Haust-spæling
Á síðu einni sá ég að vitnað var til Spælinga sem "þjóðfélagsins í nærmynd." Það sjokkeraði mig en um leið fylltist ég óttalegu stolti fyri hönd síðunnar eins og vill gerast er hrós berst til eyrna. Hvað um það. Ákvað að reyna að koma með eitthvað sem gæti kallast oggulítill hluti dansks samfélags í nærmynd...
Þegar fólk kemur til náms eða vinnu í öðru landi er ekki gefið að það tali þá tungu sem í komulandinu hljómar. Þrátt fyrir það verður fólk að standa sig, vinna og læra, lesa og fræðast. Það er oftar en ekki hægara sagt en gert. Líklegt er að viðkomandi nýliði í samfélaginu hiksti og hökkti þegar að tjáning á nýju tungumáli kemur. Þá er mikilvægt fyrir þá sem málið kunna og þykir nýliðinn illskiljanlegur, að sýna þolinmæði og umburðarlyndi. Ekki hefur enn heyrst af máli sem manneskja yfir tvítugt getur lært á einum degi (íslenskunemar leiðréttið ef þið hafið upplýsingar sem gefa það til kynna). Ef nýliða er aftur á móti sýndur skætingur og grín gert að ófullkominni þvoglumælgi og óþarfri skýrmælgi, er það til þess eins og brjóta niður sjálfstraust nýliðans sem þá verður hræddari við að tjá sig. Ef eitthvað er verður þetta til þess að nýliðinn fyllist gremju í garð tjáningarforskots sem hinir innvöldu hafa.
Þegar háskólanemar sem áhuga hafa á samfélaginu og mannfólki, sýna óþolinmæði og umburðarleysi í garð nýliða sem þó hefur fengið kennslu í málþvoglunni, hvernig eru þá viðhorf þeirra gagnvart þeim sem enga kennslu hafa fengið, eru öðruvísi klædd og líta allt öðruvísi út?
Tja, kona spyr sig.
//eög
8 Comments:
Samkvæmt allra vísindalegustu rannsóknum er ekki til það málkerfi sem menn læra á einum degi.
Annað sem þessar hávísindalegu rannsóknir sýna fram á er að ekkert tungumál lærist ef það er ekki æft.
Gert var grín að mér fyrir framan fullt af fólki fyrir barnalega samsettar setningar og rangan hreim er ég hafði dvalist í Frakklandi í tæpan mánuð. Svo var mér tjáð að ég þyrfti að læra að tala (sem ég var einmitt í miðju kafi að gera, kaldhæðnislega séð).
Ég varð dálítið reið við þetta en nú vorkenni ég meira manneskjunni sem lét svona.
Ég þakka gott hljóð,
íslenskuneminn
Æ Elín Öspalingan mín... áttu bágt?
In today's world, everybody pretty much speaks english so like don't even bother. Do you know what I mean?
Nei, ég á ekkert sérstaklega bágt. Var bara að velta viðmóti fólks til útlendinga fyrir mér.
Spurning hvort esperanto sé ekki málið? Verst að þá myndu þjóðernissinnar hvar sem er fá taugaáfall...
p.s. Jónas hvar hefurðu verið???
Þjóðernissinnar geta nú líka verið mjög hættulegir, svo eins gott að láta þá ekki fá taugaáfall. Sjáum bara Hitler. Hann byrjaði sem lítill þjóðernissinni með veikar taugar, og svo endaði það bara með sjálfsmorði!! (og kannski smá meiru líka)
já, þolinmæði getur verið af mjög skornum skammti sérstaklega þegar fólk á erfitt með að setja sig í spor annarra.... og eins og við Helga vitum er auðvelt að framleiða slíkt fólk, jafnvel án þess að það hafi sérstaklega verið ætlunin
Það er nú gott að vita að Ísland tilheyrir NATO þegar frétt þess þessi er birt:
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item92533/
Þekkti einu sinni stúlku sem lenti í slysi á flugvellinum í Rússlandi. Hún sagðist aldrei hafa lært tungumál eins hratt eins og rússnesku á rússnesku sjúkrahúsi með opið fótbrot. Hún mælti reyndar ekki með þeirri aðferð :-/
já einmitt alltaf gott að vita að við tilheyrum NATÓ úfff...
En annars góð haust spæling Elín ösp. (miss jú só möts!) Ég þekki stelpu sem bjó einusinni með ástmanni sínum á ítalíu. Í boðum og víðar vakti uppfinningasemi hennar með orð oft mikla lukku. Hinsvegar sárnaði henni þessi athygli þar sem hún leiddi til dæmis til þess að aldrei var hlustað á hvað hún hafði að segja heldur hvernig hún segði það. Hún sagði mér að þetta hefði verið alveg ótrúlega pirrandi...
Skrifa ummæli
<< Home