rétt viðbrögð við nauðgun!
hæ
Ég er á barmi óstjórnlegs reiðikasts eftir að hafa lesið um málalok ákæru um kynferðisbrot sem átti sér stað á salerni í kjallara á Hótel Sögu fyrir nokkrum mánuðum.
Tek það fram í upphafi að ég er EKKI vel að mér í lögfræði EN ég skil flest orð sem ég les og hef áralanga reynslu af því að vera manneskja.
Auðvitað á ákærði að vera saklaus þar til sekt er talin sönnuð en það er svo margt skrýtið í þessu máli.
Til dæmis, "í niðurstöðu dómsins kemur fram að framburður stúlkunnar sé trúverðugur", sem sagt að hún sé ekki að ljúga því að hún hafi ekki gefið samþykki en (svo kemur fallegt EN) "ef byggt er á frásögn stúlkunnar af því sem gerðist eftir orðaskipti þeirra inn á snyrtingunni lítur dómurinn svo á að það að ákærði ÝTTI stúlkunni inn í klefann, LÆSTI klefanum innan frá, DRÓ niður um hana, ÝTTI henni niður á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð (hvað þýðir það?), ekki talist ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd. Nægir þetta eitt til þess að ákærði verði sýknaður af ákærunni".
Svo er því bætt við að viðkomandi hafi einnig verið sýknaður á þeim forsendum að stúlkan veitti ekki viðnám né kallaði eftir hjálp.
ok, margt truflar mig hér.
ef framburður hennar er trúverðugur hvernig er þá hægt að sýkna manninn? Ef því sem hún heldur fram er trúlegt af hverju fær maðurinn þá sýknu saka?
Sé ofangreind lýsing á atburðarás sett í samhengi við 104. gr. almennra hegningarlaga sem segir að "hver sem með OFBELDI eða hótun um ofbeldi ÞRÖNGVAR manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsis ekki skemur en eitt ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst SVIPTING SJÁLFRÆÐIS MEÐ INNILOKUN, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti", kemur í ljós að atburðarásin er algjörlega í höndum hans, hann er að því er virðist eini gerandinn. Orðalagið bendir ekki beint til samþykkis og orðalagið er auðveldlega hægt að tengja við þröngvun..að mínu mati.
Það er vitnað í sálfræðing sem segir að viðbrögð stúlkunnar teljist eðileg þar sem lost getur komið fram í algjöru aðgerðaleysi. Af hverju er það þá notað gegn henni?! Gott að fá svona sálfræðimat sem svo notað gegn manni!
Ok hún sagði aldrei nei, en hún sagði heldur aldrei JÁ!!!!!!
Hvernig væri að dómsmálaráðuneytið myndi bjóða stúlkum og drengjum upp á námskeið í réttum viðbrögðum við nauðgunum og nauðgunartilraunum svo að við klúðrum ekki ákærunni í eigin málaferlum!!!
ok, ég er ekki lengur á barmi reiðikasts, ég er í miðju stormsins og ætla í sund til að kæla mig niður!!!
kv,
valdís
Ég er á barmi óstjórnlegs reiðikasts eftir að hafa lesið um málalok ákæru um kynferðisbrot sem átti sér stað á salerni í kjallara á Hótel Sögu fyrir nokkrum mánuðum.
Tek það fram í upphafi að ég er EKKI vel að mér í lögfræði EN ég skil flest orð sem ég les og hef áralanga reynslu af því að vera manneskja.
Auðvitað á ákærði að vera saklaus þar til sekt er talin sönnuð en það er svo margt skrýtið í þessu máli.
Til dæmis, "í niðurstöðu dómsins kemur fram að framburður stúlkunnar sé trúverðugur", sem sagt að hún sé ekki að ljúga því að hún hafi ekki gefið samþykki en (svo kemur fallegt EN) "ef byggt er á frásögn stúlkunnar af því sem gerðist eftir orðaskipti þeirra inn á snyrtingunni lítur dómurinn svo á að það að ákærði ÝTTI stúlkunni inn í klefann, LÆSTI klefanum innan frá, DRÓ niður um hana, ÝTTI henni niður á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð (hvað þýðir það?), ekki talist ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd. Nægir þetta eitt til þess að ákærði verði sýknaður af ákærunni".
Svo er því bætt við að viðkomandi hafi einnig verið sýknaður á þeim forsendum að stúlkan veitti ekki viðnám né kallaði eftir hjálp.
ok, margt truflar mig hér.
ef framburður hennar er trúverðugur hvernig er þá hægt að sýkna manninn? Ef því sem hún heldur fram er trúlegt af hverju fær maðurinn þá sýknu saka?
Sé ofangreind lýsing á atburðarás sett í samhengi við 104. gr. almennra hegningarlaga sem segir að "hver sem með OFBELDI eða hótun um ofbeldi ÞRÖNGVAR manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsis ekki skemur en eitt ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst SVIPTING SJÁLFRÆÐIS MEÐ INNILOKUN, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti", kemur í ljós að atburðarásin er algjörlega í höndum hans, hann er að því er virðist eini gerandinn. Orðalagið bendir ekki beint til samþykkis og orðalagið er auðveldlega hægt að tengja við þröngvun..að mínu mati.
Það er vitnað í sálfræðing sem segir að viðbrögð stúlkunnar teljist eðileg þar sem lost getur komið fram í algjöru aðgerðaleysi. Af hverju er það þá notað gegn henni?! Gott að fá svona sálfræðimat sem svo notað gegn manni!
Ok hún sagði aldrei nei, en hún sagði heldur aldrei JÁ!!!!!!
Hvernig væri að dómsmálaráðuneytið myndi bjóða stúlkum og drengjum upp á námskeið í réttum viðbrögðum við nauðgunum og nauðgunartilraunum svo að við klúðrum ekki ákærunni í eigin málaferlum!!!
ok, ég er ekki lengur á barmi reiðikasts, ég er í miðju stormsins og ætla í sund til að kæla mig niður!!!
kv,
valdís
11 Comments:
Ég er búin að vera að velta fyrir mér því sem ég heyrði í útvarpsfréttunum um þetta mál, eitthvað á þá leið að manninum hafi ekki getað verið ljóst að samfarirnar væru gegn vilja konunnar... Hversu off þarf maður að vera til að gera sér ekki grein fyrir að maður er að nauðga? Spyr sú sem ekki veit.
Er þögn sama og samþykki?! spyr önnur sem veit minna.
Þetta er alveg ótrúlegt mál! Má þá hafa samræði við rænulaust fólk, mállaust og lamað fólk, fólk í dái og fleiri sem hvorki geta veitt mótspyrnu né kallað á hjálp eða sagt beint nei án þess að það sé talið nauðgun???
Og einmitt, sagt er í fréttinni að hann hafi ekki áttað sig á að þetta væri gegn hennar samþykki. Hélt hann að þetta væri MEÐ hennar samþykki?
Alskonar blótsyrði koma upp í hugann á mér núna sem ég ætla ekki að skrifa hér. Valdís, ég er með þér í reiðikastinu!!
Ég tek allt sem ég hef skrifað og sagt um nauðganir til baka, því samkvæmt bókinni Kynlíf frá árinu 1937 er það ekki hægt að nauðga:
"Náttúran hefur verndað konuna gegn ágengni og samförum, sem ekki er óskað eftir, með því að koma leggangaopinu fyrir á hinum leyndasta og bezt varða stað líkamans. Leggöngin eru í skjóli búksins að ofan og hinum sterkustu vöðvum líkamans til hliða og að neðan. Ennfremur er leggangaopið hulið skapahárunum ásamt skapabörmunum. Allar þessar varnarráðstafanir gera það að verkum, að ekki er auðvelt að komast inn í leggöngin, og yfirleitt ómögulegt gegn vilja konunnar. Hinu algenga yfirvarpi kvenna, að þeim hafi verið nauðgað, ber að taka með tortryggni. það er í rauninni ekki hægt að hafa samfarir við konu, sem berst á móti."
shit!
ShitShit!!
hvað í ógeðinu!!!! Þetta er held ég barasta hreinasta mynd kvenfyrirlitningar!!
AAAAaaaaarggghhh.
Haldiði ekki bara að dómararnir hafi sína kynlífsreynslu einmitt þarna??? Það væri þó ekki ....
hey samkvæmt Sveini Andra, lögfræðingi ákæranda er ég fasískur femínisti..alltaf lærir maður eitthvað nýtt;)
djöfulsins ógeð
Skrifa ummæli
<< Home