Helstu frettir
Þegar vangaveltur um hjónabandssælu Britney Spears og Kevin Federline eru undir liðnum HELSTU FRÉTTIR á Morgunblaðsvefnum, þá vakna efasemdir hjá mér um hvort fjölmiðlar á Íslandi hafi yfir höfuð áhuga eða vilja til þess að fjalla af viti um það sem virkilega skiptir máli. Þá á ég til dæmis við skammarleg laun sem enn viðgangast í samfélaginu, virðingarleysi gagnvart þeim sem vinna þau störf, fáránlega langan biðlista á barna-og unglingageðdeildum landsins, afskiptaleysi stjórnvalda af efnhagsmálum og stóriðjufirru sem tröllríður öllu.
En það er jú svo bullandi mikið góðæri og þetta lið sem vinnur í umönnunarstörfum er hvort sem er bara eitthvað að dúlla sér og horfa á sjónvarpið á meðan sjúklingarnir sofa. Ef launin væru eins slæm og sagt er þá ætti það bara að biðja um hærri laun, er það eitthvað flóknara en það? Síðan ættu foreldrarnir bara að standa sig betur í uppeldinu svo börnin þeirra fari ekki yfir um og þurfi leggjast inn á Klepp. Það er líka allt of mikið vesen að lækka matarskatt, hvaðan á ríkið þá að fá skatt? Æi já, ég gleymdi, auðvitað frá ellilífeyrisþegum.
En ég meina, hvað eigum við að gera í þessu?
Það er ekki eins og að við segjumst búa í velferðarkerfi þar sem hagur allra á að vera í fyrirrúmi.
p.s. Það er bara svo miklu skemmtilegra að tala um fallegt fólk, eins og Britney babe.
//eög
6 Comments:
Jáh...vandi í Spears-Federline hjónabandinu er náttúrulega gríðarlega mikilvægur, gott að mbl.is leggur sig fram um að vera með nýjustu fréttir ;)
Annars varð ég bara að tékka á síðunni ykkar - sjáumst á Laugarveginum í kvöld!
Hvað meinar þú? Mér finnst þetta vera stór fréttir og ekki eitthvað sem ég vill missa af. Ég vill vita hvað er að gerast í umheiminum. Nefndu eitt sem er mikilvægara en hjónaband Britney.... uuu EKKERT!!!
Hún er að ganga í gegnum ákveðna erfiðleika og mér finnst að aðrir fjölmiðlar ætti að taka mbl.is sér til fyrirmyndar og leyfa manni að fylgjast svona vel með.
Ég vona að þau leiti ráðgjafar hjá sérfræðingi og komist í gegnum þessa erfiðleika svo börnin geti alist upp við heilbrigt umhverfi.
Heilbrigt umhverfi hjá Britney? Kannski. En hvaða erfiðleika talið þið um? Ég les greinilega ekki helstu fréttirnar á mbl.is
jah, ég stend mig að því að vita meira um fræga og feita fólkið...eh meinti fræga og fallega fólkið en um stöð launamála....það er náttúrulega skandall og auðvitað allt mogganum að kenna þeir verða barasta að læra að forgangsraða þarna uppfrá annars læri ég það aldrei!!!
talandi um forgangsröðun þá er það helst í fréttum á fréttavef moggans að "eggjataka fer seint af stað í vestmannaeyjum" en samt maður verður nú að minna sig á að góðar fréttir eru líka fréttir svona líkt og enginn skilaboð eru líka skilaboð!!!
Nice idea with this site its better than most of the rubbish I come across.
»
Skrifa ummæli
<< Home