Spælingar

laugardagur, júní 10, 2006


Jæja, hvernig líst ykkur á? Nú er búið að plástra ríkisstjórninni aftur saman og finna varahluti sem eiga að duga út kjörtímabilið. Satt að segja veit ég ekki alveg hvernig mér líst á þetta. Eiginlega ekki vel. Jú, það bætast við konur í ríkisstjórn, Jónína Bjartmarz og Valgerður Sverris sem fyrsti utanríkisráðherran sem er kona. Sem er gott mál. Samt get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort það séu ekki einhvers konar sárabætur þegar hugsað er út í hversu stutt er í næstu þingkosningar. Þá verður sagt, tja, við höfum nú þegar skipað tvær konur til viðbótar sem ráðherra, eruði ekki ánægð með það, nú þarf að finna nýja. Búið að kasta brauðmolum í smáfuglana...

Annars var ég að spjalla við Helgu um þetta allt saman. Ríkir lýðræði á Íslandi? Þetta minnir einna helst á undirbúningsvinnu fyrir fótboltaleik þar sem þjálfararnir ráða ríkjum og skipta í lið... valdið virðist algert. En þetta er jú fulltrúalýðræði, á það virkilega að vera svona, með þrjá til fjóra ráðherra í hverju ráðuneyti hvert kjörtímabil?
Spyr sú sem ekki veit.
//eög

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já Valgerður verður fyrsti utanríkisráðherran ef henni verður ekki drekkt fyrst....... af fuglum sem missa híbýli sín vegna stóriðju.

10:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahaha

4:07 e.h.  
Blogger Jónas said...

Finnst þér það fyndið Helga?

12:06 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home