Spælingar: List og piss/pissulist...?

mánudagur, október 30, 2006

List og piss/pissulist...?



Vegna pissugjörnings í Listaháskólanum sem að sögn hneykslaði enga nemendur heldur var tjáning...
Hvers vegna eru kúkur og piss svona vinsæl hjá nútímalistamönnum?

//eög

p.s. Myndina gerði Erika Fortner

14 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þetta myndi vera einstaklega vel til fundið dæmi um list sem ég þarfnast útskýringar á....
piss, svona eitt og sér, finnst mér ekki listform.

Þegar ég les svona verður mér alltaf hugsað til vina og vandamanna þessara listamanna, til dæmis ömmu og afa þeirra, hver urðu þeirra viðbrögð? hvernig leið þeim á meðan á þessu stóð?

ps. djöfull kommenta ég eitthvað mikið:/

10:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

var að lesa um þetta ógeð!! er ekki í lagi!!!? talandi um ábyrgðarleysi!!! þessir stráka eiga nú bara að greiða gellunni skaðabætur!!

10:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit ekki með aðra og heldur ekki samhengi pissssssins... en er þetta ekki pínulítið langt gengið?

10:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ha? út á hvað gekk þetta?

Er ekki eitthvað að þegar menn sjá enga leið færa til að tjá sig nema í gegnum piss? Annars skil ég vel tilvistarkreppu fólks sem getur ekki tjáð sig nema í gegnum piss og aðra óskiljanlega miðla. Þessi tilfinning, "það skilur mig enginn" hlýtur að verða frekar yfirþyrmandi á köflum...

9:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ha? út á hvað gekk þetta?

Er ekki eitthvað að þegar menn sjá enga leið færa til að tjá sig nema í gegnum piss? Annars skil ég vel tilvistarkreppu fólks sem getur ekki tjáð sig nema í gegnum piss og aðra óskiljanlega miðla. Þessi tilfinning, "það skilur mig enginn" hlýtur að verða frekar yfirþyrmandi á köflum...

9:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Pissið er eitt en undanfarinn er ekki síður eitthvað sem ég set spurningarmerki við. 3 drengir í læknasloppum og ein allsber stelpa. Þeir klippa af henni höfuðhárið og SKAPAHÁRIN. Síðan pissa þeir á hana.
DAMAN ER ALLSBER OG ÞEIR KLIPPA Á HENNI SKAPAHÁRIN. Held að mér hafi ofboðið það meira heldur en smábarna pissustand ... þó mér hafi verið nóg boðið með það.

10:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vó hvað var þetta?! hvar getur maður lesið sér til?
vvirðist ver cheap og barnaleg leið til að sjokkera...

12:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Svo ég haldi áfram að tjá mig þá er þetta skýrt dæmi um valdastiga kynjanna. Meira að segja stelpunni fannst ekkert að því að vera ber upp á sviði og láta pissa á sig og klippa á sér skapahárin. Það er ekki einungis verknaðurinn sem slíkur heldur einnig hvernig gerendur og þolendur skiptast á milli kynja - nokkrir karlmenn í fötum / ein ber kona sem er lítillækkuð líkamlega og kynferðislega.
Hafa skólastjórnendur Listaháskólann virkilega ekkert að segja við þessu????
Já, ég er reið....

12:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alveg sammála þér Júlía, fáránleg aðstaða. Ég er forvitin um hverju var verið að reyna að koma á framfæri öðru en kvenfyrirlitningu...

4:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta bar ahlítur að vera um kvenfyrirlitningu ég trúi ekki öðru! (veit ekkert um þetta samt)
en væri ekki betra að deila á kvenfyrirlitninguna með öðrum hætti?! þetta er ofbeldi og ógeð!
hvað er að?

6:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sem nemandi í listaháskólanum vil ég bara taka það fram að mér finnst þetta ömurlegt!!!
en ég get samt ekki verið sammála þér elínösp með að allir nútímalistamenn séu með kúk og piss á heilanum, einhverjir fáir hafa notað kúk og piss í verk sín og fáfróðir nota þetta til að alhæfa og gagnrýna alla list sem ekki er ólíumálverk frá því fyrir 1900.

8:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála þér Guðrún. En mér finnast viðbrögð listaháskólans kannski ekki honum í hag... eða veit ekki hvað finnst ykkur?
Kúkur og piss er nú löngu komið úr tísku í list held ég ef það var það þá einhvertíman

10:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er einmitt vegna þess að ég veit að innann listaháskólans er fólk sem er allveg jafn hneykslað á þessu og fólk út í bæ að ég skil ekki af hverju yfirmenn innann skólans yppa bara öxlum yfir þessu og vilja ekki ráða þessu. Stundum er sagt að slæm umfjöllun er betri en engin. Haldið að það sé málið? Haldið þið að þessir krakkar, þ.m.t. stúlkan, hagnist á þessari umfjöllun? Það hlýtur að fréttast hverjir þetta voru með tíð og tíma.

12:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil skrifa undir "nafni" svo ég vil láta vita að þetta var ég hér að ofan sem er skráð einkennalaus
Júlía G

12:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home