afruglari Oddnýjar Sturludóttur
Ég skellti mér í stjórnmálaskóla femínistafélagsins og get ekki sagt að ég sjái eftir því á nokkurn hátt. Boðið var upp á frábæra dagskrá, yfirfulla af snillingum og ég borgaði ekki krónu fyrir aðgang að þekkingarbrunnum þeirra, sem voru djúpir svo vægt til orða sé tekið!!
Ein pælingin sem hífð var upp úr þessum merkilegu brunnum var afruglari Oddnýjar Sturludóttur, stjórnmálakonu í Samfylkingunni. Afruglarinn á rætur sínar að rekja til þess hvernig komið er fram við stjórnmálakonur; að hverju þær eru spurðar og hvernig þeim er líst í fjölmiðlum, samanborið við karlmenn og hvernig þessi meðferð hefur áhrif á og smitar okkur hin.
Á skemmtilegan hátt snýr hún dæminu við og yfirfærir lýsingu á stjórnmálakonu á stjórnmálamann og útkoman er hlægileg, indeed!!:
„Dagur B. Eggertsson er glæsilegur ungur maður sem hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar. Við mæltum okkur mót á kaffihúsi niðri í bæ og það gustar af honum þegar hann gengur inn á staðinn. Augnaráðið er sjarmerandi og hann brosir töfrandi til blaðamanns þegar hann heilsar. Við pöntum kaffi og hann kastar höfðinu til hliðar svo hárið feykist með, þarna fer greinilega maður sem veit af sínum kjörþokka. Hann ber sig vel og geislar af sjálfstrausti, hann minnir meira á kvikmyndastjörnu en pólitíkus. Eftir því sem líður á viðtalið kemur í ljós að þessi þokkafulli ungi maður hefur ýmislegt til málanna að leggja og hann er greinilega með bein í sínu fagra nefi. Hann er hvergi hræddur við að kasta sér út í pólitíska slag, þrátt fyrir að eiga tvö lítil börn."
Skiptir kyn máli?
Það er við hæfi að ég gefi upp heimasíðu Oddnýjar þaðan sem þessum spælingum er stolið: www.oddny.is
kv,
valdístilfólksins
Ein pælingin sem hífð var upp úr þessum merkilegu brunnum var afruglari Oddnýjar Sturludóttur, stjórnmálakonu í Samfylkingunni. Afruglarinn á rætur sínar að rekja til þess hvernig komið er fram við stjórnmálakonur; að hverju þær eru spurðar og hvernig þeim er líst í fjölmiðlum, samanborið við karlmenn og hvernig þessi meðferð hefur áhrif á og smitar okkur hin.
Á skemmtilegan hátt snýr hún dæminu við og yfirfærir lýsingu á stjórnmálakonu á stjórnmálamann og útkoman er hlægileg, indeed!!:
„Dagur B. Eggertsson er glæsilegur ungur maður sem hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar. Við mæltum okkur mót á kaffihúsi niðri í bæ og það gustar af honum þegar hann gengur inn á staðinn. Augnaráðið er sjarmerandi og hann brosir töfrandi til blaðamanns þegar hann heilsar. Við pöntum kaffi og hann kastar höfðinu til hliðar svo hárið feykist með, þarna fer greinilega maður sem veit af sínum kjörþokka. Hann ber sig vel og geislar af sjálfstrausti, hann minnir meira á kvikmyndastjörnu en pólitíkus. Eftir því sem líður á viðtalið kemur í ljós að þessi þokkafulli ungi maður hefur ýmislegt til málanna að leggja og hann er greinilega með bein í sínu fagra nefi. Hann er hvergi hræddur við að kasta sér út í pólitíska slag, þrátt fyrir að eiga tvö lítil börn."
Skiptir kyn máli?
Það er við hæfi að ég gefi upp heimasíðu Oddnýjar þaðan sem þessum spælingum er stolið: www.oddny.is
kv,
valdístilfólksins
8 Comments:
Góður punktur.
Til hamingju með afmælið elsku dúllan mín og mér þykir leitt að hafa ekki komist í fögnuðinn.
Sjáumst skvísa;)
Gummi
Já takk fyrir helgina Valdís mín! þetta var ótrúlega gaman...
Djö öfunda ég þig á því að hafa drifið þig. Frábært hjá þér og frábært framlag hjá þessum stelpum.
Oddný er náttúrlega snillingur :-)
ég þakka Guðmundi kveðjuna en því miður verð ég að viðurkenna að sökum þess þú mættir ekki þurfti ég að halda fram hjá þér og reykja með Einari!!!
VALDÍS!!!!! Hjartans elskelige snullendullen mín þú mátt ekki menga þina fögru ásýnd með álíka viðbjóði og reykingar eru!!!!!
Ek græt.
Var ekki rosa stuð um helgina? Heimaprófið var ekki stuðlegt. Meira vil ég ekki tjá mig um það á opnum vef!
sjáumst þó síðar verði...
frábær pæling hjá Oddnýju! hversu mörg svona klisjuleg viðtöl við stjórnmálakonur hefur maður ekki lesið..
-Ösp
Skrifa ummæli
<< Home