já! ég er í stuði!
Sæl,
ég er að enduruppgötva (ekki í fyrsta skiptið) þessar yndislegu feminstasíður hérna til hægri á spælingum og þvílíkt magn af visku!
Núna langar mig að deila með ykkur hinni hliðinni á þessum sjúka peningi. En ég rakst á grein um hvernig "markaðurinn" reynir sífellt að gera börn að kynverum. Mjög áhugaverða grein um klámvæðinguna, sem enginn má tala um án þess að allir fara að æpa eitthvað um uppþornaðar hreinar meyjar og pempíur....hana má finna hér
Engu að síður er klámvæðingin staðreynd og ég held að það sé kominn tími (ef ekki fyrir löngu) til að gera greinamun á erótík og frelsi til að tjá sínar kynferðislegu langanir annars vegar og niðurlægjandi klámi hinsvegar. Klám má gagnrýna án þess að fólk sem horfir á erótík (eða klám) rísi upp á afturfæturna og skjóti aðra niður í svaðið!
tjáningu lokið,
Valdís Björt
ps. til hamingju með Obama...vonandi að maðurinn standi sig!
ég er að enduruppgötva (ekki í fyrsta skiptið) þessar yndislegu feminstasíður hérna til hægri á spælingum og þvílíkt magn af visku!
Núna langar mig að deila með ykkur hinni hliðinni á þessum sjúka peningi. En ég rakst á grein um hvernig "markaðurinn" reynir sífellt að gera börn að kynverum. Mjög áhugaverða grein um klámvæðinguna, sem enginn má tala um án þess að allir fara að æpa eitthvað um uppþornaðar hreinar meyjar og pempíur....hana má finna hér
Engu að síður er klámvæðingin staðreynd og ég held að það sé kominn tími (ef ekki fyrir löngu) til að gera greinamun á erótík og frelsi til að tjá sínar kynferðislegu langanir annars vegar og niðurlægjandi klámi hinsvegar. Klám má gagnrýna án þess að fólk sem horfir á erótík (eða klám) rísi upp á afturfæturna og skjóti aðra niður í svaðið!
tjáningu lokið,
Valdís Björt
ps. til hamingju með Obama...vonandi að maðurinn standi sig!
3 Comments:
Góðar greinar!
Ætli þetta sé ekki líka hluti af "sætindunum". Og því að þjóna. Ég var að velta því fyrir mér um daginn hvort að hlutverk kvenna geti ekki sameinast í einu orði, þjónn. Þær þjóna körlum sínum og börnum, fjölskyldunni (oftar sem konur halda stórfjölskyldunni saman), þær eru í þjónustustörfum (þarf ég að nefna dæmi? Hjúkrunarkonur, fóstrur, já, ég er að endurheimta góðu gildi þessara orða, og afgreiðsludömur). Okei, nú er ég komin út fyrir efnið.
En mér finnst sem þetta sé hluti af stærra samhengi hvað hlutverk kynjanna varðar. Flöffí kjút úlpur og skór, porndancing kit og hvað þetta nú heitir, stefnan er á þjóninn. Verum sætar og þjónum.
p.s. Var það ekki Hagkaup sem hér um árið var með kjút magaboli fyrir 1 árs?
//eög
Og til hamingju sömuleiðis!
Ég bind miklar vonir við B. Hussein Obama.
Það verður gott að geta, vonandi, kallað forseta Bandaríkjanna annað en fífl og hálfvita.
//eög
jú þetta er mjög góður punktur með þjóninn, sameinar þessar hugmyndir í eitt hugtak sem allir skilja en vilja kannski ekki kannast við!!
þú átt greinilega erindi í master;)
kv,
valdís björt
Skrifa ummæli
<< Home