Spælingar: nóvemberátak gegn nauðgunum!!

laugardagur, nóvember 04, 2006

nóvemberátak gegn nauðgunum!!






Fyrrverandi skólasystir mín og almennur snillingur Ösp Árnadóttir hefur sett í gang bráðnauðsynlegt og flott átak gegn nauðgunum.

Kíkið á jafningjafraedslan.is og www.myspace.com/taktuthatt og sjáið nánar hvað felst í þessu átaki.

Í kvöld er mótmælaganga niður laugarveginn. Hún hefst kl 24:00 á Hlemmi og endar á Ingólfstorgi eða í kjallara Hins Hússins ef veður er slæmt. Þar mun trúbadorinn Toggi leika ljúfa tóna af nýútgefinni plötu sinni.

Ég hvet alla til að mæta því hver vill búa í samfélagi sem leyfir árásir á helming þeirra sem því tilheyra!!!??

kv,
valdístilfólksins

ps. mæli einnig með afar góðum greinaskrifum Aspar í mogganum í dag (4. nóvemeber). Já ég er bara helvíti stolt af konunni!!

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já frábært framtak! Svona snillingar aru lífsnauðsynlegir.
Sjáumst í göngunni!

En ógeðslega fyndin auglýsing neðst. hahah! er ég óviðeigandi núna?

4:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Svei Helga! Skammastu þín!

8:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mér finnst hún væmin, hún er amerísk en samt eitthvað yndisleg

cosmo kramer spæling: er yndisleg dregið af þeirri samlíkingu að leg séu yndi? held það

9:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og skemmtileg?

9:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Undarleg? Eða undraleg?

10:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þið eruð YNDIS-LEGAR en jafnframt FURÐU-LEGAR

Missti af Mogganum, get ég einhverstaðar séð greinina?

12:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey ég held að leg séu einna helst UNAÐSLEG! :) Híhíhí!

10:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

híhí, sammála seinustu ræðukonu (skál fyrir mér auður eir, þetta er allt að koma).

en greinina er hægt að sjá á jafningjafraedslan.is....að ég vona:)

12:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já ég var ógeðslega ða hlæja að auglýsingunni. Hún er falleg (búin að lesa textann líka núna). Var líka að tala við Brendan í gær um hafnarboltalið sem hópnauðga á keppnisferðum í Ástralíu. Eithvað svona hóp karlmennsku dæmi. Pælið í ógeði!

6:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vinkona þín susan bordo hefur fjallað um þessa íþróttakarlmennsku sem er mjööög skaðleg að því er virðist fyrir alla þá sem koma henni nálægt!!

Hún telur að það sé engin tilviljun að við heyrum reglulega sögur af nauðgunarkærum á hendur þekktra íþróttagaura, sbr. Mike Tyson, Kobe Bryant, Rio Ferdinand, Patrick Kluivert og fl. og fl....

Mjög óþægileg staðhæfing því þessum sömu mönnum er haldið á lofti sem all rosalegum fyrirmyndum!!

12:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home