Spælingar: Stelpurnar okkar

mánudagur, júní 25, 2007

Stelpurnar okkar


Þrátt fyrir að vera einstaklega lítið inni í íþróttum og þá sérstaklega bolta-dótinu þá get ég ekki annað en hrifist af stelpunum okkar.
Áfram stelpur!!
Með dugnaði, samstöðu og gleði hafa þær náð ótrúlegum árangri. Ég vona að stelpurnar okkar hafi áhrif til allra stelpna á íslandi og hvetji okkur nú til samstöðu og gleði og sendi okkur úr vörn í sókn.
Öðruhverju fyllist ég af yfirgnæfandi vonleysi vegna and-feminísku tískunnar hér á landi, en þegar ég sé orkuna í íslenskum stelpum veit ég að þetta getur breyst. And-feministar þurfa ekki að hafa nein áhrif á okkur og okkar velgengni (okkar stelpna og kvenna). Ef kvennalandsliðið getur þetta getum við hinar þetta líka.
Það er erfitt að standa saman, tapa ekki gleðinni og bakka ekki úr sókninni og festast í vörn, en það er hægt.
Hvernig væri lífið ef stelpur á íslandi stæðu allar saman og sameinuðust í einni góðri sókn á vinnumarkaði og víðar? Með stamstöðu held ég að við gætum útrýmt ýmsu misrétti. Styðjum konur á toppinn, pössum uppá kynbudinn launamun (ekki bara okkar persónlulegu laun), neitum að tala illa um konur...
Að þessu síðast nefnda þá var Geðrur Kristní með snilldar bakþangka í fréttablaðinu í dag eins og svo oft. Afhverju reynist öllum svona auðvelt að tala illa um konur? Hættum að fyrirlíta Paris Hilton. Já ég veit að þetta hljómar fáránlega, hún er vissulega ekki fyrirmynd mín. En afhverju fær Eddie Murphy ekkert diss í fjölmiðlum fyrir að dömpa konunni fyrir að vera ólétt og neita því að hann geti verið faðirinn? Nú 2 mánuðum eftir fæðingu barnsins sannast að hann er faðirinn og hann segist ætla að sina skyldum sínum. Soldið seint í rassinn gripið... Hvernig er hægt að leggjast svona lágt?! Ég las um annað svona mál í slúðurdálkonum um daginn (man engin nöfn). Þessir karlmenn hafa farið illa með konur sínar og engan veginn tekið ábyrgð í sínu lífi. Virkilega undarleg hegðun.

Stelpur! Hvetjum stelpur áfram og stöndum saman!

Helga

í ham
hehe

Ég er með hugmynd að verkefni fyrir feminista með áhuga á að sýna hugsjón í verki. Allar eigum við litlar systur, frænkur, nágrannakonur eða félaga. Hvernig væri að kve

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já algjörlega sammála þessu með slúðrið, endalaust diss á parís og britney á meðan umræðan um karlmenn eins og t.d. Murphy, er hversdagsleg og ekki á gagnrýnum nótum. Annað dæmi er líka James Brown sem var nú bara þekktur fyrir að lemja konur sínar og fara illa með þær, en hann er álitinn svo mikil goðsögn að það var vart fjallað um það slæma í fjölmiðlum. Þegar hann dó, fékk barnsmóðir hans ekki einu sinni að fara inn í húsið, því hann hafði ekki sett hana á erfðaskránna. Yes.

1:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að sjá þig hér Ella :) Gerður Kristný vakti mig til vitundar um þessa öfgafullu gagnrýni á frægar konur sem ég sé ekki að sé oft beitt á karlmenn. Ég er sammála því að Paris Hilton er ekki fræg fyrir mikil og merkileg afrek heldur einungis fyrir það að vera rík og sæt...en það eru svo margir karlmenn frægir fyrir eithvað fáránlegt sem fá bara að vera frægir fyrir það í friði. Einmitt! Afhverju er James Brown yfirhafinn yfir gagnrýni á hrottafult ofbeldið sem hann beitti?!
Annars sé ég að það vantar aftan á færsluna og biðs velvirðingar á því...
Jæja farin að taka upp Mínus yeah!

4:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

algjörlega sammála þessum pistli(betra er að kommenta seint en aldrei;)
Ég er svo sammála því sem þú sagðir um daginn með að okkur sé innrætt að það sé bara pláss fyrir eina konu á toppnum (eða örfáar) og því stöndum við ekki eins mikið saman...held það sé ansi mikið til í því!

5:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home