóla? Fíflin.
Já, nú er ég hér búin að leggja fram skoðun sem er hégómleg og allir ættu því að eiga auðvelt með að tjá sig um....koma svo!!! Kommenta!!
kv,
el valdís
15 Comments:
Hehehe, alltaf gaman að myndgreiningu og táknum. Ég er sama sinnis, held að Aidan greyið hafi verið henni bestur.
Big var náttúrulega bara hrokagikkur og Rússagreyið allt of gamall.
Já Aiden var lang besti kosturinn. Ég sá aldrei neinn sjarma í Big, hann var svo ofboðslega leiðinlegur. Og ef maður ímyndar sér að þegar þau taka loks saman sé það ekki endalok sögunnar, heldur í raun upphafið eða allavega miðjan, þá get ég ekki séð annað en að hann ætti eftir að særa hana aftur.
P.s. þetta blogg er pínulítið farið að minna mig á komur til ömmu minnar (hún talar lítið um málefni líðandi stundar, kvennabaráttu né Sex and the City) en maður er stöðugt minntur á að maður komi/kommenti nú ekki nógu oft. ;)
Steven hennar Miröndu er t.d mjög venjulegur, notalegur maður en samt svona þúsund sinnum meira spennandi en lympigympið hann Aiden!
Þetta er ekkert val á milli fífla og góðra manna heldur er Aiden einfaldlega vælukjói með hor í nös og ljótt hár. Plús það að hann hefði aldrei haft kjark til að bjarga Carrie frá einum né neinum heldur bara eignast barn með álíka spennandi kvenmanni (sem gerðist muniði??)
Jáh þar hafði það. Áfram BIG!!! víííí
;-) kveðja frá Sigríði stórráðu (big-adviser)
Ég skal taka hann Adian ... fyrst að enginn annar vill'ann :-)
Það er ekki hægt að fullyrða um sambönd annars fólk, við vitum aldrei hvað gerist á bak við lokaðar dyr. Þannig er það einmitt með samband þeirra Carrie og Big, við fáum í raun aldrei að sjá hvernig þeirra sambandi er háttað. Ég treysti Carrie algjörlega til að vita hvað er henni fyrir bestu og vita hver það er sem hún elskar. Hún segist elska Big og þið verðið bara að kyngja því sama hvað öllum köldum stríðum og góðum vælukjóum líður.
Hehehehe, það var rétt hjá Valdísi, allir geta kommentað hér.... ;)
Annars er ég sammála Hönnu Rún, við höfum litla hugmyndum hvað fer fram á milli fólks... en höfum alltaf skoðun á því!
góður punktur, Hanna Rún, mjög góður. Málið er að ég held að hér sé verið að vísa í þessa tilgátu að konur vilji ekki karlmenn sem eru of góðir og að þeir sem séu góðir séu leiðinlegir sem endurspeglaðist vel í endalausu kjúklingaáti Aiden um helgar þegar Carrie vildi fara á VIP-klúbba. Ég held bara að Aiden hafi átt svo margar hliðar sem fengu aldrei að njóta sín en mun samt líklega alltaf eiga það varanlegasta í lífi Carrie......hægindastólinn.
ps. hvernig væri að koma á stað málþingi um þetta mál í háskólanum...hmmm. það yrði góð mæting, i´m telling you peoples!!
Mer finnst tessi pistill hans frekar serstakur, hvort er hann ad svekkja sig a tvi ad fa ekki stelpurnar tvi hann er "godi" strakurinn eda ad gagnryna rithofunda sex & the city.
Stadalymindir hafa alltaf verid stadreynd i bandarisku afthreyjingarefni og tad ad russinn se vondi kallinn var sau menn arid sem fyrsta james bond myndin kom ut.
Tessi all american typa er heldur ekkert nytt fyrirbaeri og virdist vera dyrkud um allan heim...
Eg hef oftar en ekki mjog gaman af tvi ad horfa a tessa taetti en eg horfi a ta med heilan a "off" tvi ad fyrir mer er tedda afthreyjingarefni og punkur
maðurinn er greinilega bitur yfir eigin málum, það fer ekki milli mála en þetta með heilann á "off" það geri ég eflaust líka, það er líklega ástæða þess, í tvíhyggjuheimi rökvísi og tilfinninga, að tilfinningarnar vaða svona uppi þegar kemur að Aiden ;)
Vó..... nú er þetta orðið og flókið fyrir mig.
Lí haða s´ab djiddan!
Veeeelkomin heim Valdís.
Ég vil fá ferðasögu fljótlega.
Mér finnst sex in the shitty óóógeðslega leiðinlegir þættir. Er það ekki málefnalegt?
hey, kata koddu á árshátíðina á föstudag og þú færð allt sem þú vilt;)
Málefnalegar umræður um ómálefnalega þætti ... allar mannfræðigúrkur á árshátíð á föstudag ... GÚRKUR ...
JG
ps. Kata SatC - bara horfa, ekki hugsa ...
No comment á sex in the shitty
en valdís geturu downloadað þessari: http://www.youtube.com/watch?v=TsYRPkmu_C0
virkar mjög spennandi...
Skrifa ummæli
<< Home