Spælingar: stríðsmenning

sunnudagur, ágúst 13, 2006

stríðsmenning

Ég (vbg) hef ákveðið að deila með ykkur hérna ræðu Guðrúnar Margrétar Guðmundsdóttur, kennara míns og snillings, er hún hélt við kertafleytinguna til minningar um fjöldamorðin í Hirosima og Nagasaki árið 1945. Ég tók hana af síðunni hennar Jóhönnu fararstjóra og vona að það sé allt í góðu:


http://johannatravel.blogspot.com/2003/08/varp-gurnar-margrtar-gumundsdttur-vi.html


Þessi frétt fékk mig til að gráta af reiði:

The humanitarian agency highlighted an Israeli air strike on hundreds of people fleeing the area of Marajayoun by car, which killed at least six and wounded 32 on August 11.

Einnig þessi yfirlýsing viðskiptaráðherra Ísraels, Eli Yishai:

"If a single stone is thrown at Israel from whatever village that happens, it should be turned into a pile of stones."

Hvað halda ráðamenn Ísraels að það muni leysi. Þetta virkar eins og þeir ætli sér einfaldlega að þurrka út heilu þjóðirnar (sound familiar?) undir þeim formerkjum að þeir séu að verja sig!!! COMMON!!!! Ég tek undir orðalag flugmans eins er sagði Ísraelsstjórn vera nútíma helfaramenn!!!

Ég tel þó mjög mikilvægt í umræðum (og einræðum) sem þessari að við notumst við hugtök eins og Ísraelsstjórn í stað Ísraela því ég vil trúa því að til séu Ísraelar sem skammist sín niður í tær fyrir það hvernig ríkisstjórn þeirra veður uppi.

Um daginn las ég líka litla frétt þar sem var talað um könnun sem hafði verið gerð meðal Líbana og sýndi fram á 80 eða 90% stuðning við samtökin. Samkvæmt greininni (sem var mjög stutt) var könnunin gerð eftir að átökin hófust.
Mér leikur forvitni á að vita hversu stórt úrtakið var og hvernig könnunin fór fram.
....var fólk stoppað þar sem það flúði sprengjurnar og beðið að fylla út stuttan spurningalista eða hvað!?!
Það versta er að ég sé fyrir mér fullt af liði sem les þessa grein og hugsar með sér: "nú svo þetta styður þessa vitleysingja...þá er þeim nú lítil vorkunn..."

allavega....

kv,
valdístilfólksins

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott ávarp hjá Guðrúnu. Ég mæli með mynd sem var sýnd á kvikmyndahátíðinni í fyrra sem fjallaði um samkynhneigð pör þar sem annar aðilinn var frá Ísrael en hinn frá Palestínu. Þar var snillingur einn ísraelskur sem gerði í því að pirra ísraelska hermenn og rökræða við þá um ill stjórnvöld sín. Því miður man ég ekki hvað myndin heitir.

11:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

eitthvað rámar mig í þessa mynd, en man ekki heldur hvað hún heitir.... Soundar mjög áhugaverð!

9:08 e.h.  
Blogger Jónas said...

Soundar? Það er ekki orð Valdís, ekki einu sinni tökuorð.

Annar er það mjög góður punktur hjá henni Guðrúnu "móður minni" þetta með úrtakið þegar fullyrðingum um stuðning almennings á átakatímum. Það var pottþétt ekki símakönnun.

9:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jah, þessi spæling um könnunina var mín ekki Guðrúnar.... sýnir nú bara álit þitt á mér...Jónas ég veit að þér finnst ég ekkert nema brjóstin en ég hef líka annað og betra líffæri....heila!!

12:53 e.h.  
Blogger Jónas said...

Hmm... ef þetta eru þínar pælingar þá held ég að einhver ætti að nota þetta líffæri sitt og læra að opna og loka gæsalöppum! Eða þá bara halda sig við brjóstin.

ps. Má ég ennþá koma í partý eftir þessi ægilegu fúkyrði?

3:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú jónas, hvað gerum við ekki fyrir þig? Tja, eða sko, ég get audda ekki svarað fyrir Valdos en mig langar að fá þig í teiti..... :)

7:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

takk siggan mín þú ert svo sannarlega með munnninn fyrir neðan nefið....annað en jónas!!! Veit ekki hvað hefur orðið af hans fagra munni er hefur svo oft farið um mig fallegum orðum. Það sem nú er staðsett fyrir neðan nef hans í dag, þekki ég ekki!!!

en ps. mar djfll r lgt síðn vð höfm djmð sm!!!!

3:55 e.h.  
Blogger Jónas said...

Fyrir neðan nef mitt er nú svarthol sem á ekkert skilið við munn. Úr þessu svartholi gussast fýla, fúl orð og orðasambönd sem og súr safi. Passið ykkur.

Jamm, of seint að draga boðið um partý til baka núna!

kv. Jónas

12:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home