Spælingar: Ást

föstudagur, september 08, 2006

Ást


Hæ ég heiti Helga og hef áhuga á tónlist, ferðalögum og að vera með vinum mínum.

Kynningu lokið.

þar sem ég eyði mestri orku minni í að finnast allt ömurlegt þessa dagana ætla ég að lýsa yfir ást minni á nokkrum fyrirbærum til tilbreytingar.
Það skemmtilega við að skrifa BA ritgerðir (það eina skemmtilega sko) eru bækurnar. Það er fáránlega gaman að lesa!

Þessar bækur elska ég:


Ég vildi að allir sem ég þekki væru búnir að lesa þær svo ég gæti talað um þær alltaf allsstaðar. (Það væri kannski líka ágætt að hitta einhvern sem fílaði þær ekki því ég óttast að þessi ást mín sé of áköf)

Og eitt enn sem ég elska:

Hvernig lærði fólk fyrir tíma ipodsins?

Svo að lokum vil ég bara benda á einn eðaltöffara:

Simone de Beauvoir sjálf. oh hún er svo töff!

Varð að fá að tjá mig þar sem ég hef ekki talað við neinn í of langan tíma.
Hlakka til að komast úr þessu BA stofufangelsi.

Yfir og út,
Helga

og já ég lýsi eftir þeim sem fann upp BA ritgerðina. Ekki góð hugmynd!


og ég lofa að koma með eithvað innihaldsríkara næst...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahahahahaha!!! Takk fyrir að lífga upp á daginn með skemmtilegri færslu :)

12:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hey, ást er mjög innihaldsrík!!! Já þessar bækur eru afar spennandi, kannski maður nú eða kona (já ég veit elínösp, konur eru líka menn) kíkji eilítið í þessar bækur við tækifæri...
Góð færsla!!

2:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það má nú deila um hvort konur séu líka menn. Ritgerðin mín er einmitt um það eru konur líka menn? eða er það allt í plati? hmmm
og valdís jájájá lestu lestu þá getum við spjallað í hvíldinni og svona (eða verðuru ekkert á klömbrum?)

2:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ojú, einn og hálfan dag í viku...en hvar á klömbrum er svo allt annar handleggur...veit ekki einu sinni hverjum sá handleggur tilheyrir

8:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home