Spælingar

föstudagur, október 27, 2006


Til stuðnings Amnesty International fordæmi ég hér með allar tilraunir til skerðingar tjáningarfrelsis, hvort sem er í ræðu eða riti, í blöðum, bókum eða bloggum!!!!!!!!!!!!!!!!!

Nú fer í hönd ráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem rætt verður um framtíð netsins og á sama tíma er Amnesty með herferð til að hvetja alla bloggara til að sýna stuðning við tjáningarfrelsi í verki. Dæmi eru um að bloggarar hafi verið fangelsaðir fyrir það eitt að segja skoðun sína. Eins og gerst hefur í Íran og víðar.
Sjá: http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1231076

Valdís, það væri gaman að heyra frá þér um bókina sem þú last um íranska bloggmenningu..... ;)

//eög

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

tek undir með þér elínösp en á sama tima hvet ég fólk líka til að taka ábyrgð á því sem það skrifar og gera sér grein fyrir því að það getur haft áhrif..bæði jákvæð og neikvæð...samanber Jyllandsposten en ritstjóri þess var einmitt hreinsaður af öllum sökum um meiðyrði á seinustu dögum...

svo ábyrgt tjáningarfrelsi..já takk!!

hvað varðar Íran þá mæli ég með bókinni Persian Blogs og er tilbúin að lána hana til áhugasamra. Í henni kemur svo greinilega í ljós hvernig sú ímynd sem klerkaveldið hefur haldið uppi af írönsku þjóðinni getur verið villandi og hvernig í raun Íran sker sig úr að mörgu leiti í samanburði við mörg önnur Mið-Austurlönd.

blabla

5:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er nú gott að sjá hversu margir nota tækifæri sitt til frjálsar tjáningar hér... ;)

En það er jú víst að engin skilaboð eru líka skilaboð.

3:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home