1.maí
GLEÐILEGAN BARÁTTUDAG VERKALÝÐSINS!
Á þessum síðustu og verstu tímum launafólks í landinu er ekki úr vegi að standa upp og hrista sig aðeins og gera sér grein fyrir því að mun betur má fara. Dæmi: Kennarar hafa samið og er það vel en laun og kjör hjúkrunarfræðinga og annarra starfstétta innan heilbrigðiskerfisins eru enn langt frá því að vera í samræmi við álag, vinnutíma og mikilvægi starfans. Vonandi gerir fólk sér grein fyrir því á Íslandi, rétt eins og hér í Kaupmannahöfn, að góð og opin heilbrigðisþjónusta fyrir alla er grunnur velferðarríkis sem jú flestir vilja halda. Því þarf að hlúa betur að grunninum.
Það heyrist alltaf það sama: að kennarar sinni rosalega mikilvægu starfi við uppeldi barnanna, framtíðar landsins, og að allir verði að eiga kost á ókeypis heilbrigðisþjónustu. En ekkert blífur á þvermóðsku stjórnvalda til að sýna í verki hvursu vel þessi þjónustustörf eru metin.
Ég get ekki betur séð en að enn sé sama reglan í gildi; þar sem unnið er með peninga er peninga að fá og þar sem unnið er á rassinum er peninga að fá. Þar sem unnið er með manneskjur og hlaupið er fram og aftur allan daginn er hins vegar minna af aurum að sjá. Svo ekki sé minnst á önnur þjónustustörf...
Þarf ekki að gera eitthvað í þessu?
Eða hvað? Er okkur nokk sama?
Fróðleiksmolar:
*Árið 1889 var ákveðið að 1.maí skyldi vera gerður að Baráttudegi verkalýðsins.
*Þá var þess minnst að 100 voru frá Frönsku byltingunni.
*Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga á Íslandi.
Nú er 1.maí gangan fremur eins og skrúðganga með blöðrum en kröfuganga...........
//eög-pissfúl
p.s. Lifi verkalýðurinn!
2 Comments:
kennara samningar voru skref í rétta átt og gengið var að kröfum skurðhjúkrunarfræðinga sem var einnig örlítið skref í rétta átt, en betur má ef duga skal. Sammála síðasta ræðumanni!!
Heyr heyr!
Skrifa ummæli
<< Home