Spælingar: Forugh Farrokhzad

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Forugh Farrokhzad


var írönsk kona og ljóðskáld. Hún fæddist 1935 í Tehran. 16 ára giftist hún manni gegn vilja foreldra sinna en fjórum árum síðar skildi hún við eiginmann sinn og varð einstæð móðir sem þótti nú aldeilis radikal. Hún gaf út fjórar ljóðabækur; The Captive (Asir), The Wall (Divar), Rebellion (Osyan) og síðast en ekki síst, Born Again/Another Birth þar sem hún tjáði af hugrekki tilfinningar sem hún og margar aðrar íranskar konur upplifðu á þessum tímum og örugglega enn í dag. Fyrsta bókin hennar er til dæmis að miklu leyti tileinkuð þeim tilfinningum sem fylgdi því að skilja og vera einstæð móðir í samfélagi sem viðurkennir hvorugt.

Ári eftir skilnaðinn fékk Forugh taugaáfall og hélt til Evrópu eftir stutta spítalavist.
Hún átti lengi vel í tygjum við kvikmyndagerðarmann, Ebrahim Golestan , og hann hafði djúpstæð áhrif á hana og árið 1962 gerði hún heimildamynd um holdsveika og vann verðlaun fyrir.

Forugh ögraði bæði félagslegum normum og eins sögulegum hefðum í ljóðagerð og fór óhikað eigin leiðir....augljóslega ljónynja hér á ferð.
Því miður lést þessi kona fyrir aldur fram í bílslysi árið 1967. Seinasta bókin hennar, Let Us Believe in the Beginning of the Cold Season, var gefin út átta árum seinna. Hún er í dag flokkuð sem ein af sterkustu nútímaljóðskáldum Íran og þá sérstaklega fyrir hugrekki sitt og frumleika.
Fyrir áhugasama bendi ég á heimasíðu um konuna: www.forughfarrokhzad.org

Hér kemur brot úr ljóðinu The Wind-Up Doll:

One can be like a wind-up doll
and look at the world with eyes of glass,
one can lie for years in lace and tinsel
a body stuffed with straw
inside a felt-lined box,
at every lustful touch
for no reason at all
one can give out a cry
“Ah, so happy am I!”’


kv,
Valdís Björt

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá en mögnuð kona ! vert að skoða fleiri ljóð eftir hana. aðgengilegt á bókasöfnum hér?

8:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

því miður held ég ekki en á netinu er hægt að finna mjög misjafnar þýðingar og kvikmyndina líka...hún heitir The House is Black og fyrirfinnst á youtube.com...
kv,
valdís björt

9:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir :)

3:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

gott að frétta af fleiri kjarnakonum.
//eög

8:38 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home