Spælingar: pólitískt landslag

mánudagur, júní 05, 2006

pólitískt landslag

Var að horfa á landslagið breytast í imbanum og get ekki orða bundist!! Hvað er málið með að kalla eigi Finn Ingólfsson aftur inn í pólitík líkt og Framsókn eigi ekki frambærilega ( frambærilega í Framsóknarlegu samhengi) stjórnmálamenn og KONUR eins og Siv Friðleifs eða Jónínu Bjartmarz eða mega konur kannski ekki vera formenn stjórnmálaflokka alveg strax!!! Nei líklega er betra að gamall iðnaðarskrámur og seðlabankabraskari taki við taumunum (þó reyndar vanti hestinn, hehe). Þetta fer allavega í taugarnar á mér.
Svo er það annað er Geir H. Haaaaaarde virkilega að fara að verða forsætisráðherra, maður sem ekki fyrir svo löngu síðan kom upp um gríðarlegt kvennhaturseðli sitt!!! En hey stemmningin er kannski þannig að við, íslenska þjóðin, getum ekki farið heim með fallegustu stelpunni af ballinu (sem í þessu samhengi og sambandi er Steingrímur J. eða Katrín Jakobs) og verðum því að fara bara heim með einhverju sem virkar (eða virkar ekki) og er þá Geir Haaaarde???!!!
Ef á að sökkva einhverju landslagi þá má vel sökkva þessu!!!
takk fyrir og góða nótt Reykjavík,
VBG

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heyr heyr!!! Góð áminning um þetta skrípaleikrit allt saman, er satt að segja að verða hálf leið á íslenskri pólitík, það er alltaf verið að pota í andstæðinginn, þessi gerði þetta eða ekki, og hinn gerði hitt (eins og við reynum að gera endrum og eins...). Það vantar málefnalega umræðu um hvað þurfi að gera og sameinast um að koma því í verk. en nei, það er ekki hægt.

Skil heldur ekki þetta með Finn Ingólfs, hvað er hann að vilja upp á dekk sem ekki kann að hala inn sekk?
En ein pæling: Hefur einhver kona gegnt formennsku stjórnmálaflokks önnur en Ingibjörg Sólrún?

12:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Finnur Ingólfsson missti vinnuna sína sem forstjóri VÍS þegar það var tekið yfir og er því atvinnulaus en ekki auralaus og tel ég að hægt sé að setja stórt samasemmerki milli peninga og valda í þessu samhengi!!!!

10:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú, segðuuuu (sagt á innsoginu eins og málefninu hæfir)...

2:21 e.h.  
Blogger Jónas said...

Það sem mér finnst asnalegast í þessu öllu saman (fyrir utan að helstu konum flokksins er ýtt til hliðar og sniðgengnar) er að Finnur Ingólfs var hent úr ríkisstjórn í den vegna þess að hann var svo óvinsæll. En núna á hann allt í einu að fara að rífa Framsókn upp í vinsældum... hmmm!

Annars er ég ekkert viss um að Siv eða Jónína yrðu neitt góðir formenn endilega, en eflaust ekkert verri en hver annar. Í hádeginu hérna í MS í gær sagði einhver að það væru ekki til neinir frambærilegir Framsóknarmenn [eða konur].

Kannski að það ætti bara að leggja flokkinn niður á landsvísu? Ég veit ekki. Það sem er líka það hræðilegasta í þessu öllu er að sá sem tekur við formennsku flokksins fær pottþétt ráðherraembætti án þess að hafa verið kosinn í það. Æ Framsókn er brandari.

10:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú, kannski það væri réttast að halda kodda þéttingsfast yfir vitum Framsóknar....
vona að þú hafir það gott í ammmmmmríkunni Sigga, og sért ekki að drepast úr hita, ekki alveg alla vega :)

5:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jóhanna Sigurðardóttir var formaður Þjóðvaka á sínum tíma og Margrét Frímannsdóttir var formaður alþýðubandalagsins áður en samfylkingin varð til, ég geri líka ráð fyrir að formenn kvennalistans hafi verið konur....

11:01 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hallo I absolutely adore your site. You have beautiful graphics I have ever seen.
»

3:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

This site is one of the best I have ever seen, wish I had one like this.
»

8:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home