Spælingar: Omálefnaleg færsla

mánudagur, febrúar 26, 2007

Omálefnaleg færsla

Veit ekki hvort enn sé hægt að vitna í þetta blogg sem samfélagsins í nærmynd, eins og var eitt sinn sagt. Ég verð fyrir mína parta að segja að ég er komin með upp í kok á fræðitextum og blaðri. Kannski ég sé ekki á "réttri hillu" í lífinu því mannfræðin gengur jú að vissu leiti út á að koma niðurstöðum rannnsókna sinna á framfæri í TEXTA. Blöh. Líst vel á námið Hagnýt menningarmiðlun sem boðið er upp á í HÍ á masters-stigi. Þar væri hugsanlega hægt að læra að koma þekkingu á framfæri á annan hátt. Og er svo sem hægt, ætli það sé ekki bara ég sem er svo hugmyndasnauð.
En já, svo þetta blogg er ekki málefnaleg færsla heldur bara blaður. Gæti komið með tjáningu dagsins á ljótleika lífsins en geri það ekki því ég hef nýverið fengið þær upplýsingar að einnig sé mikilvægt að einbeita sér að fegurðinni í hlutunum. Já, og hananú. Hef þetta frá áreiðanlegum heimildarmanni.

Tvær vangaveltur að lokum. Til hægri og svo vinstri eða öfugt, eftir því hvort fólki þykir betra.

- hvernig stendur á því að þegar farið er í klippingu er hárið alltaf blásið og endar á því að vera eins og hjálmurinn á Prins Valíant?
- og af hverju fer allt í hakk þegar snjóar yfir Danmörku? Það virðist hafa komið öllum í opna skjöldu þótt snjónum hafi verið spáð með ágætum fyrirvara. Hnuss. Svo var þetta ekki einsu sinni bandbrjálað veður en samgöngur fóru allar í klessu. Pínu fyndið.

//eög

ein í viðbót: hvenær kemur sumarið í allri sinni dýrð?!!!!!!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég verð alltaf eins og gömul kona að koma úr lagningu eftir klippingu sama hvað ég bið fallega um að blása ekki á mér hárið. Svo þarf maður að borga extra fyrir hárblásturinn frétti ég nýverið. Hnuss.

Manstu þegar það kom 1 mm þykkt snjólag í Montpellier og göturnar urðu pínu sleipar? Jah flugsamgöngur féllu niður vegna "ófærðar", svona getur þetta verið :-)

Knús und knoss

9:18 f.h.  
Blogger Unknown said...

Ogedi tinu a fraeditextum og bladri sem hljomar eins og tad se um eitthvad en er i raun og veru um ekkert deili eg einnig. Sem og hinu endalausa bladri um hvad mannfreadin a ad fjalla um. Bestu kvedjur ad nedan.

4:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þökk.

En hvernig stendur á því að ég get ekki kommentað á síðuna þína Helga?!!!!! Ég er búin að reyna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar en ekkert gengur. Svei.

4:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tja, nu veit eg ekki, kommentakerfid a ad vera ollum opid. En eg er tolvuauli svo ef til vill er tetta einhver stilling.

2:44 f.h.  
Blogger Jónas said...

'Eg var ad paela, ha er Helga komin med ser blogg? og er Helga farin fra K'ubu til 'Astraliu? En svo fattadi eg ad tetta er onnur Helga.

Helga down-under, eg reyndi lika ad kommenta a bloggid titt en tad virkadi ekki.

Tessarri athugasemt er sumse helgad Helgum.

4:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sumarið hjá ykkur í Köben kemur í byrjun apríl - sumarið hér heima kemur þegar ég byrja í prófum..

2:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home