Spælingar: Lúkasarguðspjall

sunnudagur, júlí 22, 2007

Lúkasarguðspjall

sæl og blessuð,

mig langar að minnast hér nokkrum orðum á Lúkas litla, hundinn sem hefur með dauða sínum og upprisu gætt líf okkar sorg (fyrst), skömm (örlitlu síðar) og óendanlegum og háværum hlátrarsköllum (síðast).

Fyrst langar mig að segja að enginn er spámaður í eigin landi og það á svo sannarlega við Lúkas litla sem er það ljótasta sem hefur skrið-labbað þessa jörð (sorrí ef eigandinn les þetta en hundurinn er örugglega gæddur einhverjum góðum eiginleikum sem bæta upp ófríðnina). Sögusagnir um meint morð hans með brútal töskukasti (krossfestingu) urðu til háværra mótmæla og kertafleytinga (þó ekkert í líkingu við bálför í minningu Tyrkjaránsins). Hugmyndin um slíkan verknað kallaði eftir ströngum aðgerðum hins almenna borgara (sem pirrar sig örugglega á Írakstríðinu og óþægilegum fréttamyndum tengdu því á matmálstíma) og margir voru tilbúnir að fórna æru og limum meints morðingja sem réttlátra afleiðinga töskugjörða og annars konar ofbeldis.

Nú hefur hinsvegar komið í ljós (á fimmta degi Lúkasarárs) að hann hefur stigið niður frá himnum og risið upp frá dauðum (líklega í hellisgjóti í fjalli nokkru norðan heiða). Hann hefur þó ekki fangast, að öllum líkindum vegna þess að hinn endurlífgaði Lúkas er líklega upprisinn í formi tófu eða feitrar rottu (slíkt er þekkt í öðrum trúarbrögðum). Á þann veg hefur Lúkas sýnt og sannað að hið góða sigrar hið illa í öllum tilvikum. Okkur ber að fagna með hlátri og hlátri.

Mig langar að þakka Lúkasi fyrir að koma mér til að gráta.....af hlátri.

virðingarfyllst,
Valdís

ps. Auk þess vil ég benda þeim sem fóru og tóku þátt í kertafleytingum og öðru eins verra að þeim býðst nú að koma saman og ræða við þá sem fóru forðum á Snæfellsjökul og biðu eftir geimverum. Þar munu þeir miðla af reynslu sinni um hvernig sé best að díla við niðurlægingu og vonbrigði með samfélagið sem áhorfendur.
pps. Ég hafði ætlað mér að pósta hér mynd að heilögum Lúkasi en fann enga sem ég taldi við hæfi barna né viðkvæmra og þar sem ég er bæði ákvað ég að sleppa því.

6 Comments:

Blogger Guðrún Vald. said...

Heill sé þér, heilagi Lúkas, tíkarsonur og sigrari hins illa!

Þetta mál Lúkasar, óska-hunds Íslands, hefur vakið hjá mér ógrynni tilfinninga, sem ég kýs að ræða ekki frekar hér vegna hættu á niðurbroti í formi hláturkasts eða pirrings, það er ómögulegt að segja hvort heldur.

11:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha!

2:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HAHAHAHAHAHAHAHAHA :Ð

10:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

lúkas er hræðilega ljótur, ljótari en mig grunaði (ég sá mynd af honum í fyrsta skipti í dag). Hann er jafnvel ljótari en Lucas Rossi sem er viðbjóður en þetta kannski fylgir nafninu?

Pistillinn þinn er hreinasta SNILLD. Er búin að margflissa yfir honum í dag.
sí jú on frædei.

9:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bwahahaha takk fyrir þennan góða pistil og takk fyrir að minna mig á Snæfells-geimverugleðina forðum daga. Margrét

10:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehehehehehe, yndislega mikill pirrrings-og kaldhæðnis pistill! :)

6:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home