Spælingar: Ahrif þess að hafa piku

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Ahrif þess að hafa piku




Eins og sannri konu sæmir tek ég áskorun Valdísar um að spælast. Hef ætlað mér að koma með þessar vangaveltur í lengri tíma. Svo er mál með vexti að ég er að vinna á Læknamiðstöð Austurbæjar, allt í góðu með það. Nema hvað að ég er ekki sérlega ánægð með launin. Var í smá bobba. Átti ég að sætta mig við þau á grunni þess að ég væri hvort eð er bara í sumarvinnu? Eða átti ég að standa á mínu og biðja um hærri laun? Jú, góðir lesendur. Ég tók af skarið, blés í lófana og sendi launaguttanum emil og krafðist hærri launa í ljósi upplýsinga af vefsíðu VR sem studdu mínar kröfur. Enda þýðir ekki að nöldrast yfir launamun kynjanna til dæmi, ef ég nenni svo ekki sjálf að biðja um kvennsæmandi laun.
Sit hér nú og bíð eftir svari. Mun hann taka þetta stinnt upp eður mun hann vera ánægður með framhleypni mína og bjóða mér enn hærra tímakaup? Tja, tíminn einn mun leiða það í ljós.

Um daginn var ég að ræða hinn alræmda launamun kynjanna við vinnufélaga minn og við vorum að spekúlera í því hvers vegna í ósköpunum konur væru með lægri laun en karlar þegar þær hafa miklu fleiri fasta útgjaldaliði en þeir? Sko. Til dæmis eru tíð útgjöld er tíðir ber að garði, sem er svona sirka einu sinni á mánuði hjá hverri konu, og þarf því kona að vera vel birg af dömubindum, túrtöppum og verkjalyfjum. Nota bene: dömubindi eru ein dýrasta vara sem fæst í stórmörkuðum um þessar mundir. Lýg því ekki. Svo skellur einnig ágætur kostnaður á konur því þær bera enn mesta ábyrgð á því að getnaðarvarnir séu í lagi, kaupa því pilluna, verjur og aðrar varnir í gríð og erg, alla vega gríð.

Ef við förum svo lengra í þessum pælingum má benda á heilbrigðiskostnað. Konur þurfa bæði að fara til kvensjúkdómalæknis reglulega til að tékka á píkunni og svo í krabbameinsleit þar sem bæði er þuklað á brjóstum og píku. Það kostar sitt, fyrir utan andlega vanlíðan sem því fylgir að glenna sitt allra heilagasta upp í opið geðið á ókunnugri manneskju. Ofan á þetta allt saman bætast svo skoðanir ef kona er með barni.

Svo ég spyr: Hví eru konur ekki með langtum hærri laun en karlar vegna langtum hærri fastra útgjalda?

Hér skal skýrt tekið fram að ekki er verið að tala um kostnað vegna fegrunardútls sem svo margar skvísur telja nauðsynlegt.

Að lokum: mér reiknast svo til að ef einn dömubindapakki kostar u.þ.b. 878 krónur (ekki staðfest, leiðréttið ef þið eruð með aktúelt verð) og tvo pakka þurfi til á mánuði til að hindra flóð úr nærbuxum, og aðrar forsendur þær að kona sé í u.þ.b. 30 ár á túr, frá 14 ára aldri og fram yfir fertugt (44 ára), þá er árskostnaður vegna tíðagjalda (ekki töðugjalda) 21.072 krónur á ári eða 632.160 krónur í 30 ár.

Takk fyrir og verið góð hvert við annað. Ekki veitir af.
//eög

15 Comments:

Blogger Guðrún Vald. said...

Heyr heyr vinkona, ég er orðin langþreytt á dömubinda/pillu/kvensjúkdóma-kostnaði. Mín lausn er sambærileg laun kynjanna en að við fáum ákveðinn "kven-útgjalda"-styrk, eða að þessar vörur og þjónusta verði ókeypis.

9:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég hata þenann launamun!!! var að frétta að lítill frændi minn græðir rúmlega þreföld mánaðarlaun mín á bílaleigustöð... hann vinnur reyndar líka aðrahvora helgi og tvo kvöld í viku. En vá ég myndi hiklaust gera það fyrir þennann pening ef ég gæti!!
ég meina þreföld laun!
ps. held að dömubindaútreikningurinn sé örlítið of hár en svo kemur nú lílka margt inní svo það er attílaæ...
hærri laun, hærri laun!
vá ég segi upp á morgun og finn mér eithvað með hærri launum sko... gegnur ekki!

10:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sko konur þurfa ekkert hærri laun. Ástæður fyrir því að karlar fá hærri laun eru margar, t.d. þurfa konur ekki dýr áhugamál eins og golf. Konur þurfa ekki Sýn og konur þurfa ekki jeppa, þær geta alveg keyrt Yaris og verið ánægðar.
Þrátt fyrir ákveðinn "heilbrigðiskostnað" og tíðarbundin "mánaðarútgjöld" þá þurfa karlar einfaldlega meiri pening. Þeir þurfa jú að sjá fyrir heimilinu ekki satt?

1:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh, þú ert svo mikið kjútípæ Jónas! :)

9:54 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég rakst á skondna jöfnu um daginn en hún var einhvern veginn á þessa leið að til að karlmenn geti náð í konu þá þurfi bæði tíma og peninga. Kona væri því = tími + peningar og þar sem tími er peningar þá er kona=peningar+peningar. Þetta var eitthvað lengra og flóknara en ég man ekki alveg hvernig, kann nottla ekki að reikna eins og segir sig sjálft.

11:36 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var sumsé hin Helga.

11:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það er nú bara rosa dýrt að losa sig við "óæskilegan" hárvöxt, svo dæmi sé tekið, vissulega misjafnt eftir því hversu "óæskilega" loðnar konur eru...en hey það er ekki ódýrt sérstaklega ef kona fer á snyrtistofu til að sinna þessum erindum. Bara vax í nára getur kostað 1800 kr!!!

ps. hefði viljað sjá þessa píku loðnari!!!

1:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég líka, var að leita en fann ekki. Það segir nú kannski sitt. Flestar myndir voru teiknaðar eins og þessi og svo voru alls kyns útskýringamyndir af leghálsi. Man reyndar eftir einni loðinni, hm...kannski ég troði henni með....?

4:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vessgú.
Hvor píkan finnst ykkur betri?
Mér finnst þessi svart/hvíta raunsærri, ekki alveg eins sleikt og hin.

4:33 e.h.  
Blogger Guðrún Vald. said...

Strákar þurfa nú líka að fjarlægja hár af líkama sínum, og þá sérstaklega andliti, sem getur reynst sumum mikið erfiði og nauðsynlegt að gera 2svar á dag ef vel á að vera.
En ég hef aldrei séð svona hárvöxt á nokkurri mannveru, þetta er meira eins og feldur en píkuhár.
Þessi mynd er soldið góð:
http://www.hostdrjack.com/mustache.jpg

8:37 e.h.  
Blogger VBG/eög/HÓ said...

mér finnst efri píkan flottari en verð að taka undir með Dunnu að píkuhárin sjálf eru eitthvað furðuleg, kannski að viðkomandi píka hafi lent í bruna og fengið grædd á sig hár,mjög líklega af höfði einhvers....

8:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ýmsir fleiri kostnaðarliðir sem gleymast í þessum útreikningum. Til dæmis þurfa flestar konur á tvemur hlutum í nærfötum að halda. Við þurfum (flestar) ekki aðeins á nærbuxum að halda heldur einnig brjóstahaldara, og það ekki einhverjum ódýrum bómullar heldur sem einhverjum sem heldur þessu drasli á sínum stað. Ódýr og góður haldari er á 3000, þá er hann ekki með neinu fegurðardúlli. Það er um 6 - 9 þús á ári þar sem 3 eru lágmarkið vegna þvotta

12:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

OG, svo ég haldi áfram með aðra umræðu en loðnar píkur, einföld klipping fyrir konur er u.þ.b. helmingi hærri fyrir konur en karla. HVAÐ ER ÞAÐ???

12:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Helvíti hafa þessar kellingar farið í gott vax, alveg aftur í rassskoru ...

12:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er svokallað brasilískt sambawax....

5:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home