Tiu litlir negrastrakar
Umræða var á Rás 1 um daginn um endurútgáfu bókarinnar Tíu litlir negrastrákar. Viðmælendur voru ekki allir sammála og þetta var skeggrætt fram og til baka. Það sem vakti athygli mína var að einn þeirra talaði um pólitískan rétttrúnað. Að nú á dögum mætti enginn vera með öðruvísi skoðanir því þá væri sá hinn sami og hans skoðanir dæmdar sem algert tabú. Meinti hann þá sem ekkert sæu að því að gefa bókina aftur út.
Ég fór að velta þessu fyrir mér... það að vera meðvituð um að bók sem inniheldur að margra mati niðurlægjandi og særandi umfjöllun, er það pólitískur rétttrúnaður? Og er það þá slæmt? Ég hélt að tilgangurinn með vitundarvakningu um fordóma hvers konar hefði það að markmiði að útrýma fordómum. Ekki að viðhalda þeim.
Að mati þessa karls þarf að hlúa að öllum skoðunum svo samfélagið verði ekki of einsleitt. Þýðir það þá að nú eigi að gera fordómafullum afturhaldsseggjum meira vægi en þeim sem hafa "pólitískt réttar skoðanir"?
//eög
16 Comments:
já, ég get sagt ykkur það að þessi blessaða bók er uppseld, that´s how much we care! Mér datt í hug hvort að viðbrögðin væru hin sömu ef bókin héti "Tíu litlir gyðingastrákar"...? og þeir væru jafnvel með Davíðsstjörnuna....nei bara svona að spá. Ég get allavega ekki lesið þessa bók fyrir blandaðan hóp barna með góðri samvisku!
ps. ætlaði einmitt að fara að blogga um þetta...þú stalst einu hugmyndinni sem ég er búin að fá í dagaraðir!! ;)
kv,
valdís
en vitiði hvað. Mágkona Gunnars Egilsonar samdi annað kvæði til höfuðs tíu litlum negrastrákum því henni fannst svo mikið óréttlæti fólgið í því að bara strákar ættu svona kvæði. Það heitir tíu litlar ljúflingsmeyjar og myndskreytti dóttir hennar það kvæði. Ég átti þá bók þegar ég var lítil og ég man að mér fannst myndirnar svo fallegar og var mjög létt þegar allar meyjarnar spruttu fram á sjónarsviðið í lokin, á lífi. Þar eru hvítar stúlkur söguefnið.
Ég held nefnilega að kvæðið hafi ekki verið þýtt í pjúra rasisma á sínum tíma en að endurútgefa þetta, í því samhengi sem við búum í núna, er ekki bara taktlaust og hugsunarlaust heldur svona frekar vafasamt (vægt til orða tekið).
Hvernig fer aftur fyrir þessum strákum? Ég man ekki lengur söguna. Er titillinn það eina rasíska við hana eða er sagan sjálf það líka? Myndi það breyta einhverju ef bókin héti bara Tíu litlir strákar? Ég man eftir að hafa lesið þessa bók en hvað stóð í henni er mér alveg gleymt.
Ég segi það sama, ég man ekkert hvað gerist í sögunni. Spyr eins og Eyrún, er það bara nafnið sem er "rasískt" eða söguþráðurinn líka?
Ég man ekki betur en að þeir drepist einn af öðrum.... er það misminni hjá mér...? Þeir hurfu alla vega, man ekki hvort þeir komu aftur í lokin eins og í kvæðinu um litlu yngismeyjarnar.
En þar er ég sammála þér Sigga, sumt sem hefur komið út verður að dæma í samhengi við þann tíma en þessi endurútgáfa er... undarleg. Þrátt fyrir að "einn ástsælasti listmálari þjóðarinnar" myndskreyti.
Valdís! Bara meira um þessa bók!!!
hÆ!
já sko titillinn á bókinni er mjög rasískur og svo eru teikningarnar stæling á afmennskunarteikningum nýlenduherra sem voru teiknaðar í þeim tilgangi að afmennska og fjarlægja svart fólk svo auðveldara væri að drepa það og fara illa með. Söguþráðurinn er líka lýsandi um viðhorf til svartsfólks. þeir eru allir eins og sagan gengur útá það hvernig þeir drepast einn af öðrum í klaufaskap. Einn springur annar drekkur ólyfjan einn varð vitlaus og svo framvegis...
Ok, sem sagt góð bók sem kennir börnum um hvernig svartir eru öðruvísi en við. Verst að Torfi er ekki farinn að skilja neitt, annars mundi ég kaupa hana handa honum. ;)
10 litlir negrastrákar gengu í Fellaskóla, einn varð fyrir einelti og þá voru eftir níu.
Þó að þeir séu svartir og klaufar þá get ég ekki séð að bókin sé beinn rasismi þar sem hún er í raun ekki að kenna hatur á svörtum, EN (bíðiði það kemur en) engu að síður er þetta hluti af orðræðu um svarta sem sprottin er af hugsunarhætti fyrri tíma þegar svartir voru taldir hvítum óæðri. Tengin mynda og texta í þessu tilfelli, negrastrákar-apar er augljóst innlegg inní þessa gömlu orðræðu sem líðst ekki á yfirborðinu, þ.e. pólitísk rétthugsun, en er kraumandi undir yfirborðinu hjá mörgum.
Að mínu mati er bókin ekki ,,hættuleg" í pólitískt rétthugsandi samhengi, aðeins vísun í sögu og hugsanlega listaverk, en þar sem hin pólitíska rétthugsun er ekki raunveruleiki þá þarf að endurskoða þessa bók finnst mér.
Svo er annað. Hvað er list? Eru þessar myndir list vegna þess að önnur verk sem hann gerði voru list?
Eru öll útgefin verk listamanns listaverk vegna þess að hann er listamaður eða vegna þess að þau hafa eitthvað listrænt gildi?
Hvað er list og hver ákveður hvað list sé? Foucault og svo framvegis. Hver hefur skilgreiningarvaldið.
Ég er sumsé kannski bara á því að þessar myndir séu hreinlega ekkert endilega listaverk þó listamaðurinn sem gerði þær eigi verk sem eru það, og eru ,,ástsæl" og merkt þjóðinni. Skiljiði mig?
já, ég var einmitt að hugsa þetta í gær Jónas. Manni finnst pínu sorglegt að þetta séu að verða þekktustu teikningar Muggs (fyrir utan Dimmalimm kannski) því eftir hann liggur aragrúi af fallegum myndum og ævintýrum sem fáir nenna að kynna sér.
En svona er þetta.
ein spurning.
Er bókin á frummálinu eftir hvítan eða svartan mann?
Hef í gegnum tíðina mikið velt fyrir mér orðum og merkingaraukum. Það var ekki þannig að orðið nigger kom á sjónarsviðið og var í eðli sínu ljótt heldur hefur því verið gefinn ákveðinn merkingarauki og það notað niðrandi í usa. Veit einhver meira um sögu orðsins nigger sem hann nennir að súmmera upp fyrir mér? Hef ekki heilafrumur í að lesa grein um málið sem stendur, þær fara allar í næturbrjóstagjafir og -uppeldi. Heilafrumurnar, þ.e.
Án þess að ég sé með það á hreinu get ég mér þess til að höfundurinn hafi verið hvítur. Hvenær var hún annars fyrst gefin út?
Og svo þetta með söguþráðinn, ókei, hann hvetur ekki til haturs á svertingjum, en er það ekki eins og með svo margt annað, það er ekki beinlínis hvatt til haturs á konum með mörgu sem sagt er um konur en hvað býr að baki og hvaða áhrif hefur orðræðan....?
Æ fíl ja Jónas. Ég held að allt of oft séu verk þekkts listamanns tekin í tölu heilagra þrátt fyrir að þau séu ekkert merkileg... þeas að þau verði bara merkileg vegna þess að einhver dúddi sem er orðin frægur núna gerði þau. Þau hefðu þá ekki sömu merkingu ef einhver óþekkktur hefði gert þau.
Hæ ég rakst á þetta http://www.blog.central.is/gautieggertsson?page=comments&id=3363126#co
og hugsaði til ykkar.
Æ þetta kom hálf asnalega út. Betra að finna þetta hér http://www.blog.central.is/gautieggertsson
já var einmitt að lesa það blogg, helvíti beitt!! Sammála þessari konu og samt á ég ekki svart barn! Vildi óska að samfélagið risi upp í stað þess að kaupa bókina! Viljum við svona í kringum okkur?
Ég fékk martröð útaf kommenti mínu, það átti að vera fyndið en ég tek það tilbaka!
Skrifa ummæli
<< Home