Spælingar: Aloha!

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Aloha!

...sumar og sól...
Ég er búin að kaupa mér hið langþráða Ukulele :)
Er núna að æfa mig með Ben, Aaron og fleiri sniðugum köllum á youtube og auðvitað vini mínum Lil' Rev sem kennir svo snilldarlega á nýja dvd-inum mínum...
Vona að ég geti orðið betri því þetta hljómar ekkert snilldarlega eins og er. Það var gaman að prófa blues tíminn með Rick á youtbe.. með 3 hljómum fannst mér ég geta smá ;) hehehe

Svona lítur gripurinn minn út:
Það væri gaman að fá tillögur að nafni á gersemina.


Með tíð og tíma vonast ég náttúrulega helst til þess að geta orðið eins og hann Ukulele Bratt:

já... vá, ef maður gæti veirð svona töff... (ætti ég að fá mér svona bleika mussu líka?)

Takk fyrir öll góðu kommentin kæru vinir :)
Og já myndin sem ég grét yfir var Juno, mæli eindregið með henni (en ekki búast við því að gráta sko... hehehe)

ciaociao
helga

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jáhá, get sko tekið undir með þér og
mælt með Juno. Ágæt alveg hreint.

Hvað með Júkó á Lele-ið?

//eög

11:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég fæ bráðum gítar. Eigum við að stofna band?

1:52 f.h.  
Blogger sveimhugi said...

Til er ég eyrún! Förum svo í æfingaferð um evrópu ok?

6:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home