Portocratia
Þetta er orð sem ég gróf upp fyrir nokkru og er tilvísun í stemmingu sem var hér á landi fyrir nokkrum árum þegar listamenn sem ekki þóttu nógu "fínir til fara" fengu ekki aðgang að hinum og þessum atburðum. Orð þetta fann ég meðal annars í bók nokkurri um listakonuna Rósku, þar sem samtímalistamenn hennar og vinir voru oftar en ekki útilokaðir frá sýningum á vegum ríkis og bæja.
Þýðing þessa orðs gæti verið eitthvað á þessa leið: dyravarðaveldi.
Merkilegt finnst mér að ákveðin þróun hefur átt sér stað á síðastliðnum áratugum þar sem þetta hefur allt saman snúist við og farið í þrefalt heljarstökk.
Í dag munar öllu að vera listamaður, í einhverri merkingu, og vera fínn til fara "artifarti" stæl, það er það sem skiptir máli. Dorrit fílar Trabant og Björn Bjarna kæmist seint inn á sirkus!!
Saumaðu fötin þín, teiknaðu myndir, búðu til tónlist, skrifaðu reglulega í blað, vertu plötusnúður eða bargella.....because not everybody can be somebody!!!!
kveðja,
valdís
ps. þetta er ekki "ég-er-svo-bitur" pistill bara eitthvað sem ég fattaði einu sinni þegar ég raðaði öllum 5 heilasellunum mínum upp við vegg!!!
Þýðing þessa orðs gæti verið eitthvað á þessa leið: dyravarðaveldi.
Merkilegt finnst mér að ákveðin þróun hefur átt sér stað á síðastliðnum áratugum þar sem þetta hefur allt saman snúist við og farið í þrefalt heljarstökk.
Í dag munar öllu að vera listamaður, í einhverri merkingu, og vera fínn til fara "artifarti" stæl, það er það sem skiptir máli. Dorrit fílar Trabant og Björn Bjarna kæmist seint inn á sirkus!!
Saumaðu fötin þín, teiknaðu myndir, búðu til tónlist, skrifaðu reglulega í blað, vertu plötusnúður eða bargella.....because not everybody can be somebody!!!!
kveðja,
valdís
ps. þetta er ekki "ég-er-svo-bitur" pistill bara eitthvað sem ég fattaði einu sinni þegar ég raðaði öllum 5 heilasellunum mínum upp við vegg!!!
5 Comments:
jæja, hugsunin er þó allavega falleg....:)
En það dugar nú samt ekki að vera listamaður nema að þú sért orðinn frægur eða nógu vírd í útliti að það sjáist langar leiðir að þú starfar við listræna tjáningu.
Auðvitað ertu ekkert bitur enda orðin S.V.I.P á Sirkus (s-ið stendur fyrir súper).
bara þegar "mamman" mín er að vinna!!!! og bara þegar það er ljótt fólk inni!!
Jú þetta er víst rétt, ef þú ert of "fín" til fara ertu snobbari, ef of drusluleg þá ertu hálfviti, en hvar línan þarna á milli er, er oft erfitt að segja. Liðið sem ég umgekkst úti í Berlínarveldi var flest anarkistar, grænmetisætur, dýravinir, anti-kapitalismaeftirlitsforræðishyggjustjórnunarlið sem klædddist eftir því hvað varvið hendina, virtist vera. Gott fólk ;)
Er samt komin með upp í háls af einhverjum rembingi, hvort sem það er rembingur við að vera gella, artí-fartí eða hvað annað. Helst ætti að útiloka alla umræðu um útlit svo hægt sé að koma sér að öðru.
p.s. lifi Dorrit.
Skrifa ummæli
<< Home