Gildi
Þegar talað er um fjölmenningu virðast allir vita um hvað er rætt. Sama gildir um karlmennsku og menningu. Þegar betur er að gáð er þó um mjög loðin hugtök að ræða. Hugmyndir um karlmennsku eru mismunandi og sitt sýnist hverjum um hvað fjölmennning er. Er þessa stundina að velta fyrir mér hugmyndum um íslensk gildi, það er að segja, siðferðisleg viðmið og hugmyndafræði sem Íslendingar vilja halda í heiðri. Pælingin er að komast að því hvort til séu íslensk gildi og þá hver þau séu, með því að skoða hvernig þau birtast hlutbundin. Eins og í stjórnarskrá, lögum, reglugerðum og stefnum ríkis og bæja.
Ástæðan fyrir þessum spælingum eru einmitt tengdar opinberri stefnumótun í málefnum innflytjenda og útlendinga, og aðlögunarmálum. Erlendar greinar og skýrslur segja allar það sama: "virða beri menningu innflytjenda en einnig beri þeim að virða lýðræðisleg gildi og viðhorf þess samfélags sem það flytur til."
En til hvaða gilda er verið að vísa?
Það helsta sem ég hef komist að er að íslensk gildi, og gildi almennt, eru mjög óskýr og loðin. Hugtök eins og jafnrétti og frelsi eru oft nefnd. En hvursu andskoti loðið getur þetta orðið? Svo er alltaf verið að staglast á réttinum til þess að gera þetta og réttinum til hins en, aftur á móti eru svo níu liðir a, b, c, d, e, f, sem tiltaka undantekningar á lögunum.
En hvað eru lýðræðisleg gildi? Kosningaréttur? Atvinnufrelsi? Réttur til menntunar?
Umfram allt jafnrétti. Þó er skondið að sjá þá umræðu í ljósi þess að íbúar ólíkra landa sem sækja um ríkisborgararétt á Íslandi hafa ekki jafnan rétt, í það minnsta geta ríkisborgarar Norðurlanda sótt um ríkisborgararétt á Íslandi eftir fjögurra ára búsetu hér á landi en íbúar annarra landa verða að vera búin að vera hér í sjö ár til að sækja um.
Hvað segiði um þetta mál?
//eög
7 Comments:
Eru allir hættir að hanga á netinu? Er ég einni nördinn sem er eftir?
Þetta er einmitt mál sem þarf að ræða svo það verði skýrara, ræða þarf þversagnir sem fyrirfinnast í lögunum þrátt fyrir þá margtuggðu tuggu um jafnrétti og mannfrelsi.
p.s. Þú ert snillingur.
Ég hangi á netinu dag og nótt!
ps. ég gat einnig lesið út úr myndinni. Er það þá rétt ályktað hjá mér að ég sé einnig snillingur?
Já, en hefur enginn neitt að segja um annað en myndina? Hafiði velt því fyir ykkur hvað þetta er allt loðið, íslensk gildi, bla, lýðræðisleg gildi, bla, jafnrétti, bla, en svo er lítið rætt um hvaða merking er lögð í þetta allt saman eða hvort að þessi hugtök séu einu sinni höfð að leiðarljósi nema við hátíðlegar athafnir í ræðum?
Hvernig er bókhaldsstaða MS, Jónas?
Maður eða kona: Hvað ert þú að læra.
Jónas: Ég er að læra Mannfræði
MeðaK: Já, hvað er það?
Jónas: uhmm... sko...
Ég tel að sýn mannfræðinnar á öðrum hugtökum endurspegli sýn hennar á sjálfa sig. Mannfræði er loðin því verður sýn hennar og allt sem henni við kemur loðið (ég er t.d. með hár á bringunni).
En greinar þar sem allt er "clean-cut" verða hugtökin það líka.
Eller hur?
kv. Jónas
ps. Hér hjá MS Reykjavík stemmir allt uppá krónu.
En þetta tengist ekki endilega mannfræði, heldur almennri umræðu og hvernig hugtök eða orð eru notuð. Allir halda að þeir viti hvað þetta þýði en svo þegar spurt er nánar út í það er enginn með sama svar.
Við erum svo sem öll með mismunandi svör við spurningum en þegar verið er að ræða eitthvað opinberlega eða er í opinberum gögnum eins og lögum, þá þarf meining helst að vera skýr, ehaggi?
...ég er líka mjög loðin, en ekki á bringunni. Múúahahahahahahahahahahahahahhahhahahahahaaaaa!!!!
Væri það samt ekki örlítið óþægilega creepy ef þú færir og heimsóttir land sem þú hefðir aldrei komið til, til dæmis Hvammstanga og spyrðir hvað finnst þér fjölmenning og allir væru með nákvæmlega sama svarið!!!!? Myndirðu ekki snarhætta við að skoða söfnin og reyna að komast að því hvar J. McCarthy ætti heima!!!?
Skrifa ummæli
<< Home