Spælingar: smáspæling

mánudagur, september 25, 2006

smáspæling





Þessi kona hét Louise Bryant og var bara nokkuð merkileg að ég held. Hún var femínisti og sósíalisti sem ætti að vera ágætis blanda en endar einhvern veginn aldrei nógu vel....

Var að horfa á mynd um líf hennar og manns hennar John Reed, en þau voru hálfgerðir anarkistar. Samband þeirra var það sem kallast opið (og er óskiljanlegt frá mínum bæjardyrum séð) og hún hélt á tímabili við leikskáld sem bar nafnið Eugene O´Neil. Allavega tilgangurinn með þessari færslu er að í áðurnefndri mynd er það Jack Nicholson, vinur minn, sem fer með hlutverk O´Neil (Diane Keaton leikur Louise og Warren Beatty Reed) og verður nokkuð sár er hún slítur sambandi þeirra.
Setningin sem hann notar við sambandsslitin finnst mér andskoti góð og ég gæti jafnvel hugsað mér að nota hana ef mér verður sagt upp að enskumælandi manni.

Hún hljóðar svo:
"I´d like to kill you but I can´t so you can do what you want"
og svo auðvitað ímyndið þið ykkur einhvern hárbeittan en á sama tíma hálf óþægilegan svip sem aðeins Mr. Nicholson getur sett upp...

Málið er að þegar maður hefur deilt einhverju svona frekar einlægu dóti með einhverjum sem síðan kýs að tala við aðra fiska þá líður manni (allavega mér) oft einhvern veginn svona.......maður vildi helst aldrei sjá viðkomandi aftur, að hann flyttist til einhvers fjarlægs lands nú eða einfaldlega láti lífið en af því að það er ekki í boði þá einhvern veginn reynir maður að halda kúlinu og vera alveg sama því maður getur ekkert gert...

tjáningu lokið,

kv,
valdístilfólksins

ps. til hamingju EÖG með frábæran árangur!!! Þú ert snillingur!!

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég get ímyndað mér margað aðstæður þar sem þessi setning væri tilvalin. Mjög gott!
Til hamingju Ellus, við skálum fyrir þessu eftir 3 daga :D

10:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góð setning og spæling. Þetta á mjög vel við svona fiskerí... verst að gullfiskabúrið á Íslandi virðist vera svo helvíti lítið að áður en fiskur hefur synt hringinn til að gleyma þá rekst hann á kunnuga fiska...

Hvar er Marx? Var hann ekki eini fiskurinn sem vissi að hanan væri fiskur?

p.s. þakka ykkur stúlkur :)
Ég vænti rauðvínsdrykkju í tilefni af komu ykkar.

8:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mjög góð setning :) hehe
en ja´það er einmitt málið afhverju fara ákveðnir aðilar ekki úr landi?! hehe
og þessi fiskabúrs samlíking er ofgóð Ellus!! enda ertu BA snillingur! hér eftir hietiru Elín Ösp BA

9:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

oh þessi Blogger er eithvað á móti mér og minni tölvu!!
þetta er í annað skiptið sem ég reyni að pósta færslu í marga tíma og enda á að tapa henni :( puhuhu

6:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hef alveg fattað tilfinninguna af hverju sumar konur kjósa að senda viðkomandi yfir móðuna miklu fremur en að bara slíta bandið....

3:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Má maður frétta af snilldinni eög??

3:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ha?

7:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home