Febrúar mættur.
Vorið kannski ekki alveg á næsta leiti en nálgast þó.
Kaldi janúar fyrir bí og daginn lengir hægt og hægt.
Já, getur þetta ekki talist hluti af viðhorfi bjartsýna feministans? :P
Öll él birtir upp um síðir og í tilefni þess þetta litla ljóð:
Meðan jörðin sefur
sveipuð hvítum feldi
fara glaðlynd vermsl
með vordrauminn um æðar henni.
Ég heyri ekki nið þeirra
en nem í blóðinu
þöglan grun
um græna nál undir snjónum.
Einar Bragi
//eög
3 Comments:
Fullkomið ljóð fyrir þennan kalda dag :) (hér eru sko mínus 10!)
já mjög fallegt, minnir mig a vökuró textann....
kv,
valdís björt
þetta á svo sannarlega við, hér í frostinu og varaþurrknum. nú er þetta í þriðja sinn sem ég kem inn á síðuna gagngert til að lesa ljóðið yfir. það er einstaklega fallegt!
hilsen
Skrifa ummæli
<< Home