Dauði og djöfull
Mikið er krúttlegt að heyra að yfirvöld í Alabama ætla að drífa sig að drepa fanga sem er þar á dauðadeild, áður en hann deyr úr krabbameini. Sætt. Þeir eru ekki sparir á góðsemina þar á bæ.
Ekki gleyma að þetta er "siðmenntað" land, ólíkt til dæmis löndum eins og Íran og Kína þar sem dauðarefsingar eru einnig leyfðar...
//eög
Ekki gleyma að þetta er "siðmenntað" land, ólíkt til dæmis löndum eins og Íran og Kína þar sem dauðarefsingar eru einnig leyfðar...
//eög
2 Comments:
Þið sjáið það, ekki minnst á börn í þessari grein og þar af leiðandi engin komment.
Þótt að þetta sé einstaklega kaldhæðnisleg góðmennska þá veit ég samt ekki hvort ég vildi frekar, fá sprautu eða rafmagnsstól (sem mér skilst að sé val fangans hvort er)...eða deyja úr krabbameini í fangelsi í Bandaríkjunum. Ég tek það fram að ég er alfarið á móti dauðarefsingum, en ef annað af tvennu slæmu lægi fyrir, veit ég ekki hvort ég mundi velja.
Nei, það er ekkert verið að spara góðvildina. En þeir verða nú samt að drífa sig, þeir mega nú ekki láta manninn látast, hann verður að myrða. Annars fær hann ekki fyrir ferðina, hefnist honum ekki fyrir þann glæp sem hann framdi.
Skrifa ummæli
<< Home