Spælingar

sunnudagur, október 08, 2006



Arabíska er fallegt tungumál. Þó hefur það mjög svo sérkennileg orð innan stafrófs síns og er það nemendum sem læra vilja málið oftar en ekki fjötur um fót. Kokhljóð og vælandi æ eru meðal þeirra hljóða. Málfræðin getur einnig verið snúin. Viðskeyti og forskeyti við nafnorð, lýsingarorð eða sagnir teljast til snúnari hluta. Í það minnsta fyrir byrjendur. Því er oft spurt: hversu langan tíma tekur það fyrir manneskju alls ókunna arabísku að ná fullkomnu valdi á málinu?

Ég óska eftir svörum.

//eög

p.s. hlustaði á forseta Palestínsku heimastjórnarinnar segja eitthvað á arabísku um daginn og JEMINN OG JEDDÚDDA... þótt ég læri eitt og annað þá fallast mér stundum hendur. Hvenær mun ég skilja bofs í öðru en einföldustu barnabókmenntum? Ef ég næ því þá...

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það tók mig ekki nema svona 6 mánuði.

5:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þig mætti spyrja hvernig sumir fara að .því að klára BA ritgerðir? slíkir einstaklingar hljóta að fara létt með að læra arabísku. En hei einhverstaðar verður maður að byrja Elín Ösp mín bíddu í nokkra mánuði í viðbót. Þá verður bjartsýn

ps. sakna þín

5:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

samkvæmt rannsóknum tekur það dökkhærðar konur á aldrinum 20-25 ára sem eru búsettar í Kaupmannahöfn, eru í sambúð og á fyrsta ári í arabísku en hafa stundað slíkt nám í Háskóla á La Reunion hafa áhuga á samfélagslegum vandamálum og ætla á Airwaves með valdísi um það bil 2 og hálft ár...það er vísindalega sannað en rannsóknin byggði á áralöngum tilraunum þar sem rottur voru settar þessar aðstæður og hegðun þeirra skráð!!!

12:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Senkjú for ðe informeisjon! :)
Ég met mikil allar vísindalega sannnnnnnnnaðar og skráðar og staðfestar rannsóknir á rottum.

p.s. til Helgu: BA-ritgerðir eru kláraðar með andskotans þrjósku, svita, kaffi, kaffi, súkkulaði, gráti, gnístran, bakverkjum, þreytu, penna, tölvu, pappír, áhyggjum, hringhugsunum og hjálp frá vinum og vandamönnum.

p.p.s. Guðrún má ég fá hausinn þinn lánaðan?

1:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

oh hélt þetta væri himnasending... verð víst að hætta að bíða eftir henni...

1:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

:-)
Þú ert himnasendingin!

...já, eins og Valdís sagði hér á síðunni áður má kona (og einnig karl) stundum vera væmin.

2:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home