Latneskar kjarnakonur -framhaldssaga
Síðastliðinn sunnudag urðu þáttaskil í sögu Argentínu þegar að fyrsta konan var kosin til Bleika Hússins (Casa Rosada) eða forsetahallarinnar í Buenos Aires. Isabel Peron gegndi forsetaembættinu á árunum 1974-1976, en hún var ekki lýðræðislega kosin heldur tók við eftir lát eiginmanns síns, Juan Peron. Nýkjörinn forseti, Christina Fernandez de Kirchner er einmitt eiginkona starfandi forseta, Nestor Kirchner, og koma þau bæði úr flokki Juan Peron og teljast til peronista.
Framan af var Kirchner sjálfur í framboði til endurkjörs en í júlí síðastliðinn tilkynnti hann fráhvarf sitt og framboð Fernandez. Engin sérstök ástæða var gefin fyrir þessum skiptum og margir velta henni fyrir sér. Sumir telja að Kirchner muni bjóða sig aftur fram að loknu fjagra ára kjörtímabili Fernandez og með þeim hætti framlengja valdatíð fjölskyldunnar.
Helstu kosningamálin sneru að hagkerfinu og skilvirkni þess auk síhækkandi glæpatíðni í landinu. Kosningabarátta Fernandez einkenndist hinsvegar, að mati margra, af ákveðnu baráttuleysi og var einna helst háð með ferðalögum á erlendri grund og myndatöku með erlendum þjóðarleiðtogum. Hún neitaði að taka þátt í kappræðum við andstæðinga sína og nýtti sér fjölmiðla afar lítið til að kynna málefni sín. Stefna hennar virtist einkennast af því að stjórna landinu í anda eiginmanns síns. En Fernandez er langt frá því að vera fædd í gær. Hún er 54 ára, tveggja barna móður sem kemur úr miðstéttarfjölskyldu. Hún er menntaður lögfræðingur og starfandi þingmaður (senator) fyrir hið valdamikla hérað Buenos Aires.
Í hugum margra er kosning Fernandez staðfesting á velgengni Kirchner í embætti og löngun eftir svipuðum stjórnarháttum. Nestor Kirchner tókst, ásamt öðrum, að rétta Argentínu við eftir mikla efnahagslega krísu í kjölfar nýfrjálshyggju-umbóta kapítalista á 10. áratugnum er skyldu landið eftir umvafið verðbólgu og meðfylgjandi atvinnuleysi og almennu vonleysi. Hann jók efnhaginn um helming og minnkaði atvinnuleysið sömuleiðis um helming.
Fernandez tekur við embætti þann 10. desember næstkomandi. Hennar helstu áskoranir í starfi snúa að verðbólgu, almennum orkuskorti og fyrrnefndri glæpatíðni, auk mikils atvinnuleysis og útbreiddar fátæktar sökum undanfarinnar krísu. Hún hefur einnig verið innt eftir svörum varðandi tengsl Argentínu annars vegar við Hugo Chavez (Venesúela-forseta) og stjórnvöld í Washington hinsvegar. Kirchner naut mikils stuðnings af Chavez og olíuauð Venesúela í skuldabaráttu sinni en samskipti Chavez og Washington hafa verið stirrð frá lýðræðislegri kosningu þess fyrrnefnda. Um utanríkisstefnu sína segir Fernandez að hún ráði engu um hverjir séu vinir vina sinna, einungis hverja hún álítur sína vini. Hún telur mikilvægt að virða fullveldi hvers ríkis í þessu samhengi og sér engin vandkvæði við að samhæfa samskipti við báða aðila í tilraun sinni til að koma Argentínu aftur inn á kortið.
Hún er talin hálfgerður krossfari í baráttu sinni gegn spillingu og líkleg til að halda þeirri baráttu áfram í embætti til dæmis með því að tryggja að dómstólar séu með öllu algjörlega sjálfstæðir og faglegir. Þetta er nauðsynlegt til þess að hægt sé að gera upp fortíðina, sérstaklega einræðistímabilið 1976-1983. Fernandez hefur lofað að það uppgjör muni einkennast af "sannleika, minningum og réttlæti" og bætir við að hún teljist til þeirrar kynslóðar sem aldist upp án þess að mega tjá sig óhikað og hún skilji því mikilvægi tjáningarfrelsis.
Strax eftir að úrslit urðu ljós lét Fernandez hafa eftir sér að hún fyndi til mikillar ábyrgðar gagnvart kynsystrum sínum í embætti. Samkvæmt henni geta konur komið með margt nýtt inn í stjórnmál þar sem þær hafa svo greiðan aðgang að bæði innri og ytri sviðum þjóðfélagsins.
Vegna menntunar sinnar og stöðu hefur þeim hjónum verið líkt við Hillary Clinton og Bill Clinton. Hún vísar þeim samanburði og sömuleiðis því að hún sé arftaki Evu Peron, á bug og lýsir því yfir að "ekkert sé betra en að vera maður sjálfur".
Ég tel að kosning hennar sé tilefni til að skála og hlakka til að fylgjast með kellu í starfi.
kv
valdís björt
ps.
Þegar ég "googlaði" Fernandez komu upp tvær mjög áhugaverðar fyrirsagnir:
"Ist Christina Fernandez die Paris Hilton der Politik?"
og
"Sexy President Christina Fernandez Victorious in Argentina"
hmmmm.....merkilegt!
Framan af var Kirchner sjálfur í framboði til endurkjörs en í júlí síðastliðinn tilkynnti hann fráhvarf sitt og framboð Fernandez. Engin sérstök ástæða var gefin fyrir þessum skiptum og margir velta henni fyrir sér. Sumir telja að Kirchner muni bjóða sig aftur fram að loknu fjagra ára kjörtímabili Fernandez og með þeim hætti framlengja valdatíð fjölskyldunnar.
Helstu kosningamálin sneru að hagkerfinu og skilvirkni þess auk síhækkandi glæpatíðni í landinu. Kosningabarátta Fernandez einkenndist hinsvegar, að mati margra, af ákveðnu baráttuleysi og var einna helst háð með ferðalögum á erlendri grund og myndatöku með erlendum þjóðarleiðtogum. Hún neitaði að taka þátt í kappræðum við andstæðinga sína og nýtti sér fjölmiðla afar lítið til að kynna málefni sín. Stefna hennar virtist einkennast af því að stjórna landinu í anda eiginmanns síns. En Fernandez er langt frá því að vera fædd í gær. Hún er 54 ára, tveggja barna móður sem kemur úr miðstéttarfjölskyldu. Hún er menntaður lögfræðingur og starfandi þingmaður (senator) fyrir hið valdamikla hérað Buenos Aires.
Í hugum margra er kosning Fernandez staðfesting á velgengni Kirchner í embætti og löngun eftir svipuðum stjórnarháttum. Nestor Kirchner tókst, ásamt öðrum, að rétta Argentínu við eftir mikla efnahagslega krísu í kjölfar nýfrjálshyggju-umbóta kapítalista á 10. áratugnum er skyldu landið eftir umvafið verðbólgu og meðfylgjandi atvinnuleysi og almennu vonleysi. Hann jók efnhaginn um helming og minnkaði atvinnuleysið sömuleiðis um helming.
Fernandez tekur við embætti þann 10. desember næstkomandi. Hennar helstu áskoranir í starfi snúa að verðbólgu, almennum orkuskorti og fyrrnefndri glæpatíðni, auk mikils atvinnuleysis og útbreiddar fátæktar sökum undanfarinnar krísu. Hún hefur einnig verið innt eftir svörum varðandi tengsl Argentínu annars vegar við Hugo Chavez (Venesúela-forseta) og stjórnvöld í Washington hinsvegar. Kirchner naut mikils stuðnings af Chavez og olíuauð Venesúela í skuldabaráttu sinni en samskipti Chavez og Washington hafa verið stirrð frá lýðræðislegri kosningu þess fyrrnefnda. Um utanríkisstefnu sína segir Fernandez að hún ráði engu um hverjir séu vinir vina sinna, einungis hverja hún álítur sína vini. Hún telur mikilvægt að virða fullveldi hvers ríkis í þessu samhengi og sér engin vandkvæði við að samhæfa samskipti við báða aðila í tilraun sinni til að koma Argentínu aftur inn á kortið.
Hún er talin hálfgerður krossfari í baráttu sinni gegn spillingu og líkleg til að halda þeirri baráttu áfram í embætti til dæmis með því að tryggja að dómstólar séu með öllu algjörlega sjálfstæðir og faglegir. Þetta er nauðsynlegt til þess að hægt sé að gera upp fortíðina, sérstaklega einræðistímabilið 1976-1983. Fernandez hefur lofað að það uppgjör muni einkennast af "sannleika, minningum og réttlæti" og bætir við að hún teljist til þeirrar kynslóðar sem aldist upp án þess að mega tjá sig óhikað og hún skilji því mikilvægi tjáningarfrelsis.
Strax eftir að úrslit urðu ljós lét Fernandez hafa eftir sér að hún fyndi til mikillar ábyrgðar gagnvart kynsystrum sínum í embætti. Samkvæmt henni geta konur komið með margt nýtt inn í stjórnmál þar sem þær hafa svo greiðan aðgang að bæði innri og ytri sviðum þjóðfélagsins.
Vegna menntunar sinnar og stöðu hefur þeim hjónum verið líkt við Hillary Clinton og Bill Clinton. Hún vísar þeim samanburði og sömuleiðis því að hún sé arftaki Evu Peron, á bug og lýsir því yfir að "ekkert sé betra en að vera maður sjálfur".
Ég tel að kosning hennar sé tilefni til að skála og hlakka til að fylgjast með kellu í starfi.
kv
valdís björt
ps.
Þegar ég "googlaði" Fernandez komu upp tvær mjög áhugaverðar fyrirsagnir:
"Ist Christina Fernandez die Paris Hilton der Politik?"
og
"Sexy President Christina Fernandez Victorious in Argentina"
hmmmm.....merkilegt!
7 Comments:
Jei það er svo gaman af pistlum um merkar konur :)
Já, þessi kona er kúl. Gaman að svona fréttum og svona pistlum :)
Og alltaf jafn gaman að því þegar kynþokki embættiskvenna er talinn áhugaverðari en hugmyndir þeirra. Man einhver eftir að hafa séð álíka frétt um George Bush: "Is George Bush the new Fabio in Politics?"
hahahaha!! hann er samt hálfgerður fabio, álíka gáfnarfar, vantar bara hárið...
ertu komin til landsins, mín kæra ElínÖsp?
Skál í mjólk...ég á ekkert annað að drekka. :)
Elín Ösp á leið til landsins????
Ha? segðu frá! Mig langar endilega að hitta þig ef þú hefur tíma. Ég á nefnilega alveg eftir að sjá þig með bumbu.
já þarf að plana hitting fólks sem hefur mannfræði að tengingu!
og ég vil panta tíma hjá Guðrúnu nokkurri sem ég sakna mjög!!!
Elsku Valdís, þér er hér með boðið í heimsókn og bakaríis mat hvenær sem þú vilt! :)
Skrifa ummæli
<< Home