Spælingar: Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands

fimmtudagur, janúar 15, 2009

Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands

Hæstvirtu ráðherrar,

vegna þeirra atburða sem nú eiga sér stað á Gaza, svæði Palestínumanna, leikur mér forvitni á að vita hver afstaða ríkisstjórnarinnar er til innrásar Ísraelshers á Gaza og til hvaða ráða ríkisstjórnin mun taka eða hefur tekið vegna hennar.

Eftirfarandi spurningar vakna:

- hefur ríkisstjórn Íslands í hyggju að fordæma árásir Ísraelshers á Gaza?
- hefur ríkisstjórn Íslands sett hömlur á innflutning á ísraelskum vörum?
- hefur ríkisstjórn Íslands í huga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael?

Ef ekki, hvers vegna?

Með fyrirfram þökk og von um skjót svör.

Virðingarfyllst,
Elín Ösp Gísladóttir
nemi

elingi@m2.stud.ku.dk

-------------------

Bréf þetta var sent öllum ráðherrum í ríkisstjórn Íslands í dag og hvet ég alla til að senda þeim línu og spyrja út í afstöðu og vinnu ríkisstjórnarinnar hvað þetta mál varðar. Hér eru tölvupóstföng ráðherra, en þau eru öllum aðgengileg á vef Alþingis, althingi.is.

amm@althingi.is Árni Matthías Mathiesen
bgs@althingi.is Björgvin Guðni Sigurðsson
bjb@althingi.is Björn Bjarnason
einarg@althingi.is Einar Kristinn Guðfinnsson
geir@althingi.is Geir Hilmar Haarde
gudlaugurthor@althingi.is Guðlaugur Þór Þórðarson
isg@althingi.is Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
johanna@althingi.is Jóhanna Sigurðardóttir
klm@althingi.is Kristján Lúðvík Möller
thkg@althingi.is Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
tsv@althingi.is Þórunn Sveinbjarnardóttir
ossur@althingi.is Össur Skarphéðinsson




p.s. Gleðilegt nýtt ár, ehhh eða...já.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég gerðist svo gróf að kópera bréf þitt og senda þeim það.
Katla

8:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Um að gera!

//eög

9:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Fékkstu svör??

*Eygló

4:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, heyrðu jú, ég fékk eitt svarbréf frá starfandi utanríkisráðherra, Össuri. Ég var bara ansi sátt við það, hann sagði sem satt var að ríkisstjórnin fordæmdi loks árásirnar, þó það tæki ólöglegar fosfórsprengjuarásir á bækistöðvar Flóttamannahjálpar SÞ til þess, sagði að ekki hefði verið rætt um viðskiptaþvinganir að svö stöddu og að ef einhverjir aðrir myndu fyrst koma með hugmyndina um að slíta stjórnmálasamstarfi gæti verið að íslenska ríkisstjórnin fylgdi á eftir.

Sem sagt, engar nýjar fréttir og enn virðist stjórnin ekki ætla að eiga frumkvæði að aðgerðum en engu að síður svar.

Frá hinum ráðherrunum hefur ekki heyrst múkk.

//eög

12:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home