Spælingar

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

fimmtudagur, janúar 15, 2009

Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands

Hæstvirtu ráðherrar,

vegna þeirra atburða sem nú eiga sér stað á Gaza, svæði Palestínumanna, leikur mér forvitni á að vita hver afstaða ríkisstjórnarinnar er til innrásar Ísraelshers á Gaza og til hvaða ráða ríkisstjórnin mun taka eða hefur tekið vegna hennar.

Eftirfarandi spurningar vakna:

- hefur ríkisstjórn Íslands í hyggju að fordæma árásir Ísraelshers á Gaza?
- hefur ríkisstjórn Íslands sett hömlur á innflutning á ísraelskum vörum?
- hefur ríkisstjórn Íslands í huga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael?

Ef ekki, hvers vegna?

Með fyrirfram þökk og von um skjót svör.

Virðingarfyllst,
Elín Ösp Gísladóttir
nemi

elingi@m2.stud.ku.dk

-------------------

Bréf þetta var sent öllum ráðherrum í ríkisstjórn Íslands í dag og hvet ég alla til að senda þeim línu og spyrja út í afstöðu og vinnu ríkisstjórnarinnar hvað þetta mál varðar. Hér eru tölvupóstföng ráðherra, en þau eru öllum aðgengileg á vef Alþingis, althingi.is.

amm@althingi.is Árni Matthías Mathiesen
bgs@althingi.is Björgvin Guðni Sigurðsson
bjb@althingi.is Björn Bjarnason
einarg@althingi.is Einar Kristinn Guðfinnsson
geir@althingi.is Geir Hilmar Haarde
gudlaugurthor@althingi.is Guðlaugur Þór Þórðarson
isg@althingi.is Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
johanna@althingi.is Jóhanna Sigurðardóttir
klm@althingi.is Kristján Lúðvík Möller
thkg@althingi.is Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
tsv@althingi.is Þórunn Sveinbjarnardóttir
ossur@althingi.is Össur Skarphéðinsson




p.s. Gleðilegt nýtt ár, ehhh eða...já.

sunnudagur, nóvember 23, 2008

fljóða-ljóð

The story of the quiet queen
so neatly there
up on her throne
carelessly gracing her state
a wonderful stare
a sometimes dreamy glance
to the left

ever-present without a single demand
the quiet queen -no king insight
in a land full of promise
wet, fertile grounds
shimmering, green grass

but the caves
crowded with red dragons
thick claws, sharp teeth, firing tongues
hungry for royals

she´s the daughter of every direction known
resting in the shadow of a tree
eyes half-closed
invisible dreams hovering round her
heavenly crowned head
reflected in big stones and in gold of course

and in gold
of course
wearing one dress upon another
multi-layered

e. Lady Rockwell

mánudagur, nóvember 17, 2008

The Krepp

sæl,

ég hef ákveðið að skrifa um kreppuna en hafa það bara mjög stutt. bara eina setningu, sem er meira að segja stolin en bara svo helvíti góð skilgreining:

Another case of privatise the profits and socialise the losses.

kv,
Valdís litla Björt

föstudagur, nóvember 14, 2008

Hver borgar fyrir syndir mannsins?

Auglýsing kvennasímans á Ítalíu hefur vakið usla. Auglýsingin sem vekur athygli á ofbeldi gegn konum og þeirri staðreynd að aðeins 4%fórnarlamba kynferðsiglæpa kæra glæpina. Auglýsingin er líka mjög táknræn og áhrifamikil, en hún sýnir konu liggja í rúmi í stellingu Krists á krossinum. Hér má sjá auglýsinguna.
Mér finnst þetta mjög róttæk og áhugaverð leið til að vekja athygli á hræðilegum veruleika.
Góðar stundir
Helga

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Er Obama femínisti?

fann þessa áhugaverðu grein á síðunni www.girlwpen.com mæli með henni því að ég tel að þessi spurning sé mjög mjög áríðandi í dag eftir fall karlakapítalismans!
Steinunn Valdís nafna mín var líka með mjög góða grein í fréttablaðinu (eða mogganum) um daginn. Þar sem hún stakk upp á að nú tækju konur við og fengju að spreyta sig....gæti reynst vel...man ekki til að þess að Lesbos hafi verið í fjárhagskröggum;)

feminist hilsen,
Valdís Björt

sunnudagur, nóvember 09, 2008

Ég er reið

mjög reið!