Spælingar: Björk skilar auðu

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Björk skilar auðu


Ég er brjálaður aðdáandi Bjarkar, dýrka hana og dái.
Mér brá þessvegna þegar ég sá fyrirsögninga "Björk skilar auðu".
Ha? Björk flottasta kona heims? skilar bara auðu?

En svo fattaði ég.

Björk svo áhrifamikil að hún hefur bara áhrif á sinn hátt.
Hún þarf ekkert að blanda sér inní þessa leiðinlegu flokkapólitík, heldur bara beita sér í þeim málefnum sem hún hefur áhuga á á sínum eigin forsendum og á sinn hátt.

Björk skilar auðu en hún skilar sko sínu.



Björk sjokkeraði celeb-sjúka heiminn í svanakjólnum góða


Langt á undan Di Caprio að pósa með ísbirni

Helga

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er að því að skila auðu?

9:41 e.h.  
Blogger sveimhugi said...

Já einmitt. Hvað er að því að skila auðu? Það var eiginlega pælingin eða sko niðurstaðan...
Fannst það eithvað neikvætt fyrst, eins og að lýsa yfir sinnuleyios, ábyrgðarleysi eða að manni sé alveg sama. En það er einmitt alveg rangt hjá mémr. Eða hvað?

2:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að mörg þeirra sem skila auðu geri það vegna þess að þeim lýst ekki á neinn frambjóðendanna, þannig séð er ekkert athugavert við það, en ég sjálf er meira í þeim gír að kjósa skásta framboðið frekar en ekkert. Til að koma núverandi valdhöfum frá og rústa feðraveldinu og svona. Og fá mér svo te á eftir, með þér Helga mín :)

2:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mér finnst ekkert að því að skila auðu ef ekkert frambærilegt er í boði, þá frekar en að gera ekkert. Björk er svona að verða pólitískari með aldrinum...hún byrjaði með:
"I need a shelter to build an altar away
from all osamas and bushes"
og nú bíð ég bara eftir niðurrifsstarfseminni!!!
Hún má taka sér Lennon til fyrirmyndar!!!!

3:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Björk hefur náttúrulega alltaf verið ofurólitísk frá því hún var í kukli, tappa tíkarrassi eða öðru. Íslenska pönkið hafði ýmislegt nýtt til málanna að leggja.
Ég er búin að hugsa meira um skila auðu dæmið. Það eru nokkrir gallar. Tildæmis er auðir og ógildir lesið saman en þar er kannski um virkilega ólík atkvæði að ræða. g svo ef maður væri á móti kerfinu eins og það er væri líklega réttast að kjósa ekki, afneita þessu skiljiði...
En ég er eins og eyrún reyni að láta atkvæiði mitt breyta einhverju, setja það þar sem ég held það vegi mest. En vandinn er að það er erfitt að sjá fyrir hvernig atkvæði manns verður nýtt :(
Og já te eyrún, hljómar vel!

3:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home