ég kynni....Katy Grannan
Hún er ljósmyndari eða ætti ég að segja ljósmynda...?
Hún er fædd árið 1969 í Arlington, Massachusett. Konan er með BA gráðu frá Háskólanum í Pensylvaniu (já það er bara einn háskóli þar..svo agalega vanþróað..) og MFA gráðu frá Yale. Á árunum 2004 og 2005 hlaut hún tvenn verðlaun sem uppkomandi listakona/ljósmyndari.
Grannan hefur haldið sýningar víða um BNA og gefið út verkin Model American (2006) og The Westerns (2008).
Viðföng sín nálgast hún í gegnum blaðaauglýsingar og þá einna helst fólk sem augljóslega sækist eftir athygli útfrá einhverju -oft kynferðislegu- sem það telur að ögri öðrum. Gagnrýnendur benda á hvernig einföld uppsetning ljósmyndanna dregur oft fram brothætta tilveru þessara einstaklinga sem ekki alltaf tekst að skila þeirri ímynd sem þeir vilja draga upp af sjálfum sér.
Mér finnst þær flottar að svo mörgu leyti...augnaráðið er svo beint, svo ,,Sjáðu mig, horfðu á mig!" einhvern veginn...og umhverfið undarlegt en samt oft í stíl við stemminguna í myndinni. Það er eitthvað kröftugt við það hvernig þessar ungu konur með sína líkama horfa óhræddar á áhorfandann í gegnum linsuna þó..eitthvað femínískt á eins einfaldan hátt og hann getur birst með tilvist kvenna, alls kyns kvenna. Svo ég vitni í Feist: "so carelessly there"
Ég mæli með því að áhugasamir tjékki á seríunum Poughkeepsie Journal, Morning Call, Sugar Camp Road og Mystic Lake...
Hér koma nokkrar sem ég fíla:
THE WESTERNS
POUGHKEEPSIE JOURNAL
Hún er fædd árið 1969 í Arlington, Massachusett. Konan er með BA gráðu frá Háskólanum í Pensylvaniu (já það er bara einn háskóli þar..svo agalega vanþróað..) og MFA gráðu frá Yale. Á árunum 2004 og 2005 hlaut hún tvenn verðlaun sem uppkomandi listakona/ljósmyndari.
Grannan hefur haldið sýningar víða um BNA og gefið út verkin Model American (2006) og The Westerns (2008).
Viðföng sín nálgast hún í gegnum blaðaauglýsingar og þá einna helst fólk sem augljóslega sækist eftir athygli útfrá einhverju -oft kynferðislegu- sem það telur að ögri öðrum. Gagnrýnendur benda á hvernig einföld uppsetning ljósmyndanna dregur oft fram brothætta tilveru þessara einstaklinga sem ekki alltaf tekst að skila þeirri ímynd sem þeir vilja draga upp af sjálfum sér.
Mér finnst þær flottar að svo mörgu leyti...augnaráðið er svo beint, svo ,,Sjáðu mig, horfðu á mig!" einhvern veginn...og umhverfið undarlegt en samt oft í stíl við stemminguna í myndinni. Það er eitthvað kröftugt við það hvernig þessar ungu konur með sína líkama horfa óhræddar á áhorfandann í gegnum linsuna þó..eitthvað femínískt á eins einfaldan hátt og hann getur birst með tilvist kvenna, alls kyns kvenna. Svo ég vitni í Feist: "so carelessly there"
Ég mæli með því að áhugasamir tjékki á seríunum Poughkeepsie Journal, Morning Call, Sugar Camp Road og Mystic Lake...
Hér koma nokkrar sem ég fíla:
THE WESTERNS
POUGHKEEPSIE JOURNAL