Fróðleiksmoli dagsins
Vissuð þið að smásagan sem bókmenntaform varð fyrst virk í Marokkó í kringum sjálfstæðisbaráttu þeirra um 1940? Þá byrjuðu marokkanskir rithöfundar að skrifa smásögur sem innihéldu ádeilu á samfélagið og var hún notuð sem samfélagsspegill til að knýja fram breytingar. En smásagan tók miklum breytingum eftir þennan tíma og á tímabilinu 1970-1990 voru mismunandi viðfangsefni kjarni sagnanna. Þar má meðal annars nefna líf millistéttar-menntamannsins (intellectual) og togstreitu þess að vera meðvituð um vanda samfélagsins en geta lítið gert til breytinga; líf verkmannastéttarinnar og hlutverk hennar á samfélagið allt; og að lokum menntun kvenna. Öll þessi efni voru miðlæg á einhverjum tímapunkti og áttu þátt í að koma umræðum um þau af stað, pot til breytinga.
Muhammad Shukri var marrokkanskur rithöfundur og hans frægasta bók er "Khrubz Al-Hafy" eða Þurra brauðið, eins og það myndi útleggjast á íslensku. Sú bók var lofuð í Evrópu og víðar en á sama tíma bönnuð í Marokkó og víða í Miðausturlöndum, þar til fyrir skömmu. Hans hrái og gagnrýni skrifstíll átti ekki upp á pallborðið hjá öllum. Þessi tvíræðni í viðtökum bókarinnar varð til þess að hann gaf ekkert út í 20 ár. En svo tók hann upp pennan á ný. Hann skrifar þó ekki meir, kallinn, þar sem hann dó árið 2002.
Þar hafið þið það. Fróðleiksmoli dagsins. Var í prófi og varð bara að tappa þessu af. Á íslensku takk fyrir.
Annars finnst mér ansi súrt að hafa ekkert lesið eftir konur í þessum kúrsi. En er það ekki dæmigert?
//eög
3 Comments:
Takk :)
ótrúlega hressandi að fá svona ferskan fróðleik beint úr prófi :)
já þetta er afar áhugavert.....svo margt sem maður bara veit ekkert um!! En eg er líka viss um að til eru margar mjög skemmtilegar smasögur eftir marakkóskar konur.....
stuðkveðjur,
valdís björt
einkar athyglisvert! þú færð tíu einkar stjörnur fyrir þetta!!!
Skrifa ummæli
<< Home