Spælingar: Hvað er öfgafeminismi?

mánudagur, maí 21, 2007

Hvað er öfgafeminismi?



..eða öfgafeiministi?


Ég hef verið að velta þessu fyrir mér..
Skrítið en á ensku hljómar öfgafeministi ógeðslega vel og ég get sko stolt sagt að ég sé radical feminist, eða vona allavegana að ég sé það.

Öfgafeministi hinsvegar... æji ég er það ekki sko. Öfgar eru ýkjur og eiginlega bara vitleysa er það ekki?
Hvað er þá öfgafeministi og hvað meinar fólk eiginelga þegar það kallar hina og þessa (td. soley.blog.com) öfgafeminista???

smá spæling...





Helga


ps. skrifa kannski einhver svör í stað spurninga næst... bara pínu tóm í dag eithvað...

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ætli enski textinn segi ekki allt sem segja þurfi...

en, æ, hvenær ætla konur að læra að halda kjafti og vera bara sætar?

6:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ógeðslega sæt en harðneita að halda kjafti.

Hugtakið öfgafemínismi er reyndar tekið úr munni "ekkifemínista" en kynjafræðileg þýðing á radical feminism er róttækur femínismi (sem hljómar jafnvel og hið enska - öfgar er neikvætt orð og öfgafemínismi hljómar illa).

Nú hreinlega man ég ekki hvernig hugmyndafræði róttæks femínisma er skilgreind í kynjafræðinni, en sá róttæki inniheldur jafnan meiri aktívisma en annar femínismi. Út frá því væri kannski rétt að kalla Sóleyju Tóm róttækan femínisma...?


Kv. Eygló ekki nógu róttækur femínisti

12:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ógeðslega sæt en harðneita að halda kjafti.

Hugtakið öfgafemínismi er reyndar tekið úr munni "ekkifemínista" en kynjafræðileg þýðing á radical feminism er róttækur femínismi (sem hljómar jafnvel og hið enska - öfgar er neikvætt orð og öfgafemínismi hljómar illa).

Nú hreinlega man ég ekki hvernig hugmyndafræði róttæks femínisma er skilgreind í kynjafræðinni, en sá róttæki inniheldur jafnan meiri aktívisma en annar femínismi. Út frá því væri kannski rétt að kalla Sóleyju Tóm róttækan femínisma...?


Kv. Eygló ekki nógu róttækur femínisti

12:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eg aetladi einmitt ad segja tad sama og Eyglo, radical feminist myndi tydast sem rottaekur feministi. Ofgafeminsti vaeri liklega fanatical feminist a ensku, eda eitthvad svoleidis. Ofgafeminismi er nattla hluti af ordraedu teirra vesaelu litlu sala sem af orvaentingu og hraedslu vid breytingar reyna ad halda i obreytt samfelagsorettlaeti tvi teir alita sig hagnast a tvi en gera ser ekki grein fyrir ad tad heldur teim sjalfum ofrjalsum.

3:29 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyr heyr!

8:48 f.h.  
Blogger sveimhugi said...

Takk allar!

mér fannst ég líka eithvað vera að ruglast...

Vel mælt nafna góð
þeim er mörgum vorkunn sem nota þetta orð öfgafeministi

9:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Magga Pála er róttækur femínisti því hún braust undan kerfinu og bjó til sitt eigið. Róttækur femínismi er höfnun á ríkjandi kerfi og hugmyndum þess, allavega í mínum huga!

viva el feminismo!
feminismo o muerte!
hasta la victoria feminista siempre!

ok?

2:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Na3m, awafiquki ara´y.
Já ég er sammála skoðun þinni.

Magga Pála flott í Kastljósinu!

3:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvar er Valdís?
Frábær grein hjá henni þar sem hún svarar Önnu Stellu á skemmtilega mannfræðilegan hátt.
Áfram Valdís :-)

9:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home