Er það rétt að ekkert sé að óttast nema óttann sjálfan?
Hvað með kóngulær?
...og hvernig var þetta aftur með ng- og nk- regluna?
Aldrei tvíhljóði fyrir framan þessa tvo stafi?
En ég meina,,, ekki er kónguló skrifuð konguló eða hvað?!
Stigbreytingarkveðjur,
málfræðinördið Elín Ösp
7 Comments:
Kóngulær eru óttinn sjálfur! Oj bjakk!
já og hvað með krókódíla og snáka? það er sko ekkert bara óttinn sjálfur.
hefur einhver heyrt framburðinn könguló? mín kenning er sú að upphaflega hafi kónguló verið skrifað könguló en svo kom upp einn allsherjar misskilingur upprunninn vegna ng -og nk reglna og nú segja allir og skrifa kónguló þvert á stafsetningarreglur. Enda eru þessar stafsetningarreglur ekkert annað en forræðishyggja og dónaskapur.
kveðja frá stelpu sem hefur hugsanlega lært yfir sig.
Köngulær!(hel dég hafi heyrt það) já þær eru frekar scary, en persónulega er ég hræddari við margfætlur, kakkalakka og sporðdreka...
Hér er svo soltið skemmtileg mynd af þróun mannsins:http://www.repubblica.it/2006/08/gallerie/spettacoliecultura/muro-evoluzione/muro-evoluzione.html
sammála siggu....ég er hrædd við köngulær ekki kóngulær, þær eru geðveikt næs;)
Þinns í Köben! Og Jónas? Hélt þið töffararnir færuð bara til framandi staða á borð við Dubai og Madagascar...
Ekki smurning um mannfræðihitting - vertu í bandi! Býð ykkur í mat eða eitthvað!
Hey - er með matarboð á miðvikudagskvöldið, erum hvort eð er svo mörg að við verðum að borða á gólfinu - viljið þið Jónas ekki bara troðast með??
Jújú Eygló, við verðum víst einnig að kanna "heimaslóðir" ;)
Ég er vel til í hitting á miðvikudag :) Hef samband við Jónas! Ekki getur maður hafnað svona góðu boði.....! :)
Og kónulær og köngulær eru vibbar.
Hvað með drottningalær(i)?
Skrifa ummæli
<< Home